Þrumutroðslu Russell Westbrook frá því í nótt verða allir að sjá | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2016 11:30 Russell Westbrook. Vísir/Getty Russell Westbrook innsiglaði sigur Oklahoma City Thunder í NBA-nótt með afgerandi hætti. Þessi frábæri bakvörður kórónaði flottan leik með einni af troðslum tímabilsins. Troðsla Russell Westbrook í nótt nokkrum sekúndum fyrir lokin á leik Oklahoma City Thunder og Houston Rockets er þegar orðin ein af flottustu tilþrifum tímabilsins. Það verður erfitt að velta henni úr sessi enda þvílík tilþrif á úrslitastundu og leikmaður að sýna íþróttahæfileika sína í öðru veldi. Það sem gerði þessa þrumutroðslu enn merkilegri er að Russell Westbrook var þarna að troða með vinstri hendi og yfir hinn 208 sentímetra háa miðherja Houston liðsins Clint Capela. Russell Westbrook endaði leikinn með 30 stig, 7 fráköst og 9 stoðsendingar og það ótrúlega við það er að þessar tölur lækkuðu meðaltalið hans á tímabilinu. „Ég sagði við Vic fyrir leikinn að ég ætlaði að ná vinstri handar troðslu í leiknum, vissi bara ekki hvenær,“ sagði Russell Westbrook eftir leikinn og bætti við: „Það má segja að ég hafi geymt það besta þar til síðast,“ sagði Westbrook brosandi. Liðsfélagi hans Victor Oladipo staðfesti það við bandaríska fjölmiðlamenn að Westbrook hafi vissulega lofaði þessu fyrir leikinn. Hvort að Russell Westbrook sé mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar er efni í góða umræðu en það geta fáir NBA-áhugamenn mótmælt því að hann sé einn sá allra skemmtilegasti. Það er alltaf von á einhverju góðu þegar kemur að Russell Westbrook enda líklega sá eini sem ákveður að troða yfir 208 sentímetra miðherja eftir innkastkerfi á lokasekúndum í æsispennandi leik og það sem meira er - nota vinstri í verkið. Hér fyrir neðan má sjá myndband af þessari þrumutroðslu Russell Westbrook í nótt. NBA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Sjá meira
Russell Westbrook innsiglaði sigur Oklahoma City Thunder í NBA-nótt með afgerandi hætti. Þessi frábæri bakvörður kórónaði flottan leik með einni af troðslum tímabilsins. Troðsla Russell Westbrook í nótt nokkrum sekúndum fyrir lokin á leik Oklahoma City Thunder og Houston Rockets er þegar orðin ein af flottustu tilþrifum tímabilsins. Það verður erfitt að velta henni úr sessi enda þvílík tilþrif á úrslitastundu og leikmaður að sýna íþróttahæfileika sína í öðru veldi. Það sem gerði þessa þrumutroðslu enn merkilegri er að Russell Westbrook var þarna að troða með vinstri hendi og yfir hinn 208 sentímetra háa miðherja Houston liðsins Clint Capela. Russell Westbrook endaði leikinn með 30 stig, 7 fráköst og 9 stoðsendingar og það ótrúlega við það er að þessar tölur lækkuðu meðaltalið hans á tímabilinu. „Ég sagði við Vic fyrir leikinn að ég ætlaði að ná vinstri handar troðslu í leiknum, vissi bara ekki hvenær,“ sagði Russell Westbrook eftir leikinn og bætti við: „Það má segja að ég hafi geymt það besta þar til síðast,“ sagði Westbrook brosandi. Liðsfélagi hans Victor Oladipo staðfesti það við bandaríska fjölmiðlamenn að Westbrook hafi vissulega lofaði þessu fyrir leikinn. Hvort að Russell Westbrook sé mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar er efni í góða umræðu en það geta fáir NBA-áhugamenn mótmælt því að hann sé einn sá allra skemmtilegasti. Það er alltaf von á einhverju góðu þegar kemur að Russell Westbrook enda líklega sá eini sem ákveður að troða yfir 208 sentímetra miðherja eftir innkastkerfi á lokasekúndum í æsispennandi leik og það sem meira er - nota vinstri í verkið. Hér fyrir neðan má sjá myndband af þessari þrumutroðslu Russell Westbrook í nótt.
NBA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Sjá meira