Erlent

Tignarleg snæugla heillar netverja

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Tignarleg kanadísk snæugla.
Tignarleg kanadísk snæugla.
Umferðarmyndavél fangaði ótrúlegar myndir af snæuglu á flugi skammt utan við kanadísku borgina Montreal á dögunum.

Að sögn kanadíska stjórnmálamannsins Robert Poëti, sem deildi myndunum á Facebook-síðu sinni í dag, var uglan á flugi við hraðbraut að morgni 3. janúar.

Uglan flaug nærri myndavélinni og þurfti að sveigja frá svo hún skylli ekki á hana.

Myndirnar af flugi uglunnar hafa svo sannarlega heillað netverja en þeim hefur nú verið deilt liðlega tvö þúsund sinnum.

Myndirnar af uglunni, sem og færslu Poëti, má sjá hér að neðan.

Un impressionnant voyageur a été capté en plein vol le matin du 3 janvier, par les caméras de surveillance du réseau...

Posted by Robert Poëti on Thursday, 7 January 2016



Fleiri fréttir

Sjá meira


×