Það er í lagi að vera ekki í lagi Elva Tryggvadóttir skrifar 2. nóvember 2016 11:00 Klukkan er rúmlega ellefu að kvöldi til, íslenskt vetrarmyrkur umlykur bæinn, það ískrar í bárujárni sem blaktir í vindinum og regndropar berja á glugganum. Flestir eru á leið undir sæng þegar síminn pípir og ég lít á símann, það er útkall. Einhver er týndur og leit að hefjast, enginn veit hvort, hvar eða hvernig aðkoman verður, það hefur reynslan sýnt. Starf í björgunarsveit er mjög gefandi en um leið krefjandi. Allan ársins hring, hvort sem er að degi eða nóttu, erum við björgunarsveitarfólk tilbúið að koma öðrum til aðstoðar. Menn og konur á öllum aldri fara í gegnum margra mánaða þjálfun, leggja í kaup á búnaði, verja tíma í ferðir og fjáraflanir til að vera tilbúin fyrir þig, tilbúin að leggja sitt fram til samfélagsins þegar á þarf að halda. Umræða um mikilvægi sálræns stuðnings hefur aukist undanfarin ár á meðal viðbragðsaðila þ. á m. björgunarsveitarfólks, sem og í þjóðfélaginu almennt. Viðurkenning á að „það er í lagi að vera ekki í lagi“, það að koma að alvarlegum slysum, finna látinn einstakling, grafast í snjóflóði og svo framvegis í útkalli, getur haft áhrif á andlega líðan og það er í lagi að ræða það. Það er því ekki nóg að vera þjálfaður í aðferðum, tækjum og tólum heldur þarf björgunarsveitarfólk, eins og aðrir viðbragðsaðilar, að vera viðbúið þeim andlegu áhrifum sem vinna í streitutengdu umhverfi hefur. Við þurfum að þekkja áhrif streitu, þekkja eigin mörk og kunna að virkja bjargráðin okkar. Við viljum hafa góðan tilfinningalegan aðbúnað fyrir okkur og félagana, við viljum vera í lagi fyrir þig, fyrir okkur og okkar fjölskyldur. Slysavarnafélagið Landsbjörg er því stolt að sameinast öðrum viðbragðsaðilum; Neyðarlínu, Landssambandi lögreglumanna, Ríkislögreglustjóra, Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna, Landhelgisgæslu og Rauða krossi Íslands ásamt Háskólanum í Reykjavík og Sálfræðingunum Lynghálsi um ráðstefnuna „Sálrænn stuðningur við viðbragðsaðila í neyðarþjónustu“ á Hótel Nordica 2. til 4. nóvember næstkomandi. Ráðstefna sem skiptir okkur öll máli. Mamma, hvert ertu að fara, er útkall, ertu að fara í leit, vonandi finnurðu hann?… Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Klukkan er rúmlega ellefu að kvöldi til, íslenskt vetrarmyrkur umlykur bæinn, það ískrar í bárujárni sem blaktir í vindinum og regndropar berja á glugganum. Flestir eru á leið undir sæng þegar síminn pípir og ég lít á símann, það er útkall. Einhver er týndur og leit að hefjast, enginn veit hvort, hvar eða hvernig aðkoman verður, það hefur reynslan sýnt. Starf í björgunarsveit er mjög gefandi en um leið krefjandi. Allan ársins hring, hvort sem er að degi eða nóttu, erum við björgunarsveitarfólk tilbúið að koma öðrum til aðstoðar. Menn og konur á öllum aldri fara í gegnum margra mánaða þjálfun, leggja í kaup á búnaði, verja tíma í ferðir og fjáraflanir til að vera tilbúin fyrir þig, tilbúin að leggja sitt fram til samfélagsins þegar á þarf að halda. Umræða um mikilvægi sálræns stuðnings hefur aukist undanfarin ár á meðal viðbragðsaðila þ. á m. björgunarsveitarfólks, sem og í þjóðfélaginu almennt. Viðurkenning á að „það er í lagi að vera ekki í lagi“, það að koma að alvarlegum slysum, finna látinn einstakling, grafast í snjóflóði og svo framvegis í útkalli, getur haft áhrif á andlega líðan og það er í lagi að ræða það. Það er því ekki nóg að vera þjálfaður í aðferðum, tækjum og tólum heldur þarf björgunarsveitarfólk, eins og aðrir viðbragðsaðilar, að vera viðbúið þeim andlegu áhrifum sem vinna í streitutengdu umhverfi hefur. Við þurfum að þekkja áhrif streitu, þekkja eigin mörk og kunna að virkja bjargráðin okkar. Við viljum hafa góðan tilfinningalegan aðbúnað fyrir okkur og félagana, við viljum vera í lagi fyrir þig, fyrir okkur og okkar fjölskyldur. Slysavarnafélagið Landsbjörg er því stolt að sameinast öðrum viðbragðsaðilum; Neyðarlínu, Landssambandi lögreglumanna, Ríkislögreglustjóra, Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna, Landhelgisgæslu og Rauða krossi Íslands ásamt Háskólanum í Reykjavík og Sálfræðingunum Lynghálsi um ráðstefnuna „Sálrænn stuðningur við viðbragðsaðila í neyðarþjónustu“ á Hótel Nordica 2. til 4. nóvember næstkomandi. Ráðstefna sem skiptir okkur öll máli. Mamma, hvert ertu að fara, er útkall, ertu að fara í leit, vonandi finnurðu hann?…
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun