Arðgreiðslur tryggingafélaganna: „Við förum fram á það að þessir peningar fari til þeirra sem lögðu þá til“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. mars 2016 14:00 „Við teljum að Fjármálaeftirlitið sé ekki að sinna hlutverki sínu að sinna hagsmunum neytenda. Þarna er um það að ræða að það er verið að tæma þessa svokölluðu bótasjóði til hluthafa. Bótasjóðirnir heita á tyllidögum eign vátryggingartaka þannig að það er mjög einkennilegt ef það er verið að breyta reikningsskilaaðferðum og það verða til einhverjir auknir fjármunir innan fyrirtækjanna þá sé það alveg sjálfsagt að taka þá fjármuni sem fram að þessu hafa verið teknir af viðskiptavinum og stinga þeim í vasa eigenda sem arði,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), í samtali við fréttastofu um arðgreiðslur tryggingafélaganna.FÍB hefur sent Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra, bréf þar sem skorað er á hann að grípa tafarlaust til aðgerða til að stöðva 8,5 milljarða arðgreiðslur sem tryggingafélögin hyggjast greiða hluthöfum sínum á næstu misserum. Runólfur vill að peningarnir fari frekar í það að lækka iðgjöld. „Við förum fram á það að þessir peningar fari til þeirra sem lögðu þá til, það er viðskiptavina fyrirtækjanna,“ segir Runólfur. Aðspurður hvort að menn séu mögulega að brjóta lög með arðgreiðslunum segir Runólfur: „Við teljum að það sé farið mjög á skjön við þann skilning sem hefur verið uppi varðandi þessa fjármuni. [...] Þessir sjóðir mynda þann stofn sem veldur því að það er hugsanlega neikvæð afkoma af greininni eins og til dæmis ökutækjatryggingum en svo kemur í ljós að það hefur verið ofáætlað í þessa sjóði, hressilega. [...] Það gerðist á vakt Fjármálaeftirlitsins og það er það sem við erum að gagnrýna.“ Tengdar fréttir Ný reikningsskil skapa milljarða í arð VÍS, Sjóvá og TM munu hafa greitt tæpa 30 milljarða til eigenda sinna frá 2013 gangi áform um arðgreiðslur og endurkaup hlutabréfa eftir. Félögin drógu úr afsláttum og hækkuðu iðgjöld í fyrra. Tryggingarekstur á að standa undir sér 2. mars 2016 14:00 Ofbýður framferði tryggingafélaganna Jóhanna Sigurðardóttir og Árni Snævarr vilja að gripið verði til aðgerða vegna arðgreiðslna tryggingarfélaganna. 3. mars 2016 10:51 „Fjármálaeftirlitið hefur lagt blessun sína yfir það að eigendur tryggingafélaganna tæmi bótasjóðina og stingi þeim í eigin vasa“ FÍB, Félag íslenskra bifreiðaeigenda, hefur sent Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra áskorun um að grípa tafarlaust til aðgerða til að stöðva milljarða arðgreiðslur sem tryggingafélögin hyggjast greiða hluthöfum sínum á næstu misserum. 6. mars 2016 11:47 Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira
„Við teljum að Fjármálaeftirlitið sé ekki að sinna hlutverki sínu að sinna hagsmunum neytenda. Þarna er um það að ræða að það er verið að tæma þessa svokölluðu bótasjóði til hluthafa. Bótasjóðirnir heita á tyllidögum eign vátryggingartaka þannig að það er mjög einkennilegt ef það er verið að breyta reikningsskilaaðferðum og það verða til einhverjir auknir fjármunir innan fyrirtækjanna þá sé það alveg sjálfsagt að taka þá fjármuni sem fram að þessu hafa verið teknir af viðskiptavinum og stinga þeim í vasa eigenda sem arði,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), í samtali við fréttastofu um arðgreiðslur tryggingafélaganna.FÍB hefur sent Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra, bréf þar sem skorað er á hann að grípa tafarlaust til aðgerða til að stöðva 8,5 milljarða arðgreiðslur sem tryggingafélögin hyggjast greiða hluthöfum sínum á næstu misserum. Runólfur vill að peningarnir fari frekar í það að lækka iðgjöld. „Við förum fram á það að þessir peningar fari til þeirra sem lögðu þá til, það er viðskiptavina fyrirtækjanna,“ segir Runólfur. Aðspurður hvort að menn séu mögulega að brjóta lög með arðgreiðslunum segir Runólfur: „Við teljum að það sé farið mjög á skjön við þann skilning sem hefur verið uppi varðandi þessa fjármuni. [...] Þessir sjóðir mynda þann stofn sem veldur því að það er hugsanlega neikvæð afkoma af greininni eins og til dæmis ökutækjatryggingum en svo kemur í ljós að það hefur verið ofáætlað í þessa sjóði, hressilega. [...] Það gerðist á vakt Fjármálaeftirlitsins og það er það sem við erum að gagnrýna.“
Tengdar fréttir Ný reikningsskil skapa milljarða í arð VÍS, Sjóvá og TM munu hafa greitt tæpa 30 milljarða til eigenda sinna frá 2013 gangi áform um arðgreiðslur og endurkaup hlutabréfa eftir. Félögin drógu úr afsláttum og hækkuðu iðgjöld í fyrra. Tryggingarekstur á að standa undir sér 2. mars 2016 14:00 Ofbýður framferði tryggingafélaganna Jóhanna Sigurðardóttir og Árni Snævarr vilja að gripið verði til aðgerða vegna arðgreiðslna tryggingarfélaganna. 3. mars 2016 10:51 „Fjármálaeftirlitið hefur lagt blessun sína yfir það að eigendur tryggingafélaganna tæmi bótasjóðina og stingi þeim í eigin vasa“ FÍB, Félag íslenskra bifreiðaeigenda, hefur sent Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra áskorun um að grípa tafarlaust til aðgerða til að stöðva milljarða arðgreiðslur sem tryggingafélögin hyggjast greiða hluthöfum sínum á næstu misserum. 6. mars 2016 11:47 Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira
Ný reikningsskil skapa milljarða í arð VÍS, Sjóvá og TM munu hafa greitt tæpa 30 milljarða til eigenda sinna frá 2013 gangi áform um arðgreiðslur og endurkaup hlutabréfa eftir. Félögin drógu úr afsláttum og hækkuðu iðgjöld í fyrra. Tryggingarekstur á að standa undir sér 2. mars 2016 14:00
Ofbýður framferði tryggingafélaganna Jóhanna Sigurðardóttir og Árni Snævarr vilja að gripið verði til aðgerða vegna arðgreiðslna tryggingarfélaganna. 3. mars 2016 10:51
„Fjármálaeftirlitið hefur lagt blessun sína yfir það að eigendur tryggingafélaganna tæmi bótasjóðina og stingi þeim í eigin vasa“ FÍB, Félag íslenskra bifreiðaeigenda, hefur sent Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra áskorun um að grípa tafarlaust til aðgerða til að stöðva milljarða arðgreiðslur sem tryggingafélögin hyggjast greiða hluthöfum sínum á næstu misserum. 6. mars 2016 11:47