Lífið

Grét úr gleði þegar hann vaknaði eftir hjartaígræðslu: „Núna get ég loksins andað“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Trevor Sullivan er 15 ára.
Trevor Sullivan er 15 ára. vísir
Trevor Sullivan er 15 ára drengur sem gekkst á dögunum undir hjartaígræðslu og lífið hans breyttist eðlilega gríðarlega eftir hana.

Nú gengur myndband af honum eins og eldur um sinu um netheima sem sýnir augnablikið þegar táningurinn vaknar og áttar sig á hlutunum. Níu mánuðum fyrir aðgerðina var hann fluttur á sjúkrahús þegar hjartað hans hætti einfaldlega að slá.

Þá var ljóst að hann þurfti nauðsynlega á nýju hjarta að halda. Það ferli tók níu mjög erfiða mánuði og hér að neðan má sjá augnablikið þegar hann vaknar eftir aðgerðina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.