FME segir arðgreiðslur tryggingafélaga í samræmi við lög ingvar haraldsson skrifar 7. mars 2016 14:17 Fjármálaeftirlitið telur færslu FÍB uppfulla af rangfærslum. Fréttablaðið/GVA Fjármálaeftirlitið (FME) hefur ákveðið að svara gagnrýni Félags íslenskra bifreiðareigenda (FÍB) á störf sín. FÍB gagnrýndi FME harðlega um helgina og sagði að eftirlitið vanræki skyldur sínar við almenning og hugsi eingöngu um hag fjármálafyrirtækja og fjárfesta og hvatti fjármálaráðherra til að grípa til aðgerða. FME segir rangt sem komi fram á vef FÍB að eftirlitið geti skipað tryggingarfélögum „að endurgreiða vátryggingartökum eign þeirra í bótasjóðunum eða nota fjármunina til að lækka iðgjöld næstu árin.“ Fyrir því sé ekki lagastoð. Í 61. gr. laga um vátryggingarstarfsemi komi m.a. fram að vátryggingafélögum sé einungis heimilt að úthluta arði ef ljóst sé að kröfur um tilskilið lágmarksgjaldþol séu uppfylltar. Fyrirhugaðar arðgreiðslur félaganna séu í samræmi við núgildandi lög um vátryggingarstarfsemi. Félögin muni uppfylla lágmarkskröfur um gjaldþol eftir arðgreiðslu. Lagt er til að tryggingafélögin þrjú, VÍS, Sjóvá og TM greiði samanlagt 9,6 milljarð í arð, nær tvöfaldan hagnað síðasta árs. FME segir að á árunum 2009 til 2013 hafi ekki verið greiddur út arður hjá tryggingafélögunum og því séu uppsafnaðnaður hagnað sem félögin hafa verið að greiða út í arð síðustu tvö ár. Einnig sé rangt að bótasjóður sé eign vátryggingartakanna sjálfra. „Í því sambandi er rétt að benda á að til eru tvö félagaform utan um rekstur vátryggingafélaga, hlutafélög í eigu hluthafa og gagnkvæm vátryggingafélög sem eru í eigu vátryggingartakanna sjálfra. Í hlutafélögum má ráðstafa hagnaði í formi arðs til hluthafa en í gagnkvæmum vátryggingafélögum er hagnaði deilt til vátryggingartaka sjálfra í formi arðs eða með lægri iðgjöldum. Hins vegar er vert að benda á að stjórn vátryggingafélags og hluthafar þess hafa ákvörðunarvald um hvort og þá hvernig vátryggingartakar njóta góðs af hagnaði félagsins,“ segir á vef FME.Tryggingafélögin útskýri mál sittFME segir ámælisvert að hve litli leyti tryggingafélögin hafa útskýrt ástæður arðgreiðslnanna „Dæmi er um að vátryggingafélög hafi látið misskilning og rangtúlkanir óátaldar og með því ekki gætt nægilega að orðsporsáhættu. Fjármálaeftirlitið telur takmarkaða upplýsingagjöf vátryggingafélaganna gagnvart almenningi og hagsmunaaðilum, vegna fyrirhugaðra arðgreiðslna, vera ámælisverða,“ segir á vef FME. Íslensku tryggingafélögin séu eru rekin sem hlutafélög og eigu vátryggingartakar því ekki eignir sem félögin nota á móti vátryggingaskuld (bótasjóð) líkt og haldið hafi verið fram í umfjöllun FÍB.Grunnrekstur standi undir sérÞá sé mikilvægt að vátryggingafélög leggi áherslu á að grunnrekstur þeirra sé ekki rekinn með tapi, þar sem félögin geti ekki reitt sig á að fjárfestingartekjur séu stöðugar. „Miðað við sögulega afkomu af kjarnastarfsemi vátryggingafélaga má ætla að áhersla á vátryggingareksturinn hafi verið ófullnægjandi. Afkoma vátryggingafélaga hefur um árabil verið að miklu leyti háð afkomu af fjárfestingarstarfsemi.“Neytendur geti flutt sig milli félagiÞá vill FME árétta að neytendum sé heimilt að flytja sig milli tryggingarfélaga séu þeir ósáttir við að vera í viðskiptum við sitt tryggingarfélag. Þetta geti þeir gert hvenær sem er samkvæmt lagabreytingu frá því í júlí 2015. Tengdar fréttir Ný reikningsskil skapa milljarða í arð VÍS, Sjóvá og TM munu hafa greitt tæpa 30 milljarða til eigenda sinna frá 2013 gangi áform um arðgreiðslur og endurkaup hlutabréfa eftir. Félögin drógu úr afsláttum og hækkuðu iðgjöld í fyrra. Tryggingarekstur á að standa undir sér 2. mars 2016 14:00 Arðgreiðslur tryggingafélaganna: „Við förum fram á það að þessir peningar fari til þeirra sem lögðu þá til“ Formaður FÍB gagnrýnir milljarða arðgreiðslur tryggingafélaganna harðlega. 6. mars 2016 14:00 Ofbýður framferði tryggingafélaganna Jóhanna Sigurðardóttir og Árni Snævarr vilja að gripið verði til aðgerða vegna arðgreiðslna tryggingarfélaganna. 3. mars 2016 10:51 „Fjármálaeftirlitið hefur lagt blessun sína yfir það að eigendur tryggingafélaganna tæmi bótasjóðina og stingi þeim í eigin vasa“ FÍB, Félag íslenskra bifreiðaeigenda, hefur sent Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra áskorun um að grípa tafarlaust til aðgerða til að stöðva milljarða arðgreiðslur sem tryggingafélögin hyggjast greiða hluthöfum sínum á næstu misserum. 6. mars 2016 11:47 Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Fjármálaeftirlitið (FME) hefur ákveðið að svara gagnrýni Félags íslenskra bifreiðareigenda (FÍB) á störf sín. FÍB gagnrýndi FME harðlega um helgina og sagði að eftirlitið vanræki skyldur sínar við almenning og hugsi eingöngu um hag fjármálafyrirtækja og fjárfesta og hvatti fjármálaráðherra til að grípa til aðgerða. FME segir rangt sem komi fram á vef FÍB að eftirlitið geti skipað tryggingarfélögum „að endurgreiða vátryggingartökum eign þeirra í bótasjóðunum eða nota fjármunina til að lækka iðgjöld næstu árin.“ Fyrir því sé ekki lagastoð. Í 61. gr. laga um vátryggingarstarfsemi komi m.a. fram að vátryggingafélögum sé einungis heimilt að úthluta arði ef ljóst sé að kröfur um tilskilið lágmarksgjaldþol séu uppfylltar. Fyrirhugaðar arðgreiðslur félaganna séu í samræmi við núgildandi lög um vátryggingarstarfsemi. Félögin muni uppfylla lágmarkskröfur um gjaldþol eftir arðgreiðslu. Lagt er til að tryggingafélögin þrjú, VÍS, Sjóvá og TM greiði samanlagt 9,6 milljarð í arð, nær tvöfaldan hagnað síðasta árs. FME segir að á árunum 2009 til 2013 hafi ekki verið greiddur út arður hjá tryggingafélögunum og því séu uppsafnaðnaður hagnað sem félögin hafa verið að greiða út í arð síðustu tvö ár. Einnig sé rangt að bótasjóður sé eign vátryggingartakanna sjálfra. „Í því sambandi er rétt að benda á að til eru tvö félagaform utan um rekstur vátryggingafélaga, hlutafélög í eigu hluthafa og gagnkvæm vátryggingafélög sem eru í eigu vátryggingartakanna sjálfra. Í hlutafélögum má ráðstafa hagnaði í formi arðs til hluthafa en í gagnkvæmum vátryggingafélögum er hagnaði deilt til vátryggingartaka sjálfra í formi arðs eða með lægri iðgjöldum. Hins vegar er vert að benda á að stjórn vátryggingafélags og hluthafar þess hafa ákvörðunarvald um hvort og þá hvernig vátryggingartakar njóta góðs af hagnaði félagsins,“ segir á vef FME.Tryggingafélögin útskýri mál sittFME segir ámælisvert að hve litli leyti tryggingafélögin hafa útskýrt ástæður arðgreiðslnanna „Dæmi er um að vátryggingafélög hafi látið misskilning og rangtúlkanir óátaldar og með því ekki gætt nægilega að orðsporsáhættu. Fjármálaeftirlitið telur takmarkaða upplýsingagjöf vátryggingafélaganna gagnvart almenningi og hagsmunaaðilum, vegna fyrirhugaðra arðgreiðslna, vera ámælisverða,“ segir á vef FME. Íslensku tryggingafélögin séu eru rekin sem hlutafélög og eigu vátryggingartakar því ekki eignir sem félögin nota á móti vátryggingaskuld (bótasjóð) líkt og haldið hafi verið fram í umfjöllun FÍB.Grunnrekstur standi undir sérÞá sé mikilvægt að vátryggingafélög leggi áherslu á að grunnrekstur þeirra sé ekki rekinn með tapi, þar sem félögin geti ekki reitt sig á að fjárfestingartekjur séu stöðugar. „Miðað við sögulega afkomu af kjarnastarfsemi vátryggingafélaga má ætla að áhersla á vátryggingareksturinn hafi verið ófullnægjandi. Afkoma vátryggingafélaga hefur um árabil verið að miklu leyti háð afkomu af fjárfestingarstarfsemi.“Neytendur geti flutt sig milli félagiÞá vill FME árétta að neytendum sé heimilt að flytja sig milli tryggingarfélaga séu þeir ósáttir við að vera í viðskiptum við sitt tryggingarfélag. Þetta geti þeir gert hvenær sem er samkvæmt lagabreytingu frá því í júlí 2015.
Tengdar fréttir Ný reikningsskil skapa milljarða í arð VÍS, Sjóvá og TM munu hafa greitt tæpa 30 milljarða til eigenda sinna frá 2013 gangi áform um arðgreiðslur og endurkaup hlutabréfa eftir. Félögin drógu úr afsláttum og hækkuðu iðgjöld í fyrra. Tryggingarekstur á að standa undir sér 2. mars 2016 14:00 Arðgreiðslur tryggingafélaganna: „Við förum fram á það að þessir peningar fari til þeirra sem lögðu þá til“ Formaður FÍB gagnrýnir milljarða arðgreiðslur tryggingafélaganna harðlega. 6. mars 2016 14:00 Ofbýður framferði tryggingafélaganna Jóhanna Sigurðardóttir og Árni Snævarr vilja að gripið verði til aðgerða vegna arðgreiðslna tryggingarfélaganna. 3. mars 2016 10:51 „Fjármálaeftirlitið hefur lagt blessun sína yfir það að eigendur tryggingafélaganna tæmi bótasjóðina og stingi þeim í eigin vasa“ FÍB, Félag íslenskra bifreiðaeigenda, hefur sent Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra áskorun um að grípa tafarlaust til aðgerða til að stöðva milljarða arðgreiðslur sem tryggingafélögin hyggjast greiða hluthöfum sínum á næstu misserum. 6. mars 2016 11:47 Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Ný reikningsskil skapa milljarða í arð VÍS, Sjóvá og TM munu hafa greitt tæpa 30 milljarða til eigenda sinna frá 2013 gangi áform um arðgreiðslur og endurkaup hlutabréfa eftir. Félögin drógu úr afsláttum og hækkuðu iðgjöld í fyrra. Tryggingarekstur á að standa undir sér 2. mars 2016 14:00
Arðgreiðslur tryggingafélaganna: „Við förum fram á það að þessir peningar fari til þeirra sem lögðu þá til“ Formaður FÍB gagnrýnir milljarða arðgreiðslur tryggingafélaganna harðlega. 6. mars 2016 14:00
Ofbýður framferði tryggingafélaganna Jóhanna Sigurðardóttir og Árni Snævarr vilja að gripið verði til aðgerða vegna arðgreiðslna tryggingarfélaganna. 3. mars 2016 10:51
„Fjármálaeftirlitið hefur lagt blessun sína yfir það að eigendur tryggingafélaganna tæmi bótasjóðina og stingi þeim í eigin vasa“ FÍB, Félag íslenskra bifreiðaeigenda, hefur sent Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra áskorun um að grípa tafarlaust til aðgerða til að stöðva milljarða arðgreiðslur sem tryggingafélögin hyggjast greiða hluthöfum sínum á næstu misserum. 6. mars 2016 11:47