Viðskipti erlent

Bandarísk yfirvöld lögsækja Volkswagen

Atli Ísleifsson skrifar
Hneykslið hefur haft talsverð áhrif á sölu á Volkswagen-bílum.
Hneykslið hefur haft talsverð áhrif á sölu á Volkswagen-bílum. Vísir/AFP

Bandarísk yfirvöld hafa lögsótt þýska bílarisann Volkswagen í tengslum við útblásturshneykslið sem upp kom í haust.

Forsvarsmenn Volkswagen viðurkenndu á síðasta ári að hafa komið fyrir sérstökum búnaði í 11 milljónum bíla sem dró úr útblæstri bílsins þegar verið var að mæla útblástur.

Hneykslið hefur haft talsverð áhrif á sölu á Volkswagen-bílum frá því að upp komst um svindlið og hefur fyrirtækið eyrnamerkt fleiri milljarða evra til að geta greitt mögulegar skaðabætur.

Í frétt BBC kemur fram að dómstóll í Detroit taki málið til meðferðar, en kæran var lögð fram fyrir hönd Umhverfismálastofnunar Bandaríkjanna (EPA).

Í kærunni er Volkswagen sakað um að hafa brotið gegn lögum með því að selja bíla ólíkum þeim sem hlotið höfðu samþykki af stofnuninni.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
2,82
16
165.445
MARL
1,53
19
839.859
FESTI
1,29
8
129.673
REGINN
0,97
6
42.187
REITIR
0,91
13
330.968

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,99
5
41.060
VIS
-1,26
2
61.531
SJOVA
-0,85
4
78.408
GRND
-0,84
3
1.237
TM
-0,76
3
28.240
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.