Kastalinn seldur án auglýsingar og hægt að græða mikið á breytingum Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. febrúar 2016 19:00 Kastali Hjálpræðishersins í Kirkjustræti var seldur án auglýsingar fyrir 630 milljónir króna fyrir milligöngu KPMG. Engin svör fást frá KPMG hvers vegna eignin var ekki auglýst. Kaupandi fasteignarinnar var félagið Kastali ehf. En engar upplýsingar eru að finna um það félag í fyrirtækjaskrá. Fyrirtækið greiddi 630 milljónir króna fyrir húsið, sem er 1.405 fermetrar og á að fá það afhent hinn 1. október næstkomandi. Hjálpræðisherinn mun samhliða sölunni hætta rekstri gistiheimilis líkt og hefur verið í herkastalanum um árabil. Þar sem eignin er skráð sem gistirými þarf kaupandi eignarinnar ekki að fá sérstakt leyfi vilji hann opna þar hótel. Það er meðal annars þetta sem gerir eignina svo verðmæta. Viðmælendur fréttastofunnar sem vinna við fasteignaþróun segja að hægt sé að endurinnrétta húsið sem hótel og selja það aftur með mörg hundruð milljóna króna hagnaði. Húsið er við einn eftirsóttasta stað á gjörvöllu Íslandi. Þá er spurningin, ef eignin er svona verðmæt og það er svona grimm eftirspurn, hvers vegna var húsið ekki auglýst og selt hæstbjóðanda? Einn viðmælandi fréttastofunnar furðar sig á því að eignin hafi ekki verið auglýst og í raun hafi eignin verið seld á mjög lágu verði miðað við undirliggjandi verðmæti hennar. Gunnar Eide yfirmaður Hjálpræðishersins á Íslandi vísaði á KPMG sem var ráðgjafi við sölu eignarinnar. Ólafur Ólafsson hjá KPMG sagði að engin sérstök skýring væri á því hvers vegna fasteignin hefði ekki verið auglýst til sölu. Hann sagðist jafnframt ekki vilja svara spurningum fréttastofunnar um málið. Að svo búnu lagði hann á. Mest lesið Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Kastali Hjálpræðishersins í Kirkjustræti var seldur án auglýsingar fyrir 630 milljónir króna fyrir milligöngu KPMG. Engin svör fást frá KPMG hvers vegna eignin var ekki auglýst. Kaupandi fasteignarinnar var félagið Kastali ehf. En engar upplýsingar eru að finna um það félag í fyrirtækjaskrá. Fyrirtækið greiddi 630 milljónir króna fyrir húsið, sem er 1.405 fermetrar og á að fá það afhent hinn 1. október næstkomandi. Hjálpræðisherinn mun samhliða sölunni hætta rekstri gistiheimilis líkt og hefur verið í herkastalanum um árabil. Þar sem eignin er skráð sem gistirými þarf kaupandi eignarinnar ekki að fá sérstakt leyfi vilji hann opna þar hótel. Það er meðal annars þetta sem gerir eignina svo verðmæta. Viðmælendur fréttastofunnar sem vinna við fasteignaþróun segja að hægt sé að endurinnrétta húsið sem hótel og selja það aftur með mörg hundruð milljóna króna hagnaði. Húsið er við einn eftirsóttasta stað á gjörvöllu Íslandi. Þá er spurningin, ef eignin er svona verðmæt og það er svona grimm eftirspurn, hvers vegna var húsið ekki auglýst og selt hæstbjóðanda? Einn viðmælandi fréttastofunnar furðar sig á því að eignin hafi ekki verið auglýst og í raun hafi eignin verið seld á mjög lágu verði miðað við undirliggjandi verðmæti hennar. Gunnar Eide yfirmaður Hjálpræðishersins á Íslandi vísaði á KPMG sem var ráðgjafi við sölu eignarinnar. Ólafur Ólafsson hjá KPMG sagði að engin sérstök skýring væri á því hvers vegna fasteignin hefði ekki verið auglýst til sölu. Hann sagðist jafnframt ekki vilja svara spurningum fréttastofunnar um málið. Að svo búnu lagði hann á.
Mest lesið Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira