„Með öllu óásættanlegt að setja eitt stærsta hjólbarðaverkstæði landsins nánast í anddyri Bónus“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. janúar 2016 14:22 Áætlað er að Costco opni við hlið Bónus í Kauptúni í Garðabæ síðar á þessu ári. vísir Í ábendingum frá Bónus vegna komu Costco hingað til lands kemur fram nokkur gagnrýni á dekkjaverkstæði sem skipulagstillaga við Kauptún í Garðabæ gerir ráð fyrir að verði á svæðinu, en bandarískja verslunarkeðjan hyggst reka umrætt verkstæði. Costco verður við hlið Bónus samkvæmt skipulagsbreytingum sem gera á við Kauptún, en áætlað er að verslunin opni síðar á þessu ári. Á fundi bæjarráðs Garðabæjar í gær var samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Kauptúns vegna lóða númer 1, 2 og 3 og nýrri lóð fyrir dælustöð. Minnisblað frá Finni Árnasyni, forstjóra Haga, með ábendingum Bónus var lagt fyrir fund bæjarráðs, en í því segir meðal annars um dekkjaverkstæði Costco: „Talið er með öllu óásættanlegt að setja eitt stærsta hjólbarðaverkstæði landsins nánast í anddyri Bónus. Engan vegin fari saman að reka matvöruverslun og dekkjaverkstæði eða bifreiðaþjónustu í því samneyti sem skipulagstillagan gerir ráð fyrir.“ Þá er það jafnframt rakið að leigusamningur Bónus tiltaki sérstaklega að um „verslunarmiðstöð“ sé að ræða við Kauptún og að dekkjaverkstæði eða bifreiðaþjónusta með þeim óþrifnaði og lykt sem því fylgir eigi hvorki heima í „verslunarmiðstöð“ né við anddyri matvöruverslunar.Forhýsi Costco ekki gert til að fela Bónus Í tillögu að viðbrögðum skipulagsnefndar við þessari ábendingu Bónus segir að starfsemi á borð við dekkjaverkstæði sé almennt leyfð á verslunar-og þjónustusvæðum samkvæmt aðalskipulagi. Þá séu fordæmi fyrir svipaðri starfsemi á svæðinu, það er í Kauptúni 6. Þá er jafnframt gerð athugasemd við forhýsi sem Costco áformar að reisa. Telur Bónus að „forhýsið sé út fyrir núverandi byggingarreit, umfram það sem hafi komið fram áður og skyggi með öllu á Bónus. Með öllu óásættanlegt sé að reynt sé að fela Bónus með þeim hætti sem skipulagstillagan gerir ráð fyrir; auknu byggingarmagni á þessum stað.“ Í tillögu að viðbrögðum skipulagsnefndar við þessu kemur fram að forhýsi Costco sé ekki gert til þess að fela Bónus „heldur til þess að laga bygginguna betur að þörfum nýrrar verslunar og afmarka nýjan aðalinngang hennar.“ Þá segir jafnframt að forhýsið fari ekki út fyrir núverandi byggingarreit. Þó geri sú sveigja sem nú sé á húsinu það að verkm að Bónus lendi í meira hvarfi en annars hefði orðið vegna forhýsisins en vilji sé til þess að koma til móts við verslunina til dæmis „með því að heimila skilti á lóðinni.“ Tengdar fréttir Telur að Costco muni frekar opna seinni part árs 2016 Bæjarstjóri Garðabæjar segist frekar trúa því að Costco opni seinni part, en fyrri part árs 2016. 29. september 2015 14:53 Costco byrjar að ráða starfsmenn í upphafi næsta árs Costco ætlar að ráða 160 starfsmenn á Íslandi til að byrja með en vonast til að þeir verði orðnir 250 að þremur árum liðnum. 18. júlí 2015 07:00 Costco kaupir landsvæði undir verslun og bensínstöð Vöruhús Costco í Kauptúni mun bjóða upp á þjónustu á borð við apótek, sölu sjóntækja og sjónmælingu, dekkjasölu og dekkjaverkstæði, bakarí og sælkeraverslun. 17. júlí 2015 09:44 Costco opnar verslun í Kauptúni Bandaríski smásölurisinn hyggst kaupa 14.000 fermetra verslunarhúsnæði i í Garðabæ og ætlar að opna þar verslun fyrir næstu jól. 17. desember 2014 19:56 Mest lesið Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira
Í ábendingum frá Bónus vegna komu Costco hingað til lands kemur fram nokkur gagnrýni á dekkjaverkstæði sem skipulagstillaga við Kauptún í Garðabæ gerir ráð fyrir að verði á svæðinu, en bandarískja verslunarkeðjan hyggst reka umrætt verkstæði. Costco verður við hlið Bónus samkvæmt skipulagsbreytingum sem gera á við Kauptún, en áætlað er að verslunin opni síðar á þessu ári. Á fundi bæjarráðs Garðabæjar í gær var samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Kauptúns vegna lóða númer 1, 2 og 3 og nýrri lóð fyrir dælustöð. Minnisblað frá Finni Árnasyni, forstjóra Haga, með ábendingum Bónus var lagt fyrir fund bæjarráðs, en í því segir meðal annars um dekkjaverkstæði Costco: „Talið er með öllu óásættanlegt að setja eitt stærsta hjólbarðaverkstæði landsins nánast í anddyri Bónus. Engan vegin fari saman að reka matvöruverslun og dekkjaverkstæði eða bifreiðaþjónustu í því samneyti sem skipulagstillagan gerir ráð fyrir.“ Þá er það jafnframt rakið að leigusamningur Bónus tiltaki sérstaklega að um „verslunarmiðstöð“ sé að ræða við Kauptún og að dekkjaverkstæði eða bifreiðaþjónusta með þeim óþrifnaði og lykt sem því fylgir eigi hvorki heima í „verslunarmiðstöð“ né við anddyri matvöruverslunar.Forhýsi Costco ekki gert til að fela Bónus Í tillögu að viðbrögðum skipulagsnefndar við þessari ábendingu Bónus segir að starfsemi á borð við dekkjaverkstæði sé almennt leyfð á verslunar-og þjónustusvæðum samkvæmt aðalskipulagi. Þá séu fordæmi fyrir svipaðri starfsemi á svæðinu, það er í Kauptúni 6. Þá er jafnframt gerð athugasemd við forhýsi sem Costco áformar að reisa. Telur Bónus að „forhýsið sé út fyrir núverandi byggingarreit, umfram það sem hafi komið fram áður og skyggi með öllu á Bónus. Með öllu óásættanlegt sé að reynt sé að fela Bónus með þeim hætti sem skipulagstillagan gerir ráð fyrir; auknu byggingarmagni á þessum stað.“ Í tillögu að viðbrögðum skipulagsnefndar við þessu kemur fram að forhýsi Costco sé ekki gert til þess að fela Bónus „heldur til þess að laga bygginguna betur að þörfum nýrrar verslunar og afmarka nýjan aðalinngang hennar.“ Þá segir jafnframt að forhýsið fari ekki út fyrir núverandi byggingarreit. Þó geri sú sveigja sem nú sé á húsinu það að verkm að Bónus lendi í meira hvarfi en annars hefði orðið vegna forhýsisins en vilji sé til þess að koma til móts við verslunina til dæmis „með því að heimila skilti á lóðinni.“
Tengdar fréttir Telur að Costco muni frekar opna seinni part árs 2016 Bæjarstjóri Garðabæjar segist frekar trúa því að Costco opni seinni part, en fyrri part árs 2016. 29. september 2015 14:53 Costco byrjar að ráða starfsmenn í upphafi næsta árs Costco ætlar að ráða 160 starfsmenn á Íslandi til að byrja með en vonast til að þeir verði orðnir 250 að þremur árum liðnum. 18. júlí 2015 07:00 Costco kaupir landsvæði undir verslun og bensínstöð Vöruhús Costco í Kauptúni mun bjóða upp á þjónustu á borð við apótek, sölu sjóntækja og sjónmælingu, dekkjasölu og dekkjaverkstæði, bakarí og sælkeraverslun. 17. júlí 2015 09:44 Costco opnar verslun í Kauptúni Bandaríski smásölurisinn hyggst kaupa 14.000 fermetra verslunarhúsnæði i í Garðabæ og ætlar að opna þar verslun fyrir næstu jól. 17. desember 2014 19:56 Mest lesið Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira
Telur að Costco muni frekar opna seinni part árs 2016 Bæjarstjóri Garðabæjar segist frekar trúa því að Costco opni seinni part, en fyrri part árs 2016. 29. september 2015 14:53
Costco byrjar að ráða starfsmenn í upphafi næsta árs Costco ætlar að ráða 160 starfsmenn á Íslandi til að byrja með en vonast til að þeir verði orðnir 250 að þremur árum liðnum. 18. júlí 2015 07:00
Costco kaupir landsvæði undir verslun og bensínstöð Vöruhús Costco í Kauptúni mun bjóða upp á þjónustu á borð við apótek, sölu sjóntækja og sjónmælingu, dekkjasölu og dekkjaverkstæði, bakarí og sælkeraverslun. 17. júlí 2015 09:44
Costco opnar verslun í Kauptúni Bandaríski smásölurisinn hyggst kaupa 14.000 fermetra verslunarhúsnæði i í Garðabæ og ætlar að opna þar verslun fyrir næstu jól. 17. desember 2014 19:56