Algjör B-manneskja 18. júní 2016 00:01 Haukur Heiðar Hauksson læknir og tónlistarmaður ætlar ekki að missa af landsleiknum í dag. Hann fer svo á tónleika á Secret Solstice í kvöld. Fréttablaðið/Hanna Þessi annasama helgi hjá Hauki Heiðari hófst á fimmtudagskvöld þegar Dikta spilaði á Secret Solstice hátíðinni. Í gær sá hann Radiohead spila og í kvöld ætlar hann ekki að missa af Deftones. „Já, það er mikið að gerast þessa helgi eins og vanalega. Ég verð líka að syngja í tveimur brúðkaupum og missi að sjálfsögðu ekki af leik Íslands og Ungverjalands í dag. Svo þarf ég að klára að ganga frá tveimur barnabókum fyrir bókafyrirtækið okkar, Rósakot.“ Haukur Heiðar leyfir lesendum hér að heyra hvernig dæmigerð helgi er hjá honum. Hver er óskamorgunmaturinn um helgar? Það er fátt betra en að fara í góðan brunch á Geysi með konu og börnum og fá sér einn cappuccino með þó maður geri það mun sjaldnar en maður vildi. Hver er yfirleitt helgarmorgunmaturinn? Ég fæ mér nú vanalega bara hafragraut með krökkunum eða brauð með osti. Þegar þú ferð út að skemmta þér hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Ég get ekki sagt að ég eigi mér neinn uppáhalds skemmtistað. Best finnst mér bara að vera í góðra vina hópi, sama svo sem hvar eða hvenær það er.Sefur þú út um helgar? Ég vakna nú oftast með börnunum og leyfi konunni minni að sofa út. True story. Það kemur sárasjaldan fyrir að ég sofi út. Uppáhalds helgarmaturinn? Grillaðar nautalundir og gott rauðvín með. Hvar er best að borða hann? Heima í góðra vina hópi. Vakir þú frameftir? Já, ég verð nú því miður að viðurkenna að ég vaki alltof oft frameftir að klára verkefni dagsins eða æfa mig fyrir næsta dag. Er og hef alltaf verið algjör B manneskja en samt ekki, því ég sef aldrei út. En þegar mikið er að gera, þá þarf maður einhvers staðar að finna tíma og því miður er það oft svefninn sem fær að gjalda fyrir það. Ef þú ferð út að dansa hvert ferðu þá? Eins og þeir sem þekkja mig vita, þá er dans ekki mín sterkasta hlið. Ég er betri í öðru. Ætli ég dansi ekki bara helst á hljómsveitaræfingum? Hvernig er draumahelgin? Að vera í fríi frá vöktum og með ekkert planað. Endalaust af fótboltaleikjum í gangi, Liverpool, FH og Ísland eru að keppa. Og vinna öll að sjálfsögðu. Ef þú ert næturhrafn færðu þér eitthvað í gogginn á kvöldin? Nei, yfirleitt læt ég það nú vera að borða á kvöldin. Það væri þá helst svartur kaffibolli. Ertu með nammidag? Hvaða nammi færðu þér? Börnin halda mikið upp á laugardaga og stundum leyfir maður sér eitthvað þá líka. Þessa dagana reyni ég samt að halda mig frá slíku. En súkkulaði er óþolandi gott. Hvar er best að eyða laugardagseftirmiðdegi? Á laugardagseftirmiðdegi er ekkert betra en að vera heima í rólegheitunum. Með hverjum er best að hanga um helgar? Konunni minni. Hvað verður í sunnudagskaffinu? Ef ég svara pönnukökur með rjóma og sultu og það kemur í blaðinu, verður það þá ekki örugglega að veruleika? Hvað er annars að frétta? Á mánudagsmorgun neglum við Diktu menn út á flugvöll og fljúgum til Noregs að spila þar á tónlistarhátíð. Og svo heldur sumarið áfram, helgi eftir helgi eftir helgi. ÁFRAM ÍSLAND! Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Sjá meira
Þessi annasama helgi hjá Hauki Heiðari hófst á fimmtudagskvöld þegar Dikta spilaði á Secret Solstice hátíðinni. Í gær sá hann Radiohead spila og í kvöld ætlar hann ekki að missa af Deftones. „Já, það er mikið að gerast þessa helgi eins og vanalega. Ég verð líka að syngja í tveimur brúðkaupum og missi að sjálfsögðu ekki af leik Íslands og Ungverjalands í dag. Svo þarf ég að klára að ganga frá tveimur barnabókum fyrir bókafyrirtækið okkar, Rósakot.“ Haukur Heiðar leyfir lesendum hér að heyra hvernig dæmigerð helgi er hjá honum. Hver er óskamorgunmaturinn um helgar? Það er fátt betra en að fara í góðan brunch á Geysi með konu og börnum og fá sér einn cappuccino með þó maður geri það mun sjaldnar en maður vildi. Hver er yfirleitt helgarmorgunmaturinn? Ég fæ mér nú vanalega bara hafragraut með krökkunum eða brauð með osti. Þegar þú ferð út að skemmta þér hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Ég get ekki sagt að ég eigi mér neinn uppáhalds skemmtistað. Best finnst mér bara að vera í góðra vina hópi, sama svo sem hvar eða hvenær það er.Sefur þú út um helgar? Ég vakna nú oftast með börnunum og leyfi konunni minni að sofa út. True story. Það kemur sárasjaldan fyrir að ég sofi út. Uppáhalds helgarmaturinn? Grillaðar nautalundir og gott rauðvín með. Hvar er best að borða hann? Heima í góðra vina hópi. Vakir þú frameftir? Já, ég verð nú því miður að viðurkenna að ég vaki alltof oft frameftir að klára verkefni dagsins eða æfa mig fyrir næsta dag. Er og hef alltaf verið algjör B manneskja en samt ekki, því ég sef aldrei út. En þegar mikið er að gera, þá þarf maður einhvers staðar að finna tíma og því miður er það oft svefninn sem fær að gjalda fyrir það. Ef þú ferð út að dansa hvert ferðu þá? Eins og þeir sem þekkja mig vita, þá er dans ekki mín sterkasta hlið. Ég er betri í öðru. Ætli ég dansi ekki bara helst á hljómsveitaræfingum? Hvernig er draumahelgin? Að vera í fríi frá vöktum og með ekkert planað. Endalaust af fótboltaleikjum í gangi, Liverpool, FH og Ísland eru að keppa. Og vinna öll að sjálfsögðu. Ef þú ert næturhrafn færðu þér eitthvað í gogginn á kvöldin? Nei, yfirleitt læt ég það nú vera að borða á kvöldin. Það væri þá helst svartur kaffibolli. Ertu með nammidag? Hvaða nammi færðu þér? Börnin halda mikið upp á laugardaga og stundum leyfir maður sér eitthvað þá líka. Þessa dagana reyni ég samt að halda mig frá slíku. En súkkulaði er óþolandi gott. Hvar er best að eyða laugardagseftirmiðdegi? Á laugardagseftirmiðdegi er ekkert betra en að vera heima í rólegheitunum. Með hverjum er best að hanga um helgar? Konunni minni. Hvað verður í sunnudagskaffinu? Ef ég svara pönnukökur með rjóma og sultu og það kemur í blaðinu, verður það þá ekki örugglega að veruleika? Hvað er annars að frétta? Á mánudagsmorgun neglum við Diktu menn út á flugvöll og fljúgum til Noregs að spila þar á tónlistarhátíð. Og svo heldur sumarið áfram, helgi eftir helgi eftir helgi. ÁFRAM ÍSLAND!
Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Sjá meira