Við erum ekki börn Aileen Soffia Svensdóttir skrifar 5. mars 2016 07:00 Í kjölfar umfjöllunar í fréttatíma RÚV miðvikudaginn 2. mars síðastliðinn varð ég verulega döpur. Þar var verið að að tala um mig sem barn, ég sem er orðin næstum fertug. Ég hélt við værum komin yfir þetta viðhorf fyrir löngu og værum farin að virða fólkið eftir aldri óháð fötlun. Í umræddri frétt sem rætt var um það hvernig sé best að yfirheyra fólk með þroskahömlun var ítrekað vísað til barna og þá sérstaklega var lögð áhersla á að fá leyfi til að yfirheyra okkur í Barnahúsi. Sá ágæti lögreglufullrúi, sem á dögunum fékk Múrbrjót Landssamtakanna Þroskahjálpar og fréttamaður RÚV töluðu um okkur, fullorðna fólkið, sem börn sem ættu eftir 18 ára aldur að láta taka skýrslu af okkur í Barnahúsi. Afhverju? Áður fyrr var fólk kallað fávitar af því það var með þroskahömlun, svo vangefnir og að lokum þroskaheft. Í kringum 1995 var ákveðið í ljósi baráttu sem hafði byrjað í Bandaríkunum 1988 og kölluð fólkið fyrst (people-first) og notast við orðfærið „fólk með þroskahömlun“. Þetta er ekki flókið við erum öll fólk, persónur og leikendur í þessu samfélagi. Fullorðið fólk fer ekki á leikskóla því það hagar sér eins og börn. Ég skil ég ekki af hverju þarf að yfirheyra fullorðið fólk í Barnahúsi? Við þurfum stuðning og hefur umræddur lögreglufullrúi eimitt sett fram verkferla sem við hjá Átaki, félagi fólks með þroskahömlun erum ánægð með sem eflir okkur sem fullorðið fólk. Hann hefur bætt aðstöðumun okkar og gefið okkur rödd. Í því kerfi er einmitt lögð áhersla á stuðning við okkur en ekki af því að við erum börn, heldur af því við erum fullorðið fólk, með þroskahömlun sem í sumum tilfellum þurfum stuðning. Í 13. grein samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er ákvæði um að aðildarríkin sem skrifuðu undir þann samning eigi að tryggja fötluðu fólki virkan aðgang að réttarkerfinu til jafns við aðra, meðal annars með því að laga málsmeðferð að þörfum þess. Segir í þessari grein sérstaklega „...og taka tilhlýðilegt tillit til aldurs viðkomandi,...“ . Ég bið ekki um meira en að fjölmiðlar, lögreglan og allur almenningur notist við það orðfæri og aðgerðir sem bera virðingu fyrir lífaldri fólks. Við sem erum með þroskahömlun erum ekki börn, við erum fullorðið fólk sem viljum njóta sömu réttinda og virðingar og annað fullorðið fólk í samfélaginu þó við þurfum sérstaka aðstoð. Sýnið því smá virðingu og virðið okkur sem fullorðið fólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Í kjölfar umfjöllunar í fréttatíma RÚV miðvikudaginn 2. mars síðastliðinn varð ég verulega döpur. Þar var verið að að tala um mig sem barn, ég sem er orðin næstum fertug. Ég hélt við værum komin yfir þetta viðhorf fyrir löngu og værum farin að virða fólkið eftir aldri óháð fötlun. Í umræddri frétt sem rætt var um það hvernig sé best að yfirheyra fólk með þroskahömlun var ítrekað vísað til barna og þá sérstaklega var lögð áhersla á að fá leyfi til að yfirheyra okkur í Barnahúsi. Sá ágæti lögreglufullrúi, sem á dögunum fékk Múrbrjót Landssamtakanna Þroskahjálpar og fréttamaður RÚV töluðu um okkur, fullorðna fólkið, sem börn sem ættu eftir 18 ára aldur að láta taka skýrslu af okkur í Barnahúsi. Afhverju? Áður fyrr var fólk kallað fávitar af því það var með þroskahömlun, svo vangefnir og að lokum þroskaheft. Í kringum 1995 var ákveðið í ljósi baráttu sem hafði byrjað í Bandaríkunum 1988 og kölluð fólkið fyrst (people-first) og notast við orðfærið „fólk með þroskahömlun“. Þetta er ekki flókið við erum öll fólk, persónur og leikendur í þessu samfélagi. Fullorðið fólk fer ekki á leikskóla því það hagar sér eins og börn. Ég skil ég ekki af hverju þarf að yfirheyra fullorðið fólk í Barnahúsi? Við þurfum stuðning og hefur umræddur lögreglufullrúi eimitt sett fram verkferla sem við hjá Átaki, félagi fólks með þroskahömlun erum ánægð með sem eflir okkur sem fullorðið fólk. Hann hefur bætt aðstöðumun okkar og gefið okkur rödd. Í því kerfi er einmitt lögð áhersla á stuðning við okkur en ekki af því að við erum börn, heldur af því við erum fullorðið fólk, með þroskahömlun sem í sumum tilfellum þurfum stuðning. Í 13. grein samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er ákvæði um að aðildarríkin sem skrifuðu undir þann samning eigi að tryggja fötluðu fólki virkan aðgang að réttarkerfinu til jafns við aðra, meðal annars með því að laga málsmeðferð að þörfum þess. Segir í þessari grein sérstaklega „...og taka tilhlýðilegt tillit til aldurs viðkomandi,...“ . Ég bið ekki um meira en að fjölmiðlar, lögreglan og allur almenningur notist við það orðfæri og aðgerðir sem bera virðingu fyrir lífaldri fólks. Við sem erum með þroskahömlun erum ekki börn, við erum fullorðið fólk sem viljum njóta sömu réttinda og virðingar og annað fullorðið fólk í samfélaginu þó við þurfum sérstaka aðstoð. Sýnið því smá virðingu og virðið okkur sem fullorðið fólk.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun