Norðmenn töpuðu óvænt stigi gegn Makedóníu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. janúar 2016 18:59 Harald Reinkind í baráttunni við Makedóníumanninn Zarko Pesevski í dag. Vísir/AFP Noregur mátti sætta sig við jafntefli gegn Makedóníu, 31-31, á EM í Póllandi í dag. Stigið dugði Noregi engu að síður til að koma sér í efsta sæti milliriðils 1 fyrir lokaumferðina sem fer fram á fimmtudag. Makedónía kom stigalaust inn í milliriðilinn og tapaði fyrir Króatíu á fimmtudaginn. Norðmenn komu hins vegar með fjögur stig inn í milliriðilinn og afrekaði á laugardaginn að verða fyrsta liðið til að leggja gestgjafa Póllands að velli á laugardaginn. Það kom því mjög á óvart að Makedónía byrjaði betur í dag og leiddi í hálfleik, 17-13. Varnarleikurinn og markvarslan var slök hjá Norðmönnum sem lentu mest fimm mörkum undir í síðari hálfleik. Þegar stundarfjórðungur var til leiksloka náðu Norðmenn að koma sér almennilega inn í leikinn. Kent Robin Tönnesen jafnaði svo metin fyrir Noreg þegar átta mínútur voru eftir, 28-28. Leikurinn var æsispennandi eftir það og Norðmenn komust yfir með marki Magnúsar Jörndal þegar fjórar mínútur voru eftir, 31-30. Varamarkvörðurinn Espen Christensen fór einnig á kostum og varði næstu tvö skot Makedóníu í leiknum. En Norðmenn voru sjálfir sér verstir í sókninni og klúðruðu síðustu þremur sóknum sínum í leiknum. Filip Mirkulovski jafnaði metin fyrir Makedóníu, 31-31, þegar ein og hálf mínúta var eftir og Makedóníumenn fengu boltann aftur eftir að ruðningur var dæmdur á Christian O'Sullivan þegar 47 sekúndur voru eftir af leiknum. Norska vörnin stóð hins vegar vaktina vel og Makedónía náði ekki að tryggja sér sigurinn með síðasta skoti sínu í leiknum. Kristian Björnsen skoraði sex mörk fyrir Noreg og Kiril Lazarov var að venju atkvæðamikill fyrir Makedóníu og skoraði ellefu mörk. Borko Ristovski varði ellefu skot í marki Makedóníu en markverðir Noregs vörðu aðeins sex skot allan leikinn. En innkoma Christensen undir lokin var sem fyrr segir afar dýrmæt. Noregur er nú með sjö stig í riðlinum en Frakkar eru í öðru sæti með sex. Pólverjar geta komist í sex stig með sigri á Hvíta-Rússlandi síðar í kvöld. Króatía er svo í fjórða sæti riðilsins með fjögur stig. Lokaumferðin verður æsispennandi. Pólverjum dugar að vinna Króatíu á fimmtudag til að komast áfram í undanúrslit þar sem að Noregur og Frakkland mætast innbyrðis. Þar mun Norðmönnum duga jafntefli til að fara í undanúrslitin. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Sjá meira
Noregur mátti sætta sig við jafntefli gegn Makedóníu, 31-31, á EM í Póllandi í dag. Stigið dugði Noregi engu að síður til að koma sér í efsta sæti milliriðils 1 fyrir lokaumferðina sem fer fram á fimmtudag. Makedónía kom stigalaust inn í milliriðilinn og tapaði fyrir Króatíu á fimmtudaginn. Norðmenn komu hins vegar með fjögur stig inn í milliriðilinn og afrekaði á laugardaginn að verða fyrsta liðið til að leggja gestgjafa Póllands að velli á laugardaginn. Það kom því mjög á óvart að Makedónía byrjaði betur í dag og leiddi í hálfleik, 17-13. Varnarleikurinn og markvarslan var slök hjá Norðmönnum sem lentu mest fimm mörkum undir í síðari hálfleik. Þegar stundarfjórðungur var til leiksloka náðu Norðmenn að koma sér almennilega inn í leikinn. Kent Robin Tönnesen jafnaði svo metin fyrir Noreg þegar átta mínútur voru eftir, 28-28. Leikurinn var æsispennandi eftir það og Norðmenn komust yfir með marki Magnúsar Jörndal þegar fjórar mínútur voru eftir, 31-30. Varamarkvörðurinn Espen Christensen fór einnig á kostum og varði næstu tvö skot Makedóníu í leiknum. En Norðmenn voru sjálfir sér verstir í sókninni og klúðruðu síðustu þremur sóknum sínum í leiknum. Filip Mirkulovski jafnaði metin fyrir Makedóníu, 31-31, þegar ein og hálf mínúta var eftir og Makedóníumenn fengu boltann aftur eftir að ruðningur var dæmdur á Christian O'Sullivan þegar 47 sekúndur voru eftir af leiknum. Norska vörnin stóð hins vegar vaktina vel og Makedónía náði ekki að tryggja sér sigurinn með síðasta skoti sínu í leiknum. Kristian Björnsen skoraði sex mörk fyrir Noreg og Kiril Lazarov var að venju atkvæðamikill fyrir Makedóníu og skoraði ellefu mörk. Borko Ristovski varði ellefu skot í marki Makedóníu en markverðir Noregs vörðu aðeins sex skot allan leikinn. En innkoma Christensen undir lokin var sem fyrr segir afar dýrmæt. Noregur er nú með sjö stig í riðlinum en Frakkar eru í öðru sæti með sex. Pólverjar geta komist í sex stig með sigri á Hvíta-Rússlandi síðar í kvöld. Króatía er svo í fjórða sæti riðilsins með fjögur stig. Lokaumferðin verður æsispennandi. Pólverjum dugar að vinna Króatíu á fimmtudag til að komast áfram í undanúrslit þar sem að Noregur og Frakkland mætast innbyrðis. Þar mun Norðmönnum duga jafntefli til að fara í undanúrslitin.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Sjá meira