Lokataflið – Sígarettan er dauð, lengi lifi þú og ég Guðmundur Karl Snæbjörnsson skrifar 14. janúar 2016 07:00 Nokkrir kollega minna birtu grein í Fréttablaðinu þann 7. jan. undir heitinu „Rafrettur - úlfur í sauðagæru”. Hljómar eins og úlfur klæddur í lopapeysu sé orðinn einhver ógn við sjálft jafnvægi tilverunnar. En, hverjir eru hér í raun að klæðast peysu hvers í sjálfri grein þeirra? Jæja, læt því ósvarað í bili því það svarar sér sjálft. Höldum áfram.Hræðsluáróður sem er hættulegur heilsu okkar Málflutningurinn getur auðveldlega snúist upp í andstæðu sína, með þeim afleiðingum að það valdi ómældu heilsufarstjóni þegar hann beinist gegn hjálpartóli eins og rafrettunni. Rafrettan er nefnilega nánast skaðlaus í samanburði við sígarettuna og gæti bjargað heilsu og lífum þúsunda hér á landi. Það er ekki heldur ásættanlegt að horfa upp á þegar niðurstöðum rannsókna er hagrætt og staðreyndavillur bornar á borð fyrir almenning til að skapa efa, tortryggni og hræðslu. Eða eins og Dr. Richard Carmona, fyrrverandi landlæknir Bandaríkjanna, sagði nýlega í grein í New York Post (4): hræðsluáróðurinn gegn rafrettunum er hættulegur heilsu okkar (e-cigarette hysteria is hazardous to your health). Augljóslega hættulegri en rafrettan sjálf. Langar núna að mæla með að lesendur dragi bara djúpt andann og slaki aðeins á, því hvorki eru úlfar til á Íslandi né innistæða fyrir rangfærslunum eða hræðsluáróðrinum í grein þeirra. Fyrir ykkur hin sem eruð nýkomin inn í umræðuna, lesið grein mína frá 30. des. í Fréttablaðinu (1) og skýrslu breskra heilbrigðisyfirvalda (2).Í leikritinu Njálu í Borgarleikhúsinu er notaður vökvi til gufumyndunar, líkt öðrum leikhúsum í heiminum, sami vökvi og notaður er í rafrettum sem um er rætt í greininni. Notað er við sýninguna álíka magn og myndaðist við 2ja tíma notkun rafrettna hjá um 10.000 manns á rúmlega tveggja tíma leiksýningu leikritsins. Hættulaust með öllu.MYND/GRÍMUR BJARNASONFíknin og skaðvaldurinn Við verðum að fara að gera okkur grein fyrir þeirri einföldu staðreynd að hér er um að ræðaA. fíkn af nikótíni, sem er í bæði sígarettum, öðrum tóbaksvörum og öllum nikótínvörum (rafrettum plástrum, nefspreyi o.s.frv.) annars vegar og svoB. skaðsemi sem hlýst nær eingöngu af notkun sígarettunnar hins vegar. Gerum málið ekki flóknara eða illviðráðanlegra en það þarf að vera. Aðskiljum því, eða tökum burt, það sem veldur skaðanum, sígarettuna, en látum fíknina eiga sig og leyfum notkun nikótínsins í ýmsu formi (total harm reduction). Verum raunsæ og beitum raunsæinu í stað þess að heyja baráttu við það sem aldrei lýkur, en lágmörkum þó skaðann. Fíkn er nefnilega miklu erfiðara við að eiga og hún hefur fylgt mannkyninu nánast frá örófi alda í einu eða öðru formi. Það er bara allt annar og erfiðari vígvöllur að berjast á, miklu erfiðara en að fjarlægja bara skaðvaldinn úr þessari jöfnu, sígarettuna.Gríðarlegur kostnaður fyrir heilsu fólks og þjóðfélagið í heild Það munar um 20 milljarða (árið 2000) í kostnað árlega fyrir heilbrigðiskerfið og þjóðfélagið í heild vegna þessa skaðvalds (8). Talandi um niðurgreiðslur með einum eða öðrum hætti, pakki af sígarettum ætti í raun að kosta margfalt núvirði hans ef innreiknaður væri heildarkostnaður þjóðarbúsins af skaðseminni ásamt álaginu á heilbrigðiskerfið. Þá með innreiknuðu vinnutapi og frádregnum hagnaði ríkisins af tóbakssölunni. Þetta er í rauninni ekkert annað en „niðurgreiðsla“ á sígarettunum þegar á heildardæmið er litið. Tökum höndum saman í þessari baráttu og það á réttum vígvelli í stað karps um aukaatriðin. Hér kemur nefnilega að lokaatriðinu og dauðastautnum í tvöfaldri merkingu.Lokataflið – Sígarettan er dauð, lengi lifi þú og ég Getum við sem þjóð, sem ábyrgir einstaklingar, hvort heldur við erum heilbrigðisstarfsfólk eða almenningur, horft lengur upp á lögboðna sölu á vöru sem drepur annan hvern neytanda hennar? Viljum við láta bjóða okkur áfram, mökum okkar, foreldrum, börnum og barnabörnum upp á þann valkost? Þetta er staðreynd skv. skýrslu Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) og auk þess kostar það okkur að lágmarki 20 milljarða á ári hverju; drepur 200-400 manns árlega og veldur ýmsum örkumlum á mörgum öðrum? Það liggja nefnilega 200-400 lík í valnum á hverju ári sem líður. Eftir hverju erum við eiginlega að bíða? Bíða frekari rannsókna og láta fleiri deyja á meðan? Þeim verður aldrei endanlega lokið, þannig eru vísindin. Þannig á það líka bara að vera. Sorrí fyrir þá sem bíða hins endanlega sannleika. Er ekki einhver hugrakkur ráðherra(r) eða alþingismaður til staðar og klár í slaginn? Við erum það flest hin, ef ekki nær öll okkar sem byggjum ennþá þetta land. Rannsóknir sýna líka að 75% reykingamanna óska þess að hætta. Eða eigum við bara að fella niður skatta af snakkinu og snakka um það áfram í stólunum okkar? Er ekki líka kominn tími til að hætta þessu rugli og endurskoða þetta leyfi sem gefið var í árdaga sígarettnanna í ljósi nýrrar og betri vitneskju um þennan skaðvald? Jú, auðvitað.Ef þú ert tilbúin(n) þá eru þetta næstu skrefin hjá okkur: 1. Krafan verði sú að lagt verði bann á innflutning og sölu sígarettna hér á landi. Væri viðeigandi að velja hér t.d. 17. júní nk. á degi sjálfstæðis okkar og lýðræðis. Öllum er ljós skaðvaldurinn og kostnaðurinn fyrir þjóðfélagið sem af honum hlýst, heilsufarslega og í aurum talið. Að sjálfsögðu þá í nýjum lögum og reglugerðum varðandi öll nikótínefnin líka. 2. Mál verði höfðað á hendur sígarettuframleiðendum vegna alls afleidds kostnaðar og heilsutjóns landsmanna. Marki þannig stöðuna gegn vöru sem deyðir annan hvern notanda hennar, landsmenn okkar. Svona tæpitungulaust sagt væri það engu líkara en seldar væru í matvörubúðum og sjoppum vörur í neytendapakkningum með þremur skotum í 6 hólfa byssu. Það væri þó öllu fljótlegri leið og skýrari, 50% líkur á að lifa það af. Sömu lífslíkur og WHO (alþjóða heilbrigðisstofnunin) segir í skýrslu sinni. Þetta er ekki hræðsluáróður, þetta eru staðreyndir. 3. Komið verði á fót hjálparstöðvum eða -teymum til hjálpar þeim sem vilja hætta reykingum eins og finnast víða erlendis, láta ekki duga símtalsþjónustu eina saman í þessu þjóðþrifamáli. Efla þarf frekar deild reykingavarna hjá Landlæknisembættinu og auka upplýsingar og fræðslu til almennings. 4. Hættum „niðurgreiðslum“ á sígarettunum. Viðhafa mætti um tíma undanþágur frá banninu, t.d. veittar á sýsluskrifstofum, ekki af læknum né varan afhent í apótekum. Það væru röng skilaboð. Uppfæra verð sígarettupakkans með aukinni skattlagningu. Verðinu hagað þannig að með innreiknuðum heildarkostnaði ríkisins væru það þá kaup að hætti upplýstra fullorðinna einstaklinga á raunkostnaði vörunnar. Hafið góða heilsu áfram á nýju ári og betri heilsu fyrir þá sem hætta reykingum, með raftotti eða öðrum leiðum.Nokkrar áhugaverðar greinar og skýrslur fyrir áhugasama. Sérstaklega skemmtilegar eru þessar í seinni hlutanum sem eru frá árunum 1942 (fyrir 73 árum) þegar rannsóknir hófust á aðal innihaldsefnum rafrettnanna. 1. Rafrettur – 95% skaðlausari en reykingar. 2. Skýrsla breskra heilbrigðisyfirvalda, PHE Framúrskarandi umfjöllun og stefna heilbrigðisyfirvalda til fyrirmyndar öðrum þjóðum. 3. Grein í Journal of Public Health Policy, Zachary Cahn og Michael Siegel. 4. Grein í New York Post, frá fyrrv. landlækni Bandaríkjanna, Dr. Richard Carmona. 5. Why vaping is not a gateway to smoking, Prof Lynn T Kozlowski, 6. Grein í News Medical, Life sciences and Medicine, Skemmilegur vinkill á aðalinnihaldsefni í vökva notuðum í rafrettur, Propylene glycol (PG) sem vísar til umfjöllunar í Time um rannsókn sem birtist í Science á þeim tíma sem rannsóknir byrjuðu á innihaldsefni rafrettna PG fyrir 73 árum, Propylene glycol in e cigarettes might keep us healthy, say researchers, 7. Grein í USA Today eftir Joanna Cohen (a voting member on the Food and Drug Administration's Tobacco Products Scientific Advisory Committee), 8. Kostnaður vegna reykinga á Íslandi árið 2000, Skýrsla til Tóbaksvarnanefndar, Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. 9. Readers Respond: E-Cigarettes Help Them Quit Traditional Smokes. Grein frá Consumer Reports, mjög hlutlæg (biased) grein en áhugaverð svör lesenda, sérstaklega finnst mér gott svar frá Nancy Sanchez, Westport, Washington. 10. The protection of mice against infection with air-borne influenza virus by means of propylene glycol vapor, O.H. Rbertson, Science, 94:612 11. The bactericidal action of propylene glycol vapor on microorganisms suspended in air. O.H. Rbertson, J. Exp. Med., 75:593 12. Tests for the chronic toxicity of propylene glycol and triethylene glycol on monkeys and rats by vapor inhalation and oral administration. O.H. Rbertson, Journal of Pharmacology and Experimental Therapeutics, 91:52-76 13. The effect of humidity on beta streptococci (group C) atomized into air, O.H. Robertson, Science September 18th 1942 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Sjá meira
Nokkrir kollega minna birtu grein í Fréttablaðinu þann 7. jan. undir heitinu „Rafrettur - úlfur í sauðagæru”. Hljómar eins og úlfur klæddur í lopapeysu sé orðinn einhver ógn við sjálft jafnvægi tilverunnar. En, hverjir eru hér í raun að klæðast peysu hvers í sjálfri grein þeirra? Jæja, læt því ósvarað í bili því það svarar sér sjálft. Höldum áfram.Hræðsluáróður sem er hættulegur heilsu okkar Málflutningurinn getur auðveldlega snúist upp í andstæðu sína, með þeim afleiðingum að það valdi ómældu heilsufarstjóni þegar hann beinist gegn hjálpartóli eins og rafrettunni. Rafrettan er nefnilega nánast skaðlaus í samanburði við sígarettuna og gæti bjargað heilsu og lífum þúsunda hér á landi. Það er ekki heldur ásættanlegt að horfa upp á þegar niðurstöðum rannsókna er hagrætt og staðreyndavillur bornar á borð fyrir almenning til að skapa efa, tortryggni og hræðslu. Eða eins og Dr. Richard Carmona, fyrrverandi landlæknir Bandaríkjanna, sagði nýlega í grein í New York Post (4): hræðsluáróðurinn gegn rafrettunum er hættulegur heilsu okkar (e-cigarette hysteria is hazardous to your health). Augljóslega hættulegri en rafrettan sjálf. Langar núna að mæla með að lesendur dragi bara djúpt andann og slaki aðeins á, því hvorki eru úlfar til á Íslandi né innistæða fyrir rangfærslunum eða hræðsluáróðrinum í grein þeirra. Fyrir ykkur hin sem eruð nýkomin inn í umræðuna, lesið grein mína frá 30. des. í Fréttablaðinu (1) og skýrslu breskra heilbrigðisyfirvalda (2).Í leikritinu Njálu í Borgarleikhúsinu er notaður vökvi til gufumyndunar, líkt öðrum leikhúsum í heiminum, sami vökvi og notaður er í rafrettum sem um er rætt í greininni. Notað er við sýninguna álíka magn og myndaðist við 2ja tíma notkun rafrettna hjá um 10.000 manns á rúmlega tveggja tíma leiksýningu leikritsins. Hættulaust með öllu.MYND/GRÍMUR BJARNASONFíknin og skaðvaldurinn Við verðum að fara að gera okkur grein fyrir þeirri einföldu staðreynd að hér er um að ræðaA. fíkn af nikótíni, sem er í bæði sígarettum, öðrum tóbaksvörum og öllum nikótínvörum (rafrettum plástrum, nefspreyi o.s.frv.) annars vegar og svoB. skaðsemi sem hlýst nær eingöngu af notkun sígarettunnar hins vegar. Gerum málið ekki flóknara eða illviðráðanlegra en það þarf að vera. Aðskiljum því, eða tökum burt, það sem veldur skaðanum, sígarettuna, en látum fíknina eiga sig og leyfum notkun nikótínsins í ýmsu formi (total harm reduction). Verum raunsæ og beitum raunsæinu í stað þess að heyja baráttu við það sem aldrei lýkur, en lágmörkum þó skaðann. Fíkn er nefnilega miklu erfiðara við að eiga og hún hefur fylgt mannkyninu nánast frá örófi alda í einu eða öðru formi. Það er bara allt annar og erfiðari vígvöllur að berjast á, miklu erfiðara en að fjarlægja bara skaðvaldinn úr þessari jöfnu, sígarettuna.Gríðarlegur kostnaður fyrir heilsu fólks og þjóðfélagið í heild Það munar um 20 milljarða (árið 2000) í kostnað árlega fyrir heilbrigðiskerfið og þjóðfélagið í heild vegna þessa skaðvalds (8). Talandi um niðurgreiðslur með einum eða öðrum hætti, pakki af sígarettum ætti í raun að kosta margfalt núvirði hans ef innreiknaður væri heildarkostnaður þjóðarbúsins af skaðseminni ásamt álaginu á heilbrigðiskerfið. Þá með innreiknuðu vinnutapi og frádregnum hagnaði ríkisins af tóbakssölunni. Þetta er í rauninni ekkert annað en „niðurgreiðsla“ á sígarettunum þegar á heildardæmið er litið. Tökum höndum saman í þessari baráttu og það á réttum vígvelli í stað karps um aukaatriðin. Hér kemur nefnilega að lokaatriðinu og dauðastautnum í tvöfaldri merkingu.Lokataflið – Sígarettan er dauð, lengi lifi þú og ég Getum við sem þjóð, sem ábyrgir einstaklingar, hvort heldur við erum heilbrigðisstarfsfólk eða almenningur, horft lengur upp á lögboðna sölu á vöru sem drepur annan hvern neytanda hennar? Viljum við láta bjóða okkur áfram, mökum okkar, foreldrum, börnum og barnabörnum upp á þann valkost? Þetta er staðreynd skv. skýrslu Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) og auk þess kostar það okkur að lágmarki 20 milljarða á ári hverju; drepur 200-400 manns árlega og veldur ýmsum örkumlum á mörgum öðrum? Það liggja nefnilega 200-400 lík í valnum á hverju ári sem líður. Eftir hverju erum við eiginlega að bíða? Bíða frekari rannsókna og láta fleiri deyja á meðan? Þeim verður aldrei endanlega lokið, þannig eru vísindin. Þannig á það líka bara að vera. Sorrí fyrir þá sem bíða hins endanlega sannleika. Er ekki einhver hugrakkur ráðherra(r) eða alþingismaður til staðar og klár í slaginn? Við erum það flest hin, ef ekki nær öll okkar sem byggjum ennþá þetta land. Rannsóknir sýna líka að 75% reykingamanna óska þess að hætta. Eða eigum við bara að fella niður skatta af snakkinu og snakka um það áfram í stólunum okkar? Er ekki líka kominn tími til að hætta þessu rugli og endurskoða þetta leyfi sem gefið var í árdaga sígarettnanna í ljósi nýrrar og betri vitneskju um þennan skaðvald? Jú, auðvitað.Ef þú ert tilbúin(n) þá eru þetta næstu skrefin hjá okkur: 1. Krafan verði sú að lagt verði bann á innflutning og sölu sígarettna hér á landi. Væri viðeigandi að velja hér t.d. 17. júní nk. á degi sjálfstæðis okkar og lýðræðis. Öllum er ljós skaðvaldurinn og kostnaðurinn fyrir þjóðfélagið sem af honum hlýst, heilsufarslega og í aurum talið. Að sjálfsögðu þá í nýjum lögum og reglugerðum varðandi öll nikótínefnin líka. 2. Mál verði höfðað á hendur sígarettuframleiðendum vegna alls afleidds kostnaðar og heilsutjóns landsmanna. Marki þannig stöðuna gegn vöru sem deyðir annan hvern notanda hennar, landsmenn okkar. Svona tæpitungulaust sagt væri það engu líkara en seldar væru í matvörubúðum og sjoppum vörur í neytendapakkningum með þremur skotum í 6 hólfa byssu. Það væri þó öllu fljótlegri leið og skýrari, 50% líkur á að lifa það af. Sömu lífslíkur og WHO (alþjóða heilbrigðisstofnunin) segir í skýrslu sinni. Þetta er ekki hræðsluáróður, þetta eru staðreyndir. 3. Komið verði á fót hjálparstöðvum eða -teymum til hjálpar þeim sem vilja hætta reykingum eins og finnast víða erlendis, láta ekki duga símtalsþjónustu eina saman í þessu þjóðþrifamáli. Efla þarf frekar deild reykingavarna hjá Landlæknisembættinu og auka upplýsingar og fræðslu til almennings. 4. Hættum „niðurgreiðslum“ á sígarettunum. Viðhafa mætti um tíma undanþágur frá banninu, t.d. veittar á sýsluskrifstofum, ekki af læknum né varan afhent í apótekum. Það væru röng skilaboð. Uppfæra verð sígarettupakkans með aukinni skattlagningu. Verðinu hagað þannig að með innreiknuðum heildarkostnaði ríkisins væru það þá kaup að hætti upplýstra fullorðinna einstaklinga á raunkostnaði vörunnar. Hafið góða heilsu áfram á nýju ári og betri heilsu fyrir þá sem hætta reykingum, með raftotti eða öðrum leiðum.Nokkrar áhugaverðar greinar og skýrslur fyrir áhugasama. Sérstaklega skemmtilegar eru þessar í seinni hlutanum sem eru frá árunum 1942 (fyrir 73 árum) þegar rannsóknir hófust á aðal innihaldsefnum rafrettnanna. 1. Rafrettur – 95% skaðlausari en reykingar. 2. Skýrsla breskra heilbrigðisyfirvalda, PHE Framúrskarandi umfjöllun og stefna heilbrigðisyfirvalda til fyrirmyndar öðrum þjóðum. 3. Grein í Journal of Public Health Policy, Zachary Cahn og Michael Siegel. 4. Grein í New York Post, frá fyrrv. landlækni Bandaríkjanna, Dr. Richard Carmona. 5. Why vaping is not a gateway to smoking, Prof Lynn T Kozlowski, 6. Grein í News Medical, Life sciences and Medicine, Skemmilegur vinkill á aðalinnihaldsefni í vökva notuðum í rafrettur, Propylene glycol (PG) sem vísar til umfjöllunar í Time um rannsókn sem birtist í Science á þeim tíma sem rannsóknir byrjuðu á innihaldsefni rafrettna PG fyrir 73 árum, Propylene glycol in e cigarettes might keep us healthy, say researchers, 7. Grein í USA Today eftir Joanna Cohen (a voting member on the Food and Drug Administration's Tobacco Products Scientific Advisory Committee), 8. Kostnaður vegna reykinga á Íslandi árið 2000, Skýrsla til Tóbaksvarnanefndar, Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. 9. Readers Respond: E-Cigarettes Help Them Quit Traditional Smokes. Grein frá Consumer Reports, mjög hlutlæg (biased) grein en áhugaverð svör lesenda, sérstaklega finnst mér gott svar frá Nancy Sanchez, Westport, Washington. 10. The protection of mice against infection with air-borne influenza virus by means of propylene glycol vapor, O.H. Rbertson, Science, 94:612 11. The bactericidal action of propylene glycol vapor on microorganisms suspended in air. O.H. Rbertson, J. Exp. Med., 75:593 12. Tests for the chronic toxicity of propylene glycol and triethylene glycol on monkeys and rats by vapor inhalation and oral administration. O.H. Rbertson, Journal of Pharmacology and Experimental Therapeutics, 91:52-76 13. The effect of humidity on beta streptococci (group C) atomized into air, O.H. Robertson, Science September 18th 1942
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun