Kaupmáttur og stórir árgangar hafa áhrif Óli Kristján Ármannsson skrifar 21. janúar 2016 06:00 Í nýrri greiningu hagfræðideildar Landsbankans á fasteignamarkaði kemur fram að verulega vanti á að framboð íbúða anni eftirspurn. Fréttablaðið/Vilhelm Óvíst er að fjölgun byggingarleyfa í borginni á síðasta ári og áætlanir um aukna íbúðabyggingu hafi áhrif á hækkun fasteignaverðs. Hagfræðideild Landsbankans gaf í gær út spá um 8,0 prósenta hækkun fasteignaverðs á ári næstu þrjú árin. Þá er í greiningu deildarinnar bent á að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hafi hækkað um 1,4 prósent á milli mánaða í desember og um 9,4 prósent frá fyrra ári.„Þetta eru mestu verðhækkanir milli ára sem sést hafa frá árinu 2007,“ segir þar. Höfuðborgarsvæðið sé hins vegar ekki með sérstöðu þegar kemur að hækkunum, þótt þær hafi verið mismunandi á milli bæja. „Sums staðar var hækkunin meiri eða álíka og á höfuðborgarsvæðinu.“ Reykjavíkurborg hefur greint frá því að á síðasta ári hafi verið gefin út nærri tvöfalt fleiri byggingarleyfi en árin þar á undan. Þá lagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fram á fundi borgarráðs í síðustu viku lista yfir næstu fjölbýlishúsalóðir sem borgin hafi til úthlutunar, en þar eru um 1.200 íbúðir, sem bætast við framkvæmdir á vegum einkaaðila. Ásgeir Jónsson, dósent við hagfræðideild HÍ og efnahagsráðgjafi Virðingar, segir ýmsa þætti ýta undir hækkandi fasteignaverð. Aukið framboð í borginni hafi lítil áhrif til skemmri tíma vegna þess hve fasteignir séu lengi í byggingu. „Þeir ná ekki að afhenda íbúðir fyrr en á næstu einu til tveimur árum,“ segir hann.Ásgeir Jónsson hagfræðingurÞá hafi fleiri þættir áhrif á íbúðaverð en framboðið. Meðal þess sem nú spili inn í sé aukning kaupmáttar og hærri laun. „Þetta er með mestu aukningu kaupmáttar sem við höfum séð í langan tíma,“ segir hann. Horfa þurfi aftur til áranna 1997 og 1998 til að sjá viðlíka aukningu. „Og það hefur náttúrlega áhrif á fasteignamarkaðinn. Að jafnaði hafa Íslendingar eytt um það bil einum fimmta af tekjum sínum í húsnæði.“ Að auki hafi áhrif að núna séu stórir árgangar að detta inn á þrítugsaldurinn, sem hafi áhrif á eftirspurnina. „Þessir tveir þættir, hækkun launa og aukin eftirspurn, setja töluverðan þrýsting á fasteignamarkaðinn.“ Við bætist svo að töluverðum fjölda íbúða hafi verið kippt út af fasteigna- og leigumarkaði vegna Airbnb og svo hafi byggingariðnaður verið mun seinni í gang en búist hafi verið við. „Hann datt alveg niður og við misstum allt of mikið af fólki og tækjum úr landi á sínum tíma. Það vantar bara verktakafyrirtæki.“ Þá bætist aukinn launakostnaður líka við hækkandi byggingarkostnað, sem einnig setji þrýsting á verð. Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Óvíst er að fjölgun byggingarleyfa í borginni á síðasta ári og áætlanir um aukna íbúðabyggingu hafi áhrif á hækkun fasteignaverðs. Hagfræðideild Landsbankans gaf í gær út spá um 8,0 prósenta hækkun fasteignaverðs á ári næstu þrjú árin. Þá er í greiningu deildarinnar bent á að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hafi hækkað um 1,4 prósent á milli mánaða í desember og um 9,4 prósent frá fyrra ári.„Þetta eru mestu verðhækkanir milli ára sem sést hafa frá árinu 2007,“ segir þar. Höfuðborgarsvæðið sé hins vegar ekki með sérstöðu þegar kemur að hækkunum, þótt þær hafi verið mismunandi á milli bæja. „Sums staðar var hækkunin meiri eða álíka og á höfuðborgarsvæðinu.“ Reykjavíkurborg hefur greint frá því að á síðasta ári hafi verið gefin út nærri tvöfalt fleiri byggingarleyfi en árin þar á undan. Þá lagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fram á fundi borgarráðs í síðustu viku lista yfir næstu fjölbýlishúsalóðir sem borgin hafi til úthlutunar, en þar eru um 1.200 íbúðir, sem bætast við framkvæmdir á vegum einkaaðila. Ásgeir Jónsson, dósent við hagfræðideild HÍ og efnahagsráðgjafi Virðingar, segir ýmsa þætti ýta undir hækkandi fasteignaverð. Aukið framboð í borginni hafi lítil áhrif til skemmri tíma vegna þess hve fasteignir séu lengi í byggingu. „Þeir ná ekki að afhenda íbúðir fyrr en á næstu einu til tveimur árum,“ segir hann.Ásgeir Jónsson hagfræðingurÞá hafi fleiri þættir áhrif á íbúðaverð en framboðið. Meðal þess sem nú spili inn í sé aukning kaupmáttar og hærri laun. „Þetta er með mestu aukningu kaupmáttar sem við höfum séð í langan tíma,“ segir hann. Horfa þurfi aftur til áranna 1997 og 1998 til að sjá viðlíka aukningu. „Og það hefur náttúrlega áhrif á fasteignamarkaðinn. Að jafnaði hafa Íslendingar eytt um það bil einum fimmta af tekjum sínum í húsnæði.“ Að auki hafi áhrif að núna séu stórir árgangar að detta inn á þrítugsaldurinn, sem hafi áhrif á eftirspurnina. „Þessir tveir þættir, hækkun launa og aukin eftirspurn, setja töluverðan þrýsting á fasteignamarkaðinn.“ Við bætist svo að töluverðum fjölda íbúða hafi verið kippt út af fasteigna- og leigumarkaði vegna Airbnb og svo hafi byggingariðnaður verið mun seinni í gang en búist hafi verið við. „Hann datt alveg niður og við misstum allt of mikið af fólki og tækjum úr landi á sínum tíma. Það vantar bara verktakafyrirtæki.“ Þá bætist aukinn launakostnaður líka við hækkandi byggingarkostnað, sem einnig setji þrýsting á verð.
Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira