Viðskipti innlent

166 milljóna gjaldþrot Metro-mannsins

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Jón Garðar Ögmundsson
Jón Garðar Ögmundsson vísir
Jón Garðar Ögmundsson, fyrrverandi rekstaraðili McDonald‘s á Íslandi og veitingastaðarins Metro, er gjaldþrota. Bú hans hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta en lýstar kröfur í það námu rúmum 166 milljónum króna. Engar eignir fundust hins vegar í búinu þannig að engar greiðslur fengust upp í kröfurnar.

Sjá einnig: Segir að skatturinn hafi „spilað með“

Í fyrra hlaut Jón Garðar tvívegis dóm fyrir skattsvik. Annars vegar var hann dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að standa ekki skil á opinberum gjöldum sem haldið var eftir af launum starfsmanna McDonald‘s og síðar Metro eftir að McDonald‘s hætti. Staðirnir voru báðir reknir af fyrirtækinu Lyst ehf. sem Jón Garðar fór fyrir.

Brotin áttu sér stað árunum 2009 og 2010 en skattsvikin námu rúmum 22 milljónum krónum. Þá var Jón Garðar var dæmdur til að greiða sekt upp á 45 milljónir króna.

Sjá einnig: Jón Garðar dæmdur í tólf mánaða fangelsi

Hins vegar var Jón Garðar dæmdur í 12 mánaða fangelsi, þar af 9 mánuði skilorðsbundna, fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum fyrir að hafa ekki staðið skil á opinberum gjöldum sem haldið var eftir af launum starfsmanna veitingastaðarins Metro á árunum 2011 og 2012. Námu skattsvikin 35 milljónum króna og var Jón Garðar dæmdur til að greiða 70 milljóna króna sekt í ríkissjóð vegna þeirra.  


Tengdar fréttir

Skattsvik upp á tæpar 60 milljónir króna

Jón Garðar Ögmundsson, rekstraraðili McDonald's á Íslandi og síðar Metro, hefur í tvígang verið ákærður fyrir skattsvik. Héraðsdómur sakfelldi hann í öðru málinu á síðasta ári en aðalmeðferð í hinu málinu fer fram eftir mánuð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×