Stórskipahöfn sögð líkleg til að styrkja byggð og bæta mannlíf Kristján Már Unnarsson skrifar 22. janúar 2016 19:00 Einhugur er í sveitarstjórn Langanesbyggðar að vinna áfram að því að stórskipahöfn í Finnafirði verði að veruleika, þótt síðasti meirihluti hafi sprungið vegna málsins. Stórskipahöfn í Gunnólfsvík vegna norðurslóðasiglinga og olíuvinnslu er búin að vera á aðalskipulagi í áratug en komst á skrið fyrir tveimur árum þegar eitt stærsta hafnafyrirtæki Evrópu, Bremenports í Þýskalandi, undirritaði samstarfssamning í Ráðherrabústaðnum um að kosta mörghundruð milljóna króna undirbúningsvinnu. Fyrstu gröfurnar sáust í Finnafirði síðastliðið sumar þegar rannsóknarholur voru grafnar og veðurmælistöðvar settar upp vegna umhverfismats sem áætlað er að verði lokið eftir þrjú ár. Jafnframt var öldu- og straummælingaduflum komið fyrir í firðinum.Samstarfið handsalað í Ráðherrabústaðnum vorið 2014. Frá vinstri Þorsteinn Steinsson, þáverandi sveitarstjóri Vopnafjarðar, Siggeir Stefánsson, þáverandi oddviti Langanesbyggðar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Robert Howe, framkvæmdastjóri Bremenports.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Þetta mál varð hins vegar til þess að síðasti hreppsnefndarmeirihluti Langanesbyggðar sprakk rétt fyrir jól og nýr var myndaður, sá þriðji á kjörtímabilinu. Nýi meirihlutinn hefur nú birt bókun þar sem fram kemur að stefnan er óbreytt. Áfram verður unnið að Finnafjarðarverkefninu með það að markmiði að þar verði byggð upp stórskipa- og umskipunarhöfn. Í bókun nýja meirihlutans segir að verkefnið sé líklegt til að styrkja byggð og mannlíf á Norð-Austurlandi, verði það veruleika. Fulltrúi meirihlutans, Hulda Kristín Baldursdóttir varaoddviti, segir Stöð 2 að einhugur sé í sveitarstjórn um verkefnið. En hversvegna sprakk þá síðasti meirihluti? Í bókun nýja meirihlutans er sagt að fyrrverandi oddviti, Siggeir Stefánsson, hafi ekki haft nægilegt samráð við aðra í sveitarstjórn við undirbúning nýrrar viljayfirlýsingar, sem hefði getað falið í sér miklar fjárhagsskuldbindingar fyrir sveitarfélagið. Nýi meirihlutinn hyggst áfram vinna að viljayfirlýsingu með samstarfsaðilum, en þó þannig að allar skuldbindingar sveitarfélagsins verði skýrt afmarkaðar og að leitað verði framlags frá ríkinu.Grafísk mynd sem sýnir hugsanleg hafnarmannvirki.Mynd/Verkfræðistofan Efla. Tengdar fréttir Rannsóknir vegna risahafnar í Finnafirði sagðar lofa góðu Undirbúningsrannsóknir eru hafnar við Langanes vegna stórskipahafnar sem ætlað er að þjóna norðurslóðum. 21. september 2015 19:30 Stór áfangi að þjónustuhöfn Norðurslóða við Finnafjörð Oddviti Langanesbyggðar hefur fulla trúa á því að risahöfn við Finnafjörð verði að veruleika eftir að eitt stærsta hafnafyrirtæki Evrópu, Bremenports, ritaði undir samstarfssamning um að kosta mörghundruð milljóna króna undirbúningsvinnu. 22. maí 2014 22:00 Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Sjá meira
Einhugur er í sveitarstjórn Langanesbyggðar að vinna áfram að því að stórskipahöfn í Finnafirði verði að veruleika, þótt síðasti meirihluti hafi sprungið vegna málsins. Stórskipahöfn í Gunnólfsvík vegna norðurslóðasiglinga og olíuvinnslu er búin að vera á aðalskipulagi í áratug en komst á skrið fyrir tveimur árum þegar eitt stærsta hafnafyrirtæki Evrópu, Bremenports í Þýskalandi, undirritaði samstarfssamning í Ráðherrabústaðnum um að kosta mörghundruð milljóna króna undirbúningsvinnu. Fyrstu gröfurnar sáust í Finnafirði síðastliðið sumar þegar rannsóknarholur voru grafnar og veðurmælistöðvar settar upp vegna umhverfismats sem áætlað er að verði lokið eftir þrjú ár. Jafnframt var öldu- og straummælingaduflum komið fyrir í firðinum.Samstarfið handsalað í Ráðherrabústaðnum vorið 2014. Frá vinstri Þorsteinn Steinsson, þáverandi sveitarstjóri Vopnafjarðar, Siggeir Stefánsson, þáverandi oddviti Langanesbyggðar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Robert Howe, framkvæmdastjóri Bremenports.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Þetta mál varð hins vegar til þess að síðasti hreppsnefndarmeirihluti Langanesbyggðar sprakk rétt fyrir jól og nýr var myndaður, sá þriðji á kjörtímabilinu. Nýi meirihlutinn hefur nú birt bókun þar sem fram kemur að stefnan er óbreytt. Áfram verður unnið að Finnafjarðarverkefninu með það að markmiði að þar verði byggð upp stórskipa- og umskipunarhöfn. Í bókun nýja meirihlutans segir að verkefnið sé líklegt til að styrkja byggð og mannlíf á Norð-Austurlandi, verði það veruleika. Fulltrúi meirihlutans, Hulda Kristín Baldursdóttir varaoddviti, segir Stöð 2 að einhugur sé í sveitarstjórn um verkefnið. En hversvegna sprakk þá síðasti meirihluti? Í bókun nýja meirihlutans er sagt að fyrrverandi oddviti, Siggeir Stefánsson, hafi ekki haft nægilegt samráð við aðra í sveitarstjórn við undirbúning nýrrar viljayfirlýsingar, sem hefði getað falið í sér miklar fjárhagsskuldbindingar fyrir sveitarfélagið. Nýi meirihlutinn hyggst áfram vinna að viljayfirlýsingu með samstarfsaðilum, en þó þannig að allar skuldbindingar sveitarfélagsins verði skýrt afmarkaðar og að leitað verði framlags frá ríkinu.Grafísk mynd sem sýnir hugsanleg hafnarmannvirki.Mynd/Verkfræðistofan Efla.
Tengdar fréttir Rannsóknir vegna risahafnar í Finnafirði sagðar lofa góðu Undirbúningsrannsóknir eru hafnar við Langanes vegna stórskipahafnar sem ætlað er að þjóna norðurslóðum. 21. september 2015 19:30 Stór áfangi að þjónustuhöfn Norðurslóða við Finnafjörð Oddviti Langanesbyggðar hefur fulla trúa á því að risahöfn við Finnafjörð verði að veruleika eftir að eitt stærsta hafnafyrirtæki Evrópu, Bremenports, ritaði undir samstarfssamning um að kosta mörghundruð milljóna króna undirbúningsvinnu. 22. maí 2014 22:00 Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Sjá meira
Rannsóknir vegna risahafnar í Finnafirði sagðar lofa góðu Undirbúningsrannsóknir eru hafnar við Langanes vegna stórskipahafnar sem ætlað er að þjóna norðurslóðum. 21. september 2015 19:30
Stór áfangi að þjónustuhöfn Norðurslóða við Finnafjörð Oddviti Langanesbyggðar hefur fulla trúa á því að risahöfn við Finnafjörð verði að veruleika eftir að eitt stærsta hafnafyrirtæki Evrópu, Bremenports, ritaði undir samstarfssamning um að kosta mörghundruð milljóna króna undirbúningsvinnu. 22. maí 2014 22:00