Jón Garðar dæmdur í tólf mánaða fangelsi Samúel Karl Ólason skrifar 26. mars 2015 08:56 Jón Garðar Ögmundsson. Vísir/Vilhelm Jón Garðar Ögmundsson, fyrrverandi rekstraraðili McDonald‘s á Íslandi og veitingastaðarins Metro, var í gær dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum. Þar að auki dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur Jón Garðar til að greiða 70 milljónir króna í ríkissjóð innan fjögurra vikna. Níu mánuðir af tólf eru skilorðsbundnir til þriggja ára. Hæstiréttur staðfesti í febrúar fimm mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir Jóni Garðari fyrir að standa ekki skil á opinberum gjöldum sem haldið var eftir af launum starfsmanna McDonald‘s og síðar Metro eftir að McDonald‘s hætti. Þetta mál snýr þó að einkahlutafélaginu Líf og heilsu og var Ásgerður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins einnig ákærð. Þeim var gert að hafa framið sama brot og framið var hjá McDonald´s og Metro. Samtals 33.861.435 krónur hvað varðar Ásgerði og 34.960.099 krónur hvað varðar Jón Garðar. Bæði neituðu þau sök. Fyrir dómi sagðist fyrrum bókari Lífs og Heilsu ehff. hafa starfað með Jóni Garðari við bókhald félagsins. Hún sagðist ekki hafa átt mikil samskipti við Ásgerði og hafi ekki litið á hana sem yfirmann sinn varðandi bókhald og rekstur. Hún hafi einungis tekið við fyrirmælum frá Jóni Garðari. Ásgerður var alfarið sýknuð af ákæru í málinu. Í dómnum segir að hún hafi ekki verið starfandi sem eiginlegur framkvæmdastjóri, þó hún hafi verið skráð sem slík. Jón Garðar sagðist hafa starfað sem framkvæmdastjóri og stjórnarmaður og þannig borið ábyrgð á rekstrinum. Málsvarnarlaun verjanda Ásgerðar greiðast úr ríkissjóði. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í heild sinni má lesa hér. Tengdar fréttir Ákærð fyrir tugmilljóna skattsvik: Segir að skatturinn hafi „spilað með“ Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn Jóni Garðari Ögmundssyni og Ásgerði Guðmundsdóttur vegna skattsvika tengdum veitingastaðnum Metro fór fram í héraðsdómi í gær. 18. mars 2015 00:01 Skattsvik upp á tæpar 60 milljónir króna Jón Garðar Ögmundsson, rekstraraðili McDonald's á Íslandi og síðar Metro, hefur í tvígang verið ákærður fyrir skattsvik. Héraðsdómur sakfelldi hann í öðru málinu á síðasta ári en aðalmeðferð í hinu málinu fer fram eftir mánuð. 17. febrúar 2015 11:09 Fimm mánaða dómur staðfestur yfir Jóni Garðari Hæstiréttur staðfesti í dag fimm mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir Jóni Garðari Ögmundssyni, fyrrverandi rekstraraðila McDonald's á Íslandi og veitingastaðarins Metro. 19. febrúar 2015 16:30 Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Jón Garðar Ögmundsson, fyrrverandi rekstraraðili McDonald‘s á Íslandi og veitingastaðarins Metro, var í gær dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum. Þar að auki dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur Jón Garðar til að greiða 70 milljónir króna í ríkissjóð innan fjögurra vikna. Níu mánuðir af tólf eru skilorðsbundnir til þriggja ára. Hæstiréttur staðfesti í febrúar fimm mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir Jóni Garðari fyrir að standa ekki skil á opinberum gjöldum sem haldið var eftir af launum starfsmanna McDonald‘s og síðar Metro eftir að McDonald‘s hætti. Þetta mál snýr þó að einkahlutafélaginu Líf og heilsu og var Ásgerður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins einnig ákærð. Þeim var gert að hafa framið sama brot og framið var hjá McDonald´s og Metro. Samtals 33.861.435 krónur hvað varðar Ásgerði og 34.960.099 krónur hvað varðar Jón Garðar. Bæði neituðu þau sök. Fyrir dómi sagðist fyrrum bókari Lífs og Heilsu ehff. hafa starfað með Jóni Garðari við bókhald félagsins. Hún sagðist ekki hafa átt mikil samskipti við Ásgerði og hafi ekki litið á hana sem yfirmann sinn varðandi bókhald og rekstur. Hún hafi einungis tekið við fyrirmælum frá Jóni Garðari. Ásgerður var alfarið sýknuð af ákæru í málinu. Í dómnum segir að hún hafi ekki verið starfandi sem eiginlegur framkvæmdastjóri, þó hún hafi verið skráð sem slík. Jón Garðar sagðist hafa starfað sem framkvæmdastjóri og stjórnarmaður og þannig borið ábyrgð á rekstrinum. Málsvarnarlaun verjanda Ásgerðar greiðast úr ríkissjóði. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í heild sinni má lesa hér.
Tengdar fréttir Ákærð fyrir tugmilljóna skattsvik: Segir að skatturinn hafi „spilað með“ Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn Jóni Garðari Ögmundssyni og Ásgerði Guðmundsdóttur vegna skattsvika tengdum veitingastaðnum Metro fór fram í héraðsdómi í gær. 18. mars 2015 00:01 Skattsvik upp á tæpar 60 milljónir króna Jón Garðar Ögmundsson, rekstraraðili McDonald's á Íslandi og síðar Metro, hefur í tvígang verið ákærður fyrir skattsvik. Héraðsdómur sakfelldi hann í öðru málinu á síðasta ári en aðalmeðferð í hinu málinu fer fram eftir mánuð. 17. febrúar 2015 11:09 Fimm mánaða dómur staðfestur yfir Jóni Garðari Hæstiréttur staðfesti í dag fimm mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir Jóni Garðari Ögmundssyni, fyrrverandi rekstraraðila McDonald's á Íslandi og veitingastaðarins Metro. 19. febrúar 2015 16:30 Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Ákærð fyrir tugmilljóna skattsvik: Segir að skatturinn hafi „spilað með“ Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn Jóni Garðari Ögmundssyni og Ásgerði Guðmundsdóttur vegna skattsvika tengdum veitingastaðnum Metro fór fram í héraðsdómi í gær. 18. mars 2015 00:01
Skattsvik upp á tæpar 60 milljónir króna Jón Garðar Ögmundsson, rekstraraðili McDonald's á Íslandi og síðar Metro, hefur í tvígang verið ákærður fyrir skattsvik. Héraðsdómur sakfelldi hann í öðru málinu á síðasta ári en aðalmeðferð í hinu málinu fer fram eftir mánuð. 17. febrúar 2015 11:09
Fimm mánaða dómur staðfestur yfir Jóni Garðari Hæstiréttur staðfesti í dag fimm mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir Jóni Garðari Ögmundssyni, fyrrverandi rekstraraðila McDonald's á Íslandi og veitingastaðarins Metro. 19. febrúar 2015 16:30