Kaupmáttur og stórir árgangar hafa áhrif Óli Kristján Ármannsson skrifar 21. janúar 2016 06:00 Í nýrri greiningu hagfræðideildar Landsbankans á fasteignamarkaði kemur fram að verulega vanti á að framboð íbúða anni eftirspurn. Fréttablaðið/Vilhelm Óvíst er að fjölgun byggingarleyfa í borginni á síðasta ári og áætlanir um aukna íbúðabyggingu hafi áhrif á hækkun fasteignaverðs. Hagfræðideild Landsbankans gaf í gær út spá um 8,0 prósenta hækkun fasteignaverðs á ári næstu þrjú árin. Þá er í greiningu deildarinnar bent á að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hafi hækkað um 1,4 prósent á milli mánaða í desember og um 9,4 prósent frá fyrra ári.„Þetta eru mestu verðhækkanir milli ára sem sést hafa frá árinu 2007,“ segir þar. Höfuðborgarsvæðið sé hins vegar ekki með sérstöðu þegar kemur að hækkunum, þótt þær hafi verið mismunandi á milli bæja. „Sums staðar var hækkunin meiri eða álíka og á höfuðborgarsvæðinu.“ Reykjavíkurborg hefur greint frá því að á síðasta ári hafi verið gefin út nærri tvöfalt fleiri byggingarleyfi en árin þar á undan. Þá lagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fram á fundi borgarráðs í síðustu viku lista yfir næstu fjölbýlishúsalóðir sem borgin hafi til úthlutunar, en þar eru um 1.200 íbúðir, sem bætast við framkvæmdir á vegum einkaaðila. Ásgeir Jónsson, dósent við hagfræðideild HÍ og efnahagsráðgjafi Virðingar, segir ýmsa þætti ýta undir hækkandi fasteignaverð. Aukið framboð í borginni hafi lítil áhrif til skemmri tíma vegna þess hve fasteignir séu lengi í byggingu. „Þeir ná ekki að afhenda íbúðir fyrr en á næstu einu til tveimur árum,“ segir hann.Ásgeir Jónsson hagfræðingurÞá hafi fleiri þættir áhrif á íbúðaverð en framboðið. Meðal þess sem nú spili inn í sé aukning kaupmáttar og hærri laun. „Þetta er með mestu aukningu kaupmáttar sem við höfum séð í langan tíma,“ segir hann. Horfa þurfi aftur til áranna 1997 og 1998 til að sjá viðlíka aukningu. „Og það hefur náttúrlega áhrif á fasteignamarkaðinn. Að jafnaði hafa Íslendingar eytt um það bil einum fimmta af tekjum sínum í húsnæði.“ Að auki hafi áhrif að núna séu stórir árgangar að detta inn á þrítugsaldurinn, sem hafi áhrif á eftirspurnina. „Þessir tveir þættir, hækkun launa og aukin eftirspurn, setja töluverðan þrýsting á fasteignamarkaðinn.“ Við bætist svo að töluverðum fjölda íbúða hafi verið kippt út af fasteigna- og leigumarkaði vegna Airbnb og svo hafi byggingariðnaður verið mun seinni í gang en búist hafi verið við. „Hann datt alveg niður og við misstum allt of mikið af fólki og tækjum úr landi á sínum tíma. Það vantar bara verktakafyrirtæki.“ Þá bætist aukinn launakostnaður líka við hækkandi byggingarkostnað, sem einnig setji þrýsting á verð. Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Óvíst er að fjölgun byggingarleyfa í borginni á síðasta ári og áætlanir um aukna íbúðabyggingu hafi áhrif á hækkun fasteignaverðs. Hagfræðideild Landsbankans gaf í gær út spá um 8,0 prósenta hækkun fasteignaverðs á ári næstu þrjú árin. Þá er í greiningu deildarinnar bent á að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hafi hækkað um 1,4 prósent á milli mánaða í desember og um 9,4 prósent frá fyrra ári.„Þetta eru mestu verðhækkanir milli ára sem sést hafa frá árinu 2007,“ segir þar. Höfuðborgarsvæðið sé hins vegar ekki með sérstöðu þegar kemur að hækkunum, þótt þær hafi verið mismunandi á milli bæja. „Sums staðar var hækkunin meiri eða álíka og á höfuðborgarsvæðinu.“ Reykjavíkurborg hefur greint frá því að á síðasta ári hafi verið gefin út nærri tvöfalt fleiri byggingarleyfi en árin þar á undan. Þá lagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fram á fundi borgarráðs í síðustu viku lista yfir næstu fjölbýlishúsalóðir sem borgin hafi til úthlutunar, en þar eru um 1.200 íbúðir, sem bætast við framkvæmdir á vegum einkaaðila. Ásgeir Jónsson, dósent við hagfræðideild HÍ og efnahagsráðgjafi Virðingar, segir ýmsa þætti ýta undir hækkandi fasteignaverð. Aukið framboð í borginni hafi lítil áhrif til skemmri tíma vegna þess hve fasteignir séu lengi í byggingu. „Þeir ná ekki að afhenda íbúðir fyrr en á næstu einu til tveimur árum,“ segir hann.Ásgeir Jónsson hagfræðingurÞá hafi fleiri þættir áhrif á íbúðaverð en framboðið. Meðal þess sem nú spili inn í sé aukning kaupmáttar og hærri laun. „Þetta er með mestu aukningu kaupmáttar sem við höfum séð í langan tíma,“ segir hann. Horfa þurfi aftur til áranna 1997 og 1998 til að sjá viðlíka aukningu. „Og það hefur náttúrlega áhrif á fasteignamarkaðinn. Að jafnaði hafa Íslendingar eytt um það bil einum fimmta af tekjum sínum í húsnæði.“ Að auki hafi áhrif að núna séu stórir árgangar að detta inn á þrítugsaldurinn, sem hafi áhrif á eftirspurnina. „Þessir tveir þættir, hækkun launa og aukin eftirspurn, setja töluverðan þrýsting á fasteignamarkaðinn.“ Við bætist svo að töluverðum fjölda íbúða hafi verið kippt út af fasteigna- og leigumarkaði vegna Airbnb og svo hafi byggingariðnaður verið mun seinni í gang en búist hafi verið við. „Hann datt alveg niður og við misstum allt of mikið af fólki og tækjum úr landi á sínum tíma. Það vantar bara verktakafyrirtæki.“ Þá bætist aukinn launakostnaður líka við hækkandi byggingarkostnað, sem einnig setji þrýsting á verð.
Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira