Og nú að allt öðru… Líf Magneudóttir skrifar 7. mars 2016 00:00 Fyrir nokkru gekk grein manna á milli á netinu um eftirsjá fólks á dánarbeðinum. Það er skemmst frá því að segja að eftirsjáin fólst ekki í því að eiga stærra hús, betri bíl eða meiri pening heldur var það að hafa ekki lifað lífinu til fullnustu, leyft sér að vera hamingjusamur og sinnt börnunum sínum og vinum betur. Það eru ekki líflausir hlutir sem skilgreina okkur heldur eru það tengslin við okkur sjálf og annað fólk sem gerir það. Innihaldsríkt líf er líf sem við lifum í sátt við okkur sjálf en ekki í kapphlaupi við aðra, væntingar samfélagsins eða kröfuna frá atvinnulífinu. Svo virðist sem við þurfum að minna okkur á þetta reglulega. Þegar hrunið dundi yfir okkur fyrir átta árum fengum við einstakt tækifæri til að búa til nýja samfélagsgerð. Mörgum fræjum var sáð. Þjóðfundurinn og kosning til stjórnlagaþings voru ein af þeim. Fólk virtist tilbúið í að taka höndum saman og greiða úr misfellum samfélagsins: Jafna kjör fólks, uppræta áratuga sérhagsmunastefnu stjórnmálanna, koma á nýju stjórnskipulagi með nýrri stjórnarskrá, stöðva gegndarlausan ágang peningaaflanna á náttúru landsins og nýta sameiginlega sjóði í tryggt og endurgjaldslaust mennta- og heilbrigðiskerfi. Nýir flokkar komu fram á sjónarsviðið og ákall fólks um aukna aðkomu að ákvörðunum á sviði stjórnmálanna varð hávært. Fólk þráði breytingar.Samfélagsgerð í gíslingu Nú er 2016 runnið upp. Nýja samfélagsgerðin er í gíslingu núverandi stjórnarflokka og stuðningsmanna þeirra sem virðast helst hafa það á stefnuskrá sinni að færa auðmönnum aukna velmegun á kostnað almennings og vernda miðaldra grjóthrúgur. Misskiptingin heldur áfram að aukast og fátækt barna á Íslandi jókst mest af efnameiri ríkjum. Börn líða efnislegan skort. Á sama tíma hefur innflutningur á bílum stóraukist og bankar og fjármálafyrirtæki eru farin að borga út risabónusa og himinháar arðgreiðslur. Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins fá að stýra umræðunni um grunnstoðir samfélagins og sjá fyrir sér menntakerfi á forsendum markaðarins þar sem lögmál um framboð og eftirspurn skulu ráða menntun fólks. Það sama virðist gilda um heilbrigðiskerfið. Hugmyndafræðin um hagsæld og líðan þjóða er enn mæld í vergri landsframleiðslu og efnahagslegum hagvexti. Menn skulu vinna meira og lengur svo örfáar fjölskyldur á Íslandi geti notið lystisemda lífsins. Kapphlaupið sem var stöðvað 2008 er komið aftur af stað. Áður en hver íbúi landsins reimar á sig hlaupaskóna þá held ég að við ættum að minna okkur á greinina sem vikið var að hér að ofan. Við áttum ekki að reisa við gamla Ísland. Við þurfum nýja samfélagsgerð sem byggir á endurgjaldslausu mennta- og heilbrigðiskerfi, styttri vinnuviku, fullkomnu jafnrétti kynja, nýrri og róttækri stjórnarskrá, samfélagslega reknum fyrirtækjum, valdeflingu fólks og lýðræðisvæðingu stjórnmálanna. Það er löngu kominn tími til að kasta excel skjali markaðsaflanna og hugmyndafræði forneskjulegra valdhafa á haugana og færa völdin til fólksins. Þó fyrr hefði verið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru gekk grein manna á milli á netinu um eftirsjá fólks á dánarbeðinum. Það er skemmst frá því að segja að eftirsjáin fólst ekki í því að eiga stærra hús, betri bíl eða meiri pening heldur var það að hafa ekki lifað lífinu til fullnustu, leyft sér að vera hamingjusamur og sinnt börnunum sínum og vinum betur. Það eru ekki líflausir hlutir sem skilgreina okkur heldur eru það tengslin við okkur sjálf og annað fólk sem gerir það. Innihaldsríkt líf er líf sem við lifum í sátt við okkur sjálf en ekki í kapphlaupi við aðra, væntingar samfélagsins eða kröfuna frá atvinnulífinu. Svo virðist sem við þurfum að minna okkur á þetta reglulega. Þegar hrunið dundi yfir okkur fyrir átta árum fengum við einstakt tækifæri til að búa til nýja samfélagsgerð. Mörgum fræjum var sáð. Þjóðfundurinn og kosning til stjórnlagaþings voru ein af þeim. Fólk virtist tilbúið í að taka höndum saman og greiða úr misfellum samfélagsins: Jafna kjör fólks, uppræta áratuga sérhagsmunastefnu stjórnmálanna, koma á nýju stjórnskipulagi með nýrri stjórnarskrá, stöðva gegndarlausan ágang peningaaflanna á náttúru landsins og nýta sameiginlega sjóði í tryggt og endurgjaldslaust mennta- og heilbrigðiskerfi. Nýir flokkar komu fram á sjónarsviðið og ákall fólks um aukna aðkomu að ákvörðunum á sviði stjórnmálanna varð hávært. Fólk þráði breytingar.Samfélagsgerð í gíslingu Nú er 2016 runnið upp. Nýja samfélagsgerðin er í gíslingu núverandi stjórnarflokka og stuðningsmanna þeirra sem virðast helst hafa það á stefnuskrá sinni að færa auðmönnum aukna velmegun á kostnað almennings og vernda miðaldra grjóthrúgur. Misskiptingin heldur áfram að aukast og fátækt barna á Íslandi jókst mest af efnameiri ríkjum. Börn líða efnislegan skort. Á sama tíma hefur innflutningur á bílum stóraukist og bankar og fjármálafyrirtæki eru farin að borga út risabónusa og himinháar arðgreiðslur. Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins fá að stýra umræðunni um grunnstoðir samfélagins og sjá fyrir sér menntakerfi á forsendum markaðarins þar sem lögmál um framboð og eftirspurn skulu ráða menntun fólks. Það sama virðist gilda um heilbrigðiskerfið. Hugmyndafræðin um hagsæld og líðan þjóða er enn mæld í vergri landsframleiðslu og efnahagslegum hagvexti. Menn skulu vinna meira og lengur svo örfáar fjölskyldur á Íslandi geti notið lystisemda lífsins. Kapphlaupið sem var stöðvað 2008 er komið aftur af stað. Áður en hver íbúi landsins reimar á sig hlaupaskóna þá held ég að við ættum að minna okkur á greinina sem vikið var að hér að ofan. Við áttum ekki að reisa við gamla Ísland. Við þurfum nýja samfélagsgerð sem byggir á endurgjaldslausu mennta- og heilbrigðiskerfi, styttri vinnuviku, fullkomnu jafnrétti kynja, nýrri og róttækri stjórnarskrá, samfélagslega reknum fyrirtækjum, valdeflingu fólks og lýðræðisvæðingu stjórnmálanna. Það er löngu kominn tími til að kasta excel skjali markaðsaflanna og hugmyndafræði forneskjulegra valdhafa á haugana og færa völdin til fólksins. Þó fyrr hefði verið.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun