Kortafyrirtækin gagnrýnd: „Kostnaður neytenda er svakalegur“ ingvar haraldsson skrifar 29. janúar 2016 10:02 Gylfi Magnússon telur greiðslukortafyrirkomulagið vera hreina geggjun. vísir/valli „Kostnaður neytenda er svakalegur,“segir Gylfi Magnússon, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra og dósent í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, um álögur á neytendur af notkun greiðslukorta. Gylfi veltir málinu upp á Facebook síðu sinni í tengslum við Borgunarmálið svokallaða. Visa Inc. tilkynnti nýlega að það myndi kaupa Visa Europe á 3000 milljarða íslenskra króna. Af þeirri upphæð munu milljarða renna til íslenskra kortafyrirtækja. Ráðherrann fyrrverandi spyr: „Hvers vegna eru krítarkortafyrirtæki svona verðmæt? Skýringin er einföld, þessi krítarkortabissniss er ótrúlega ábatasamur.“ Visa Inc. hagnaðist um 275 milljarða króna á síðasta ársfjórðungi. Þá hagnaðist Borgun um 1,4 milljarða árið 2014 og milljarð árið 2013. Hagnaður Valitor nam um 394 milljónir króna árið 2014 sem var viðsnúningur frá fyrra ári, þegar 241 milljón króna tap varð á starfseminni. Valitor taldi niðurstöðuna vel viðunandi þar sem 450 milljón króna voru gjaldfærð vegna sektar Samkeppniseftirlitsins og tengdra mála vegna starfsemi á árunum 2002 til 2009. Gylfi telur færslugjöldin afar há. „Í hvert sinn sem kort er straujað fá þessir aðilar tekjur sem almennt hlaupa á nokkrum prósentum af veltu. Það fer beint út í verðlag og rýrir því kaupmátt. Þetta er hrein geggjun.“ Til viðbótar veltutengdum tekjum kortafyrirtækjanna greiði neytendur offjár í kortagjöld og vexti. „Það væri mikið framfaraskref að fá alvöru samkeppni í þennan geira - nútímatækni gerir það kleift að vera með miklu ódýrari greiðslumiðlun en þetta,“ segir Gylfi. Borgunarmálið Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
„Kostnaður neytenda er svakalegur,“segir Gylfi Magnússon, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra og dósent í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, um álögur á neytendur af notkun greiðslukorta. Gylfi veltir málinu upp á Facebook síðu sinni í tengslum við Borgunarmálið svokallaða. Visa Inc. tilkynnti nýlega að það myndi kaupa Visa Europe á 3000 milljarða íslenskra króna. Af þeirri upphæð munu milljarða renna til íslenskra kortafyrirtækja. Ráðherrann fyrrverandi spyr: „Hvers vegna eru krítarkortafyrirtæki svona verðmæt? Skýringin er einföld, þessi krítarkortabissniss er ótrúlega ábatasamur.“ Visa Inc. hagnaðist um 275 milljarða króna á síðasta ársfjórðungi. Þá hagnaðist Borgun um 1,4 milljarða árið 2014 og milljarð árið 2013. Hagnaður Valitor nam um 394 milljónir króna árið 2014 sem var viðsnúningur frá fyrra ári, þegar 241 milljón króna tap varð á starfseminni. Valitor taldi niðurstöðuna vel viðunandi þar sem 450 milljón króna voru gjaldfærð vegna sektar Samkeppniseftirlitsins og tengdra mála vegna starfsemi á árunum 2002 til 2009. Gylfi telur færslugjöldin afar há. „Í hvert sinn sem kort er straujað fá þessir aðilar tekjur sem almennt hlaupa á nokkrum prósentum af veltu. Það fer beint út í verðlag og rýrir því kaupmátt. Þetta er hrein geggjun.“ Til viðbótar veltutengdum tekjum kortafyrirtækjanna greiði neytendur offjár í kortagjöld og vexti. „Það væri mikið framfaraskref að fá alvöru samkeppni í þennan geira - nútímatækni gerir það kleift að vera með miklu ódýrari greiðslumiðlun en þetta,“ segir Gylfi.
Borgunarmálið Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira