Íslenska körfuboltalandsliðið verður í A-riðli í undankeppni Evrópumóts karla í körfubolta en dregið var í München í Þýskalandi í dag.
Ísland var í öðrum styrkleikaflokki í fyrsta sinn og lenti því bara í riðli með einni sterkari þjóð á pappírnum. Íslenska liðið fékk Belgíu úr fyrsta styrkleikaflokki.
Ísland fékk síðan Sviss úr þriðja styrkleikaflokki og Kýpur úr þeim fjórða. Dregið var í sjö riðla og var Ísland í einum af sex riðlum með fjögur lið. Leikið verður heima og heiman næsta haust.
Ísland var með Bosníu og Bretland í þriggja liða riðli þegar liðið tryggði sér þátttökurétt á Eurobasket 2015 en það var í fyrsta sinn sem körfuboltalandsliðið komst á stórmót.
Eistland, Holland, Úkraína, Bosnía, Ungverjaland og Svartfjallaland voru öll með Íslandi í styrkleikaflokki og gátu því ekki lent saman í riðli.
Ísland gat lent í riðli með bæði Svíum og Dönum en svo fór ekki að Norðurlandaþjóðir lentu saman í riðli. Danir eru með Þjóðverjum, Hollandi og Austurríki í riðli en Svíar eru í sterkum þriggja liða riðli með Rússlandi og Bosníu.
27 lönd keppa um ellefu laus sæti á Eurobasket 2017 en gestgjafarnir verða Finnland, Rúmenía, Ísrael og Tyrkland. Sigurvegararnir í riðlinum sjö og fjögur lið með bestan árangur í öðru sæti tryggja sér sæti á EM.
Riðlarnir í undankeppni Eurobasket 2017:
A-riðill
Belgía
Ísland
Sviss
Kýpur
B-riðill
Þýskaland
Holland
Austurríki
Danmörk
C-riðill
Rússland
Bosnía
Svíþjóð
D-riðill
Pólland
Eistland
Hvíta-Rússland
Portúgal
E-riðill
Slóvenía
Úkraína
Búlgaría
Kósovó
F-riðill
Georgía
Svartfjallaland
Slóvakía
Albanía
G-riðill
Makedónía
Ungverjaland
Bretland
Lúxemborg
Íslenska körfuboltalandsliðið í riðli með Belgíu og Sviss
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn


Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn


Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn



