Það er mjög erfitt að giska á sigurvegara fyrir lokahringinn á Farmers Insurance mótinu sem fram fer á Torrey Pines en 26 kylfingar eru á innan við fimm höggum frá efsta sætinu.
Suður-Kóreumaðurinn K.J. Choi og Bandaríkjamaðurinn Scott Brown leiða á níu höggum undir pari en Gary Woodland og Jimmy Walker koma þar á eftir á átta undir.
Aragrúi kylfinga kemur á sjö og og sex höggum undir pari og því ætti lokahringurinn að verða mjög spennandi þar sem margir eiga séns á titlinum og þeim 130 milljónum króna sem eru í verðlaunafé.
Tilþrif mótsins hingað til átti Bandaríkjamaðurinn Jason Gore en hann fékk ævinýralegan albatross á 18. holu þar sem hann setti niður 230 metra innáhögg.
Lokahringurinn á Torrey Pines verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 18:00.
Margir kylfingar í toppbaráttunni fyrir lokahringinn á Torrey Pines

Mest lesið

Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti

Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti


„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn



Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn
Íslenski boltinn

