Ísland leikur tvo æfingaleiki gegn Noregi ytra í byrjun næsta mánaðar þrátt fyrir að liðið sé enn án þjálfara eftir að Aron Kristjánsson hætti eftir EM í Póllandi.
Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að það þrátt fyrir þá stöðu þurfi engu að síður að huga að framtíðinni.
Sjá einnig: Kristján vill þjálfa landsliðið | Langt síðan hann heyrði í HSÍ
„Þessir leikir voru ekki löngu ákveðnir. Fyrsta ósk okkar var að spila gegn Þýskalandi 9. og 10. apríl en það gekk ekki eftir,“ sagði Einar við Vísi í dag.
„Við þurfum að skipuleggja okkur fram í tímann þrátt fyrir að staðan með þjálfaramál sé eins og hún er,“ bætir hann við en það er Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, sem stýrir þjálfaraleitinni.
Sjá einnig: Ætla að finna nýjan landsliðsþjálfara í þessum mánuði
„Það eru nú enn fjórar vikur í þessa leiki og getur ýmislegt gerst á þeim tíma,“ sagði Einar.
„Þurfum að skipuleggja okkur þrátt fyrir þjálfaraleysið“

Tengdar fréttir

Kristján Arason vill þjálfa landsliðið | Langt síðan hann heyrði í HSÍ
Kristján Arason hefur áhuga á að taka að sér þjálfun íslenska landsliðsins.

Óskar Bjarni er tilbúinn að þjálfa landsliðið en ekki Gunnar
Það hafa ýmsir menn verið orðaðir við starf landsliðsþjálfara A-liðs karla í handbolta síðustu vikur. Nöfn manna sem hafa tengst liðinu á síðustu árum. Menn eins og Óskar Bjarni Óskarsson og Gunnar Magnússon.

Ætla að finna nýjan landsliðsþjálfara í þessum mánuði
Formaður HSÍ, Guðmundur B. Ólafsson, hefur engar áhyggjur þó svo ekki sé búið að finna arftaka Arons Kristjánssonar sem hætti í janúar. Ekki virðist vera búið að ræða við neinn þjálfara um að taka að sér starfið.

Ísland leikur gegn Noregi í apríl
Enn hefur ekki verið ráðinn landsliðsþjálfari eftir að Aron Kristjánsson hætti.