Kaupmáttur og stórir árgangar hafa áhrif Óli Kristján Ármannsson skrifar 21. janúar 2016 06:00 Í nýrri greiningu hagfræðideildar Landsbankans á fasteignamarkaði kemur fram að verulega vanti á að framboð íbúða anni eftirspurn. Fréttablaðið/Vilhelm Óvíst er að fjölgun byggingarleyfa í borginni á síðasta ári og áætlanir um aukna íbúðabyggingu hafi áhrif á hækkun fasteignaverðs. Hagfræðideild Landsbankans gaf í gær út spá um 8,0 prósenta hækkun fasteignaverðs á ári næstu þrjú árin. Þá er í greiningu deildarinnar bent á að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hafi hækkað um 1,4 prósent á milli mánaða í desember og um 9,4 prósent frá fyrra ári.„Þetta eru mestu verðhækkanir milli ára sem sést hafa frá árinu 2007,“ segir þar. Höfuðborgarsvæðið sé hins vegar ekki með sérstöðu þegar kemur að hækkunum, þótt þær hafi verið mismunandi á milli bæja. „Sums staðar var hækkunin meiri eða álíka og á höfuðborgarsvæðinu.“ Reykjavíkurborg hefur greint frá því að á síðasta ári hafi verið gefin út nærri tvöfalt fleiri byggingarleyfi en árin þar á undan. Þá lagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fram á fundi borgarráðs í síðustu viku lista yfir næstu fjölbýlishúsalóðir sem borgin hafi til úthlutunar, en þar eru um 1.200 íbúðir, sem bætast við framkvæmdir á vegum einkaaðila. Ásgeir Jónsson, dósent við hagfræðideild HÍ og efnahagsráðgjafi Virðingar, segir ýmsa þætti ýta undir hækkandi fasteignaverð. Aukið framboð í borginni hafi lítil áhrif til skemmri tíma vegna þess hve fasteignir séu lengi í byggingu. „Þeir ná ekki að afhenda íbúðir fyrr en á næstu einu til tveimur árum,“ segir hann.Ásgeir Jónsson hagfræðingurÞá hafi fleiri þættir áhrif á íbúðaverð en framboðið. Meðal þess sem nú spili inn í sé aukning kaupmáttar og hærri laun. „Þetta er með mestu aukningu kaupmáttar sem við höfum séð í langan tíma,“ segir hann. Horfa þurfi aftur til áranna 1997 og 1998 til að sjá viðlíka aukningu. „Og það hefur náttúrlega áhrif á fasteignamarkaðinn. Að jafnaði hafa Íslendingar eytt um það bil einum fimmta af tekjum sínum í húsnæði.“ Að auki hafi áhrif að núna séu stórir árgangar að detta inn á þrítugsaldurinn, sem hafi áhrif á eftirspurnina. „Þessir tveir þættir, hækkun launa og aukin eftirspurn, setja töluverðan þrýsting á fasteignamarkaðinn.“ Við bætist svo að töluverðum fjölda íbúða hafi verið kippt út af fasteigna- og leigumarkaði vegna Airbnb og svo hafi byggingariðnaður verið mun seinni í gang en búist hafi verið við. „Hann datt alveg niður og við misstum allt of mikið af fólki og tækjum úr landi á sínum tíma. Það vantar bara verktakafyrirtæki.“ Þá bætist aukinn launakostnaður líka við hækkandi byggingarkostnað, sem einnig setji þrýsting á verð. Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Óvíst er að fjölgun byggingarleyfa í borginni á síðasta ári og áætlanir um aukna íbúðabyggingu hafi áhrif á hækkun fasteignaverðs. Hagfræðideild Landsbankans gaf í gær út spá um 8,0 prósenta hækkun fasteignaverðs á ári næstu þrjú árin. Þá er í greiningu deildarinnar bent á að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hafi hækkað um 1,4 prósent á milli mánaða í desember og um 9,4 prósent frá fyrra ári.„Þetta eru mestu verðhækkanir milli ára sem sést hafa frá árinu 2007,“ segir þar. Höfuðborgarsvæðið sé hins vegar ekki með sérstöðu þegar kemur að hækkunum, þótt þær hafi verið mismunandi á milli bæja. „Sums staðar var hækkunin meiri eða álíka og á höfuðborgarsvæðinu.“ Reykjavíkurborg hefur greint frá því að á síðasta ári hafi verið gefin út nærri tvöfalt fleiri byggingarleyfi en árin þar á undan. Þá lagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fram á fundi borgarráðs í síðustu viku lista yfir næstu fjölbýlishúsalóðir sem borgin hafi til úthlutunar, en þar eru um 1.200 íbúðir, sem bætast við framkvæmdir á vegum einkaaðila. Ásgeir Jónsson, dósent við hagfræðideild HÍ og efnahagsráðgjafi Virðingar, segir ýmsa þætti ýta undir hækkandi fasteignaverð. Aukið framboð í borginni hafi lítil áhrif til skemmri tíma vegna þess hve fasteignir séu lengi í byggingu. „Þeir ná ekki að afhenda íbúðir fyrr en á næstu einu til tveimur árum,“ segir hann.Ásgeir Jónsson hagfræðingurÞá hafi fleiri þættir áhrif á íbúðaverð en framboðið. Meðal þess sem nú spili inn í sé aukning kaupmáttar og hærri laun. „Þetta er með mestu aukningu kaupmáttar sem við höfum séð í langan tíma,“ segir hann. Horfa þurfi aftur til áranna 1997 og 1998 til að sjá viðlíka aukningu. „Og það hefur náttúrlega áhrif á fasteignamarkaðinn. Að jafnaði hafa Íslendingar eytt um það bil einum fimmta af tekjum sínum í húsnæði.“ Að auki hafi áhrif að núna séu stórir árgangar að detta inn á þrítugsaldurinn, sem hafi áhrif á eftirspurnina. „Þessir tveir þættir, hækkun launa og aukin eftirspurn, setja töluverðan þrýsting á fasteignamarkaðinn.“ Við bætist svo að töluverðum fjölda íbúða hafi verið kippt út af fasteigna- og leigumarkaði vegna Airbnb og svo hafi byggingariðnaður verið mun seinni í gang en búist hafi verið við. „Hann datt alveg niður og við misstum allt of mikið af fólki og tækjum úr landi á sínum tíma. Það vantar bara verktakafyrirtæki.“ Þá bætist aukinn launakostnaður líka við hækkandi byggingarkostnað, sem einnig setji þrýsting á verð.
Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira