Bréf til Þorvalds Katrín Jakobsdóttir skrifar 2. febrúar 2016 07:00 Þorvaldur Þorvaldsson sendir mér opið bréf í Fréttablaðinu þann 29. janúar síðastliðinn vegna afstöðu Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs til viðskiptaþvingana gegn Rússlandi sem hafa leitt af sér mótaðgerðir sem komið hafa hart niður á íslenskum fyrirtækjum. Fyrst er rétt að taka fram að ákvörðun um stuðning Íslands við þessar aðgerðir var tekin af utanríkisráðherra og síðan kynnt fyrir utanríkismálanefnd. Alþingi tekur því ekki þátt í þessari ákvörðun. Þegar aðgerðirnar voru endurnýjaðar gerði ég sem þáverandi fulltrúi flokksins í utanríkismálanefnd Alþingis almennan fyrirvara við að mér þætti markmiðin með aðgerðunum óskýr og ekki ljóst hvernig meta ætti árangur af þeim. Enda þótt viðskiptaþvinganir hafi færst í vöxt að undanförnu og Ísland sé aðili að slíkum þvingunum gagnvart töluvert mörgum ríkjum þá verður að hafa það í huga að þær koma ekki í stað pólitískra lausna, geta bitnað verst á saklausum almenningi og jafnvel valdið stigmögnun átaka eins og þekkt er í sögunni, nú nýlega í tilfelli Íraks. Þá er ekki endilega mikið samræmi í því hvaða þjóðir eru beittar viðskiptaþvingunum af vestrænum ríkjum. Þannig er til dæmis erfitt að átta sig á andstöðu þeirra flokka er nú skipa ríkisstjórn Íslands við aðgerðir Reykjavíkurborgar gegn fyrirtækjum í landnemabyggðum í Ísrael á seinastliðnu ári. Ég hef fullan skilning á því ef Þorvaldur telur lítið samræmi í afstöðu Íslendinga til ýmissa deilumála um heim allan en þar er ekki við Vinstrihreyfinguna – grænt framboð að sakast sem hefur aldrei farið með forræði yfir utanríkismálum í ríkisstjórn Íslands.Horfa verður á heildarmyndina Almennt séð verður að undirstrika að við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði teljum mjög mikilvægt að standa vörð um fullveldi þjóða og erum ekki sátt við að landamærum ríkja sé breytt í skjóli hervalds, eins og í raunin var á Krímskaga. Þó að vissulega hafi verið leitað eftir vilja íbúanna í þjóðaratkvæðagreiðslu voru aðstæður þegar hún var framkvæmd ekki ákjósanlegar. Hins vegar er útþensla Atlantshafsbandalagsins í Austur-Evrópu síður en svo æskileg þróun og ekki líkleg til að stuðla að friði á þessu svæði. Það nægir ekki að tala einungis um samstöðu vestrænna ríkja í þessu dæmi heldur verður að horfa á heildarmyndina, þar er mikilvægast að leita leiða til að finna pólitíska lausn á deilum Rússlands og Úkraínu. Viðskiptaþvinganir hafa gagnast í undantekningatilfellum en koma sjaldnast í stað pólitískra lausna. Þær ófriðarhorfur sem víða eru í heiminum um þessar mundir ættu að vera sérstakur hvati til að leita friðsamlegra lausna sem víðast. Fyrirvari minn við þetta mál snýst um að við þurfum að meta hvort viðskiptaþvinganir sem þessar leiði til friðsamlegra lausna. Allt hefur þetta þó þegar komið fram í fréttum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Þorvaldur Þorvaldsson sendir mér opið bréf í Fréttablaðinu þann 29. janúar síðastliðinn vegna afstöðu Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs til viðskiptaþvingana gegn Rússlandi sem hafa leitt af sér mótaðgerðir sem komið hafa hart niður á íslenskum fyrirtækjum. Fyrst er rétt að taka fram að ákvörðun um stuðning Íslands við þessar aðgerðir var tekin af utanríkisráðherra og síðan kynnt fyrir utanríkismálanefnd. Alþingi tekur því ekki þátt í þessari ákvörðun. Þegar aðgerðirnar voru endurnýjaðar gerði ég sem þáverandi fulltrúi flokksins í utanríkismálanefnd Alþingis almennan fyrirvara við að mér þætti markmiðin með aðgerðunum óskýr og ekki ljóst hvernig meta ætti árangur af þeim. Enda þótt viðskiptaþvinganir hafi færst í vöxt að undanförnu og Ísland sé aðili að slíkum þvingunum gagnvart töluvert mörgum ríkjum þá verður að hafa það í huga að þær koma ekki í stað pólitískra lausna, geta bitnað verst á saklausum almenningi og jafnvel valdið stigmögnun átaka eins og þekkt er í sögunni, nú nýlega í tilfelli Íraks. Þá er ekki endilega mikið samræmi í því hvaða þjóðir eru beittar viðskiptaþvingunum af vestrænum ríkjum. Þannig er til dæmis erfitt að átta sig á andstöðu þeirra flokka er nú skipa ríkisstjórn Íslands við aðgerðir Reykjavíkurborgar gegn fyrirtækjum í landnemabyggðum í Ísrael á seinastliðnu ári. Ég hef fullan skilning á því ef Þorvaldur telur lítið samræmi í afstöðu Íslendinga til ýmissa deilumála um heim allan en þar er ekki við Vinstrihreyfinguna – grænt framboð að sakast sem hefur aldrei farið með forræði yfir utanríkismálum í ríkisstjórn Íslands.Horfa verður á heildarmyndina Almennt séð verður að undirstrika að við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði teljum mjög mikilvægt að standa vörð um fullveldi þjóða og erum ekki sátt við að landamærum ríkja sé breytt í skjóli hervalds, eins og í raunin var á Krímskaga. Þó að vissulega hafi verið leitað eftir vilja íbúanna í þjóðaratkvæðagreiðslu voru aðstæður þegar hún var framkvæmd ekki ákjósanlegar. Hins vegar er útþensla Atlantshafsbandalagsins í Austur-Evrópu síður en svo æskileg þróun og ekki líkleg til að stuðla að friði á þessu svæði. Það nægir ekki að tala einungis um samstöðu vestrænna ríkja í þessu dæmi heldur verður að horfa á heildarmyndina, þar er mikilvægast að leita leiða til að finna pólitíska lausn á deilum Rússlands og Úkraínu. Viðskiptaþvinganir hafa gagnast í undantekningatilfellum en koma sjaldnast í stað pólitískra lausna. Þær ófriðarhorfur sem víða eru í heiminum um þessar mundir ættu að vera sérstakur hvati til að leita friðsamlegra lausna sem víðast. Fyrirvari minn við þetta mál snýst um að við þurfum að meta hvort viðskiptaþvinganir sem þessar leiði til friðsamlegra lausna. Allt hefur þetta þó þegar komið fram í fréttum.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar