Fjárfestar hafa áhuga á að greiða afborgun Fáfnis og auka hlutafé Ingvar Haraldsson skrifar 27. febrúar 2016 07:00 Danska fyrirtækið Sky Wind Energy lýsti áhuga á að að greiða 12 milljóna norskra króna afborgun sem Fáfnir Offshore átti að greiða til norsku skipasmíðastöðvarinnar Havyard, jafnvirði um 180 milljóna íslenskra króna, samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Félagið vildi einnig leggja fram hlutafé svo breyta mætti Fáfni Viking í þjónustuskip fyrir vindmyllur. Meðal þeirra sem standa á bak við Sky Wind Energy er danski fjárfestirinn Michael Svendsen, sem áður var útibússtjóri Jyske Bank í Danmörku. Því boði var hins vegar ekki tekið. „Þetta var eitt af nokkrum tilboðum sem okkur bárust en mitt mat var það að ég hefði ekki áhuga á að taka þeim, það voru margar ástæður fyrir því,“ segir Jóhannes Hauksson, stjórnarformaður Fáfnis og starfsmaður Íslandssjóða. Íslenskir lífeyrissjóðir eru stærstu hluthafar í Fáfni í gegnum sjóðina Horn II, sem Landsbréf, dótturfélag Landsbankans, rekur og sjóðinn Akur, sem Íslandssjóðir, dótturfélag Íslandsbanka, rekur. Eftir hluthafafund á miðvikudag er stefnt að því að hluthafar Fáfnis leggi meira fé í félagið. Þeim mun bjóðast að kaupa skuldabréf af fyrirtækinu í samræmi við eignarhlut þeirra til að fjármagna umrædda greiðslu til Havyard. Skuldabréfið mun bera 20 prósenta vexti og heimilt verður að breyta skuldabréfinu í hlutafé sem samsvarar meirihluta hlutafjár í Fáfni. Því mun eignarhlutur þeirra hluthafa sem ekki taka þátt í skuldabréfaútgáfunni þynnast út. Steingrímur Erlingsson, stofnandi Fáfnis, sem var sagt upp störfum sem forstjóra fyrirtækisins um miðjan desember, sagði í Kastljósi á þriðjudag að hann hefði viljað breyta Fáfni Viking úr olíuþjónustuskipi í skip sem þjónusta átti vindmyllur á hafi úti. Fáfnir var orðinn þátttakandi í útboði Siemens þar sem leigja átti Fáfni Viking sem slíkt þjónustuskip við vindmyllur til 15 ára. Jóhannes segir að Steingrímur hafi séð um samskipti Fáfnis við Siemens. Hins vegar hefðu Fáfni borist þær upplýsingar fyrir skemmstu að félagið hefði ekki komist áfram í næstu umferð í útboðinu. Á hluthafafundinum í vikunni var ákveðið að færa Fáfni Viking í sérstakt félag. „Þeir fjármunir sem fóru í það eru í hættu. Við erum að vinna að því með skipasmíðastöðinni Havyard að skoða með hvaða hætti er hægt að breyta því í þjónustuskip við vindmyllur á sjó. Það verður bara að koma í ljós hvaða þátt Fáfnir Offshore muni eiga í því til framtíðar,“ segir Jóhannes. Þá segir Jóhannes að komið sé á samkomulag við Sýslumanninn á Svalbarða um viðbótarútleigu skipsins Polarsyssel, sem Fáfnir á þegar, úr leigu í 6 mánuði á ári í 9 mánuði á ári. Verið sé að ganga frá skriflegum samningum þess efnis.Ásta Rut Jónasóttir stjórnarformaður Lífeyrissjóðs VRLífeyrissjóðir ráða engu hjá Fáfni Offshore„Við tókum ekki ákvörðun um kaupin á þessu fyrirtæki, það eru þessir sjóðir og stjórnir þar, sem taka þær ákvarðanir og svo er önnur stjórn yfir Fáfni,“ segir Ásta Rut Jónasdóttir, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Lífeyrissjóðurinn er stærsti einstaki hluthafinn í Akri og sá stærsti ásamt lífeyrissjóðnum Gildi í Horni II og á tæplega 20 prósenta hlut í hvoru félagi. Ásta segir Lífeyrissjóð verslunarmanna ekki fá upplýsingar um rekstur þeirra fyrritækja sem sjóðirnir hafi fjárfest í umfram það sem komi fram í uppgjörum og á aðalfundum þeirra. Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Danska fyrirtækið Sky Wind Energy lýsti áhuga á að að greiða 12 milljóna norskra króna afborgun sem Fáfnir Offshore átti að greiða til norsku skipasmíðastöðvarinnar Havyard, jafnvirði um 180 milljóna íslenskra króna, samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Félagið vildi einnig leggja fram hlutafé svo breyta mætti Fáfni Viking í þjónustuskip fyrir vindmyllur. Meðal þeirra sem standa á bak við Sky Wind Energy er danski fjárfestirinn Michael Svendsen, sem áður var útibússtjóri Jyske Bank í Danmörku. Því boði var hins vegar ekki tekið. „Þetta var eitt af nokkrum tilboðum sem okkur bárust en mitt mat var það að ég hefði ekki áhuga á að taka þeim, það voru margar ástæður fyrir því,“ segir Jóhannes Hauksson, stjórnarformaður Fáfnis og starfsmaður Íslandssjóða. Íslenskir lífeyrissjóðir eru stærstu hluthafar í Fáfni í gegnum sjóðina Horn II, sem Landsbréf, dótturfélag Landsbankans, rekur og sjóðinn Akur, sem Íslandssjóðir, dótturfélag Íslandsbanka, rekur. Eftir hluthafafund á miðvikudag er stefnt að því að hluthafar Fáfnis leggi meira fé í félagið. Þeim mun bjóðast að kaupa skuldabréf af fyrirtækinu í samræmi við eignarhlut þeirra til að fjármagna umrædda greiðslu til Havyard. Skuldabréfið mun bera 20 prósenta vexti og heimilt verður að breyta skuldabréfinu í hlutafé sem samsvarar meirihluta hlutafjár í Fáfni. Því mun eignarhlutur þeirra hluthafa sem ekki taka þátt í skuldabréfaútgáfunni þynnast út. Steingrímur Erlingsson, stofnandi Fáfnis, sem var sagt upp störfum sem forstjóra fyrirtækisins um miðjan desember, sagði í Kastljósi á þriðjudag að hann hefði viljað breyta Fáfni Viking úr olíuþjónustuskipi í skip sem þjónusta átti vindmyllur á hafi úti. Fáfnir var orðinn þátttakandi í útboði Siemens þar sem leigja átti Fáfni Viking sem slíkt þjónustuskip við vindmyllur til 15 ára. Jóhannes segir að Steingrímur hafi séð um samskipti Fáfnis við Siemens. Hins vegar hefðu Fáfni borist þær upplýsingar fyrir skemmstu að félagið hefði ekki komist áfram í næstu umferð í útboðinu. Á hluthafafundinum í vikunni var ákveðið að færa Fáfni Viking í sérstakt félag. „Þeir fjármunir sem fóru í það eru í hættu. Við erum að vinna að því með skipasmíðastöðinni Havyard að skoða með hvaða hætti er hægt að breyta því í þjónustuskip við vindmyllur á sjó. Það verður bara að koma í ljós hvaða þátt Fáfnir Offshore muni eiga í því til framtíðar,“ segir Jóhannes. Þá segir Jóhannes að komið sé á samkomulag við Sýslumanninn á Svalbarða um viðbótarútleigu skipsins Polarsyssel, sem Fáfnir á þegar, úr leigu í 6 mánuði á ári í 9 mánuði á ári. Verið sé að ganga frá skriflegum samningum þess efnis.Ásta Rut Jónasóttir stjórnarformaður Lífeyrissjóðs VRLífeyrissjóðir ráða engu hjá Fáfni Offshore„Við tókum ekki ákvörðun um kaupin á þessu fyrirtæki, það eru þessir sjóðir og stjórnir þar, sem taka þær ákvarðanir og svo er önnur stjórn yfir Fáfni,“ segir Ásta Rut Jónasdóttir, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Lífeyrissjóðurinn er stærsti einstaki hluthafinn í Akri og sá stærsti ásamt lífeyrissjóðnum Gildi í Horni II og á tæplega 20 prósenta hlut í hvoru félagi. Ásta segir Lífeyrissjóð verslunarmanna ekki fá upplýsingar um rekstur þeirra fyrritækja sem sjóðirnir hafi fjárfest í umfram það sem komi fram í uppgjörum og á aðalfundum þeirra.
Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira