Þekkir þú heimsfræga leikkonu? Auður Guðjónsdóttir skrifar 26. janúar 2016 07:00 Ágæti lesandi. Mig langar til að spyrja þig hvort þú þekkir eða hafir sambönd við heimsþekkta og virta leikkonu sem þú telur að væri tilbúin til að koma til Íslands og hjálpa okkur við að vekja athygli umheimsins á taugakerfinu. Ef þú hefur þessi sambönd og ert tilbúinn til að nota þau bið ég þig vinsamlegast um að hafa samband. Hugmyndin er að biðja leikkonuna um að koma fram í eitt skipti í íslenskum fjölmiðli. Þar myndi hún hvetja þjóðarleiðtoga, yfirmenn viðeigandi alþjóðastofnana og alþjóðleg líknarfélög til að taka höndum saman og hrinda úr vör átaki til aukins skilnings á því hvernig taugakerfið virkar. Hún myndi hvetja þessa sömu aðila til að hafa forgöngu um að láta greina gagnagrunna á alþjóðlegu taugavísindasviði og samkeyra upplýsingarnar í þeim. Sú stóra rannsóknarmynd sem þá myndi blasa við gæti leitt í ljós vannýtta vísindaþekkingu sem nota mætti til finna árangursríkari meðferðir og lækningu við mænu- og heilaskaða, geðsjúkdómum, Alzheimer, MS, MND, flogaveiki, Parkinson og öðru ólagi í taugakerfinu. Leikkonan myndi hvetja þjóðarleiðtogana á þeim forsendum að þeir hefðu sjálfir yfirlýst á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í september síðastliðnum að næstu 15 árin skuli tekið á málefnum taugakerfisins.Leiðum málið til lykta saman Undanfarin ár hafa íslensk stjórnvöld talað máli taugakerfisins á alþjóðavísu, nú á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO og hjá Norðurlandaráði. Síðastliðið sumar sendu um 26 þúsund Íslendingar bænaskjal til aðalritara Sameinuðu þjóðanna og biðluðu um byr fyrir taugakerfið. Þessi vinna Íslands er að bera árangur og er meðal annars ein undirstaða þess að þjóðarleiðtogarnir samþykktu taugakerfið inn í pólitískt lokaskjal Sameinuðu þjóðanna um næstu heimsmarkmið, eins og getið er að ofan. Nú megum við ekki láta deigan síga og verðum að berjast með öllum ráðum svo að þjóðarleiðtogarnir standi við yfirlýsingu sína. Til þess þurfum við mjög sterka rödd. Það væri því afar kærkomið ef heimsfræg og virt leikkona vildi ljá okkur rödd sína til að auðvelda að koma málinu í traustan alþjóðlegan farveg. Að endingu þakka ég þeim tugum þúsunda Íslendinga sem komið hafa að þessu máli í gegnum árin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Guðjónsdóttir Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Sjá meira
Ágæti lesandi. Mig langar til að spyrja þig hvort þú þekkir eða hafir sambönd við heimsþekkta og virta leikkonu sem þú telur að væri tilbúin til að koma til Íslands og hjálpa okkur við að vekja athygli umheimsins á taugakerfinu. Ef þú hefur þessi sambönd og ert tilbúinn til að nota þau bið ég þig vinsamlegast um að hafa samband. Hugmyndin er að biðja leikkonuna um að koma fram í eitt skipti í íslenskum fjölmiðli. Þar myndi hún hvetja þjóðarleiðtoga, yfirmenn viðeigandi alþjóðastofnana og alþjóðleg líknarfélög til að taka höndum saman og hrinda úr vör átaki til aukins skilnings á því hvernig taugakerfið virkar. Hún myndi hvetja þessa sömu aðila til að hafa forgöngu um að láta greina gagnagrunna á alþjóðlegu taugavísindasviði og samkeyra upplýsingarnar í þeim. Sú stóra rannsóknarmynd sem þá myndi blasa við gæti leitt í ljós vannýtta vísindaþekkingu sem nota mætti til finna árangursríkari meðferðir og lækningu við mænu- og heilaskaða, geðsjúkdómum, Alzheimer, MS, MND, flogaveiki, Parkinson og öðru ólagi í taugakerfinu. Leikkonan myndi hvetja þjóðarleiðtogana á þeim forsendum að þeir hefðu sjálfir yfirlýst á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í september síðastliðnum að næstu 15 árin skuli tekið á málefnum taugakerfisins.Leiðum málið til lykta saman Undanfarin ár hafa íslensk stjórnvöld talað máli taugakerfisins á alþjóðavísu, nú á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO og hjá Norðurlandaráði. Síðastliðið sumar sendu um 26 þúsund Íslendingar bænaskjal til aðalritara Sameinuðu þjóðanna og biðluðu um byr fyrir taugakerfið. Þessi vinna Íslands er að bera árangur og er meðal annars ein undirstaða þess að þjóðarleiðtogarnir samþykktu taugakerfið inn í pólitískt lokaskjal Sameinuðu þjóðanna um næstu heimsmarkmið, eins og getið er að ofan. Nú megum við ekki láta deigan síga og verðum að berjast með öllum ráðum svo að þjóðarleiðtogarnir standi við yfirlýsingu sína. Til þess þurfum við mjög sterka rödd. Það væri því afar kærkomið ef heimsfræg og virt leikkona vildi ljá okkur rödd sína til að auðvelda að koma málinu í traustan alþjóðlegan farveg. Að endingu þakka ég þeim tugum þúsunda Íslendinga sem komið hafa að þessu máli í gegnum árin.
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar