Bankinn HSBC hefur sett bann við allar nýjar ráðningar og launahækkanir árið 2016 til að draga úr rekstrarkostnaði.
HSBC er stærsti lánveitari í Evrópu og er í miðjum niðurskurði með það að markmiði að draga úr 3,5 milljörðum punda, jafnvirði 650 milljörðum íslenskra króna, í rekstrarkostnaði á árinu.
Auk þess verður skorið niður um 20 prósent starfa. Einnig er verið að skoða möguleikann á því að flytja höfuðstöðvar bankans frá London.
HSBC bannar ráðningar og launahækkanir árið 2016

Tengdar fréttir

HSBC íhugar að flytja höfuðstöðvarnar frá Bretlandi
HSBC mun ákveða hvort hann yfirgefi Bretland fyrir lok árs.

100 þúsund bankamenn misstu vinnuna á árinu
Fyrrverandi forstjóri Barclays telur að smáforrit og önnur tækni gætu leyst helming bankastarfsmanna af hólmi á næstu tíu árum.