Viðskipti innlent

Sjóvá hagnaðist um 2,7 milljarða

Sæunn Gísladóttir skrifar
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár segir afkomu á þriðja ársfjórðungi vera afar góða.
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár segir afkomu á þriðja ársfjórðungi vera afar góða. vísir/gva
Sjóvá-Almennar tryggingar hf hagnaðist um 1,3 milljarða á þriðja ársfjórðungi og um 2,7 milljarða á fyrstu níu mánuðum ársins. Afkoma af vátrygginastarfsemi nam 677 milljónum króna fyrir skatta og afskrift óefnislegra eigna á fyrstu níu mánuðum ársins. Afkoma af fjárfestingarstarfsemi nam 2,5 milljörðum króna fyrir skatta og afskrift óefnislegra eigna.

Á fjórðungnum jók félagið mest við eign sína í skráðum hlutabréfum og óverðtryggðum ríkisskuldabréfum. Ávöxtun eignasafnsins var 4,9% á fjórðungnum og vó þar þyngst að ávöxtun skráðra hlutabréfa var 13,9%.

„Afkoma Sjóvár á þriðja ársfjórðungi var afar góð og ræður þar mestu góð afkoma af fjárfestingarstarfsemi en hún var mun betri en að jafnaði má vænta. Afkoma af einstökum vátryggingagreinum er mjög mismunandi. Sumar greinar hafa komið fremur illa út vegna óveðurstjóna liðinn vetur og bifreiðatryggingar halda áfram að skila neikvæðri afkomu, en þegar hefur verið gripið til ráðstafana til að bæta afkomu þeirra,“ segir Hermann Björnsson, forstjóri í tilkynningu.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×