Segja Fjármálaeftirlitið ekki skilja hlutverk sitt Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2016 13:45 Vísir/GVA Félag íslenskra bifreiðaeigenda segir Fjármálaeftirlitið ekki skilja í hverju gagnrýni félagsins á aðhaldsleysi stofnunarinnar með tryggingafélögunum felist. FME skilji ekki hlutverk sitt. FÍB skoraði á dögunum á Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, að grípa til aðgerða vegna milljarða arðgreiðslna til eiganda tryggingafélaganna. Í tilkynningu frá FÍB sagði að FME hefði lagt blessun sína á að bótasjóðir yrðu tæmdir og stungið í vasa eigenda. Fjármálaeftirlitið svaraði gagnrýninni og sagði fyrirhugaðar arðgreiðslur í samræmi við lög. Þó væri ámælisvert að hve litlu leyti tryggingafélögin hafi útskýrt ástæður greiðslnanna. „FME telur að tryggingafélögin hafi ekki staðið sig sem skyldi við að réttlæta óeðlilegar arðgreiðslur. FME skilur ekki að það er ekkert að réttlæta. FME skilur ekki að gagnrýnin snýst um andvaraleysi stofnunarinnar þegar kemur að hagsmunum almennings. FME vanrækir þetta hlutverk sitt.“ Þetta kemur fram í nýrri yfirlýsingu frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda sem Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri, skrifar undir. Þar segir að FME ráðleggi tryggingartökum að skipta um tryggingafélag séu þeir ósáttir við arðgreiðslur. FÍB bendir á að þrjú stærstu félögin sem séu með um 90 prósent markaðshlutdeild sæti gagnrýni fyrir arðgreiðslur. „Hverju breytir fyrir viðskiptavin að fara frá einu slíku yfir í það næsta? Ljóst er að FME er ekki í tengslum við raunveruleikann.“Ekki óskyldir hlutir Þá segir einnig að eftirlitið láti eins og iðgjaldatekjur og fjárfestingatekjur tryggingafélaganna séu óskyldir hlutir. Það sé rangt. „Tryggingafélögin ávaxta fyrirframgreiddu iðgjöldin og þannig verða fjárfestingatekjurnar til. Sú ávöxtun á að vera í þágu viðskiptavina, en ekki bara eigenda félaganna. Samt telur FME þörf á iðgjaldahækkun af því að „tryggingahlutinn“ sé rekinn með tapi þó fjármálahlutinn skili hagnaði, rétt eins og hann sé óskyldur tryggingum.“ FÍB segir heildarafkomuna skipta máli þegar þörfin fyrir hækkun sé metin. „FME stendur með fyrirtækjunum gegn hagsmunum neytenda þegar það leggur blessun sína yfir iðgjaldahækkun hjá tryggingafélögunum sem taka á sama tíma milljarða króna í arð.“ Þá segir að FME hafni því að viðskiptavinir tryggingafélaganna eigi bótasjóðina og segi þá þar með í eigu félaganna sjálfra. FÍB segir það ganga gegn skilgreiningu tryggingafélaganna sjálfra. Þau hafi haldið því fram að sjóðirnir séu eign tjónþola og séu skuld við þá sem eigi eftir að lenda í tjónum.Sofandi á verðinum Auk þess heldur FÍB því fram að Fjármálaeftirlitið undirstriki sofandahátt síðust sex til sjö ára með því að segja ekki hafa lagaheimild til að skipa tryggingafélögunum að ráðstafa arðs til tryggingartaka sem byggt hafi upp bótasjóðina. Eftirlitinu hefði löngu átt að vera ljóst að sjóðirnir yrðu óþarfir með nýjum reiknireglum sem hafa verið innleiddar. „Þegar árið 2011 uppfylltu öll tryggingafélögin nýju kröfurnar. Þá þegar gat FME farið að vinna með tryggingafélögunum að því að láta þau skila bótasjóðunum til viðskiptavina með því einfaldlega að nýta þá til að greiða tjón. Á móti hefði verið hægt að lækka iðgjöld og þannig hefðu viðskiptavinir tryggingafélaganna fengið sjóðina endurgreidda.“ „En líkt og fyrri daginn virðast hagsmunir viðskiptavina tryggingafélaganna engu máli skipta fyrir FME, þó svo að stofnunin hafi þá lagaskyldu að gæta þeirra. Þess í stað stendur stofnunin þétt að baki fjármálafyrirtækjum sem mergsjúga almenning í skjóli fáokunar.“ FÍB segist ekki ver að berjast fyrir sínum hagsmunum heldur hagsmunum almennings. Væri rétt að málum staðið þyrftu þeir þess ekki. Það sé Fjármálaeftirlitsins að gæta hagsmuna almennings gagnvart tryggingafélögunum. Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Félag íslenskra bifreiðaeigenda segir Fjármálaeftirlitið ekki skilja í hverju gagnrýni félagsins á aðhaldsleysi stofnunarinnar með tryggingafélögunum felist. FME skilji ekki hlutverk sitt. FÍB skoraði á dögunum á Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, að grípa til aðgerða vegna milljarða arðgreiðslna til eiganda tryggingafélaganna. Í tilkynningu frá FÍB sagði að FME hefði lagt blessun sína á að bótasjóðir yrðu tæmdir og stungið í vasa eigenda. Fjármálaeftirlitið svaraði gagnrýninni og sagði fyrirhugaðar arðgreiðslur í samræmi við lög. Þó væri ámælisvert að hve litlu leyti tryggingafélögin hafi útskýrt ástæður greiðslnanna. „FME telur að tryggingafélögin hafi ekki staðið sig sem skyldi við að réttlæta óeðlilegar arðgreiðslur. FME skilur ekki að það er ekkert að réttlæta. FME skilur ekki að gagnrýnin snýst um andvaraleysi stofnunarinnar þegar kemur að hagsmunum almennings. FME vanrækir þetta hlutverk sitt.“ Þetta kemur fram í nýrri yfirlýsingu frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda sem Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri, skrifar undir. Þar segir að FME ráðleggi tryggingartökum að skipta um tryggingafélag séu þeir ósáttir við arðgreiðslur. FÍB bendir á að þrjú stærstu félögin sem séu með um 90 prósent markaðshlutdeild sæti gagnrýni fyrir arðgreiðslur. „Hverju breytir fyrir viðskiptavin að fara frá einu slíku yfir í það næsta? Ljóst er að FME er ekki í tengslum við raunveruleikann.“Ekki óskyldir hlutir Þá segir einnig að eftirlitið láti eins og iðgjaldatekjur og fjárfestingatekjur tryggingafélaganna séu óskyldir hlutir. Það sé rangt. „Tryggingafélögin ávaxta fyrirframgreiddu iðgjöldin og þannig verða fjárfestingatekjurnar til. Sú ávöxtun á að vera í þágu viðskiptavina, en ekki bara eigenda félaganna. Samt telur FME þörf á iðgjaldahækkun af því að „tryggingahlutinn“ sé rekinn með tapi þó fjármálahlutinn skili hagnaði, rétt eins og hann sé óskyldur tryggingum.“ FÍB segir heildarafkomuna skipta máli þegar þörfin fyrir hækkun sé metin. „FME stendur með fyrirtækjunum gegn hagsmunum neytenda þegar það leggur blessun sína yfir iðgjaldahækkun hjá tryggingafélögunum sem taka á sama tíma milljarða króna í arð.“ Þá segir að FME hafni því að viðskiptavinir tryggingafélaganna eigi bótasjóðina og segi þá þar með í eigu félaganna sjálfra. FÍB segir það ganga gegn skilgreiningu tryggingafélaganna sjálfra. Þau hafi haldið því fram að sjóðirnir séu eign tjónþola og séu skuld við þá sem eigi eftir að lenda í tjónum.Sofandi á verðinum Auk þess heldur FÍB því fram að Fjármálaeftirlitið undirstriki sofandahátt síðust sex til sjö ára með því að segja ekki hafa lagaheimild til að skipa tryggingafélögunum að ráðstafa arðs til tryggingartaka sem byggt hafi upp bótasjóðina. Eftirlitinu hefði löngu átt að vera ljóst að sjóðirnir yrðu óþarfir með nýjum reiknireglum sem hafa verið innleiddar. „Þegar árið 2011 uppfylltu öll tryggingafélögin nýju kröfurnar. Þá þegar gat FME farið að vinna með tryggingafélögunum að því að láta þau skila bótasjóðunum til viðskiptavina með því einfaldlega að nýta þá til að greiða tjón. Á móti hefði verið hægt að lækka iðgjöld og þannig hefðu viðskiptavinir tryggingafélaganna fengið sjóðina endurgreidda.“ „En líkt og fyrri daginn virðast hagsmunir viðskiptavina tryggingafélaganna engu máli skipta fyrir FME, þó svo að stofnunin hafi þá lagaskyldu að gæta þeirra. Þess í stað stendur stofnunin þétt að baki fjármálafyrirtækjum sem mergsjúga almenning í skjóli fáokunar.“ FÍB segist ekki ver að berjast fyrir sínum hagsmunum heldur hagsmunum almennings. Væri rétt að málum staðið þyrftu þeir þess ekki. Það sé Fjármálaeftirlitsins að gæta hagsmuna almennings gagnvart tryggingafélögunum.
Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira