Tímamót í heilsugæslu? 1. mars 2016 07:00 Sá sem hér ritar hefur sl. áratug í ræðu og riti varað við afleiðingum þess að heilbrigðisyfirvöld hlúi ekki nægilega að heilsugæslu á Íslandi. Þar er að finna grunnþjónustu í heilbrigðismálum og er mikilvægt að sú þjónusta sé reist á styrkum stoðum með víðtækum afleiðingum fyrir allt heilbrigðiskerfið. Frá því að ég kom heim eftir sérnám árið 1999 hefur því miður verið langvinn undirmönnun heimilislækna. Skömmu eftir heimkomu stóð ég fyrir því í samvinnu við Landspítalann að sett var á laggirnar göngudeild sykursjúkra á Suðurnesjum og starfaði ég eftir það á 15 árum sem heimilislæknir, yfirlæknir og í bráðaþjónustu í mörgum landshlutum. Á sama tíma tók ég þátt í stjórnarstarfi meðal heimilislækna og í Læknafélagi Íslands. Allan þann tíma voru áhyggjur af undirmönnun til umfjöllunar og hafa heimilislæknar ekki haft mikla ástæðu til bjartsýni. Meðalaldur heimilislækna er hár og nýliðun hefur ekki verið nægileg sem er hið versta mál því móttaka heimilislækna er kjarni heilsugæslunnar og sá hluti sem viðkvæmastur er fyrir undirmönnun. Nú gerast hins vegar þau tíðindi að heilbrigðisráðherra boðar möguleika á fjölbreyttara rekstrarformi í heilsugæslu. Ekki stendur til frekar en endranær að einkavæða heilbrigðisþjónustu en heilbrigðisstarfsfólki verður gert kleift að reka heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu (fyrst um sinn) samkvæmt samningi við heilbrigðisyfirvöld en á sama tíma skal verða grundvallarbreyting á greiðslufyrirkomulagi. Fjármagn frá Sjúkratryggingum Íslands mun fylgja sjúkratryggðum allt eftir því hvaða heilsugæslustöð viðkomandi skjólstæðingur velur til að fá þjónustu frá. Ríkisreknu stöðvarnar halda áfram sinni starfsemi hér eftir sem hingað til en hinar nýju, einkareknu, bætast við og þar með fjölgar heilsugæslum. Persónulega hef ég góða reynslu af þessu einkarekstrar- og greiðslufyrirkomulagi sem ég kynntist við vinnu í Svíþjóð. Nú er að sjá hver viðbrögð verða við þessum nýju áherslum en ég get ekki annað en hrósað Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra fyrir hans viðleitni. Varla getur ástandið orðið verra við þessar breytingar og eitthvað verður að reyna til að efla heilsugæsluna um land allt. Staðreynd er að einhverjir tugir íslenskra lækna eru í heimilislæknasérnámi erlendis (aðallega á Norðurlöndum) eða eru þegar orðnir sérfræðingar í faginu. Fari svo að þessar nýjungar í rekstrarformi heilsugæslu leiði til þess að segjum 25 sérfræðingar kjósi að flytja heim og sumir þeirra vilji vinna í opinbera geiranum en aðrir á einkarekinni stöð, er ljóst að um mjög jákvæðar breytingar í mönnun heimilislækna er að ræða. Við skulum sjá hvað setur og vona það besta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sá sem hér ritar hefur sl. áratug í ræðu og riti varað við afleiðingum þess að heilbrigðisyfirvöld hlúi ekki nægilega að heilsugæslu á Íslandi. Þar er að finna grunnþjónustu í heilbrigðismálum og er mikilvægt að sú þjónusta sé reist á styrkum stoðum með víðtækum afleiðingum fyrir allt heilbrigðiskerfið. Frá því að ég kom heim eftir sérnám árið 1999 hefur því miður verið langvinn undirmönnun heimilislækna. Skömmu eftir heimkomu stóð ég fyrir því í samvinnu við Landspítalann að sett var á laggirnar göngudeild sykursjúkra á Suðurnesjum og starfaði ég eftir það á 15 árum sem heimilislæknir, yfirlæknir og í bráðaþjónustu í mörgum landshlutum. Á sama tíma tók ég þátt í stjórnarstarfi meðal heimilislækna og í Læknafélagi Íslands. Allan þann tíma voru áhyggjur af undirmönnun til umfjöllunar og hafa heimilislæknar ekki haft mikla ástæðu til bjartsýni. Meðalaldur heimilislækna er hár og nýliðun hefur ekki verið nægileg sem er hið versta mál því móttaka heimilislækna er kjarni heilsugæslunnar og sá hluti sem viðkvæmastur er fyrir undirmönnun. Nú gerast hins vegar þau tíðindi að heilbrigðisráðherra boðar möguleika á fjölbreyttara rekstrarformi í heilsugæslu. Ekki stendur til frekar en endranær að einkavæða heilbrigðisþjónustu en heilbrigðisstarfsfólki verður gert kleift að reka heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu (fyrst um sinn) samkvæmt samningi við heilbrigðisyfirvöld en á sama tíma skal verða grundvallarbreyting á greiðslufyrirkomulagi. Fjármagn frá Sjúkratryggingum Íslands mun fylgja sjúkratryggðum allt eftir því hvaða heilsugæslustöð viðkomandi skjólstæðingur velur til að fá þjónustu frá. Ríkisreknu stöðvarnar halda áfram sinni starfsemi hér eftir sem hingað til en hinar nýju, einkareknu, bætast við og þar með fjölgar heilsugæslum. Persónulega hef ég góða reynslu af þessu einkarekstrar- og greiðslufyrirkomulagi sem ég kynntist við vinnu í Svíþjóð. Nú er að sjá hver viðbrögð verða við þessum nýju áherslum en ég get ekki annað en hrósað Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra fyrir hans viðleitni. Varla getur ástandið orðið verra við þessar breytingar og eitthvað verður að reyna til að efla heilsugæsluna um land allt. Staðreynd er að einhverjir tugir íslenskra lækna eru í heimilislæknasérnámi erlendis (aðallega á Norðurlöndum) eða eru þegar orðnir sérfræðingar í faginu. Fari svo að þessar nýjungar í rekstrarformi heilsugæslu leiði til þess að segjum 25 sérfræðingar kjósi að flytja heim og sumir þeirra vilji vinna í opinbera geiranum en aðrir á einkarekinni stöð, er ljóst að um mjög jákvæðar breytingar í mönnun heimilislækna er að ræða. Við skulum sjá hvað setur og vona það besta.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun