Körfubolti

Jerome Hill: Þungu fargi af mér létt að vera kominn frá Tindastól

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jerome Hill var ekki ánægður á Sauðárkróki.
Jerome Hill var ekki ánægður á Sauðárkróki. Vísir/Ernir
Jerome Hill vantaði aðeins tvær stoðsendingar í þrennuna í sínum fyrsta leik með Keflavík í kvöld en hann var með 22 stig, 11 fráköst og 8 stoðsendingar á 29 mínútum í 131-112 sigri á Snæfelli.

Jerome Hill stóð sig mjög vel í leiknum en hann kom í staðinn fyrir Earl Brown sem Keflvíkingar sendu heim í síðustu viku.

„Ég tel að ég geti gert betur en Earl Brown gerði. Ég er liðsmaður, ég legg mig fram og ég vill leggja mitt að mörkum til þess að vinna. Ég vil spila góða vörn," sagði Jerome Hill í samtali við Svein Ólaf Magnússon eftir leikinn í kvöld.

Jerome Hill er strax farinn að kunna betur við sig í Keflavík en á Sauðárkróki en Tindastólsmenn létu hann fara eftir tap á móti Haukum í síðustu viku.

„Fólkið hérna hefur tekið vel á móti mér frá fyrsta degi. Það er þungu fargi af mér létt eftir að ég fór frá Tindastól. Ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því að ég verði skammaður ef ég geri mistök. Þetta er körfubolti og við gerum mistök. Mér finnst mér vera frjáls,” segir Jerome Hill,  greinilega sáttur við vistaskiptin.

Jerome Hill var með 17,6 stig,  10,7 fráköst og 1,8 stoðsendingu að meðaltali í þrettán leikjum með Tindastólsliðinu en Tindatóll tapaði 8 af þessum 13 leikjum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×