Viðskipti innlent

Nam opnar á Laugaveginum á föstudaginn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Veitingaleyfi Nam tilheyrði áður ferðaskrifstofunni Around Iceland sem hafði leyfi fyrir litlu kaffihúsi í rými staðarins með því skilyrði að það sæist ekki frá götu.
Veitingaleyfi Nam tilheyrði áður ferðaskrifstofunni Around Iceland sem hafði leyfi fyrir litlu kaffihúsi í rými staðarins með því skilyrði að það sæist ekki frá götu. vísir/anton
Veitingastaðurinn Nam mun opna á Laugveginum næstkomandi föstudag en staðurinn var tilbúinn til opnunar í júlí í fyrra en mátti ekki opna vegna skilyrðis veitingaleyfis í rýminu sem Nam leigir.

Þar segir að veitingastaður í rýminu megi ekki sjást frá götunni en lausn fannst á því vandamáli í desember síðastliðnum. Hún felst í því að veitingastaðurinn sem búið var að setja upp hefur verið færður sex metrum innar í rýminu.

Skilyrðið er sett vegna ákvæða í Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010-2030 um að veitingarekstur megi ekki fara yfir þrjátíu prósent hlutfall af rýmum í borginni á miðborgarsvæði. Málið vakti talsverða athygli fjölmiðlum síðastliðið sumar og voru eigendur Nam skiljanlega svekktir yfir því að geta ekki opnað fullbúin veitingastað vegna ákvæðis í veitingaleyfinu sem þeir höfðu ekki tekið eftir.

Emil Helgi Lárusson, annar eigenda Nam, segir í tilkynningu að ferðin um kerfið hafi verið athyglisverð en nú sé bara skemmtun framundan. Það sé frábært að opna veitingastaðinn í miðbæ Reykjavíkur og fara í samstarf með ferðaskrifstofunni Around Iceland sem verður í fremra rýminu sem má sjást frá Laugaveginum.


Tengdar fréttir

Veitingastaðurinn Nam enn ekki verið opnaður

Veitingastaðurinn Nam á Laugavegi hefur enn ekki verið opnaður. Eins og Markaðurinn greindi frá fyrir hálfu mánuðum hefur staðurinn verið innréttaður. Byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar kom hins vegar í veg fyrir að staðurinn yrði opnaður. Hann benti á skilyrði frá skipulagsnefnd um að veitingasalan mætti ekki sjást frá framhlið hússins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×