Það er í lagi að vera ekki í lagi Elva Tryggvadóttir skrifar 2. nóvember 2016 11:00 Klukkan er rúmlega ellefu að kvöldi til, íslenskt vetrarmyrkur umlykur bæinn, það ískrar í bárujárni sem blaktir í vindinum og regndropar berja á glugganum. Flestir eru á leið undir sæng þegar síminn pípir og ég lít á símann, það er útkall. Einhver er týndur og leit að hefjast, enginn veit hvort, hvar eða hvernig aðkoman verður, það hefur reynslan sýnt. Starf í björgunarsveit er mjög gefandi en um leið krefjandi. Allan ársins hring, hvort sem er að degi eða nóttu, erum við björgunarsveitarfólk tilbúið að koma öðrum til aðstoðar. Menn og konur á öllum aldri fara í gegnum margra mánaða þjálfun, leggja í kaup á búnaði, verja tíma í ferðir og fjáraflanir til að vera tilbúin fyrir þig, tilbúin að leggja sitt fram til samfélagsins þegar á þarf að halda. Umræða um mikilvægi sálræns stuðnings hefur aukist undanfarin ár á meðal viðbragðsaðila þ. á m. björgunarsveitarfólks, sem og í þjóðfélaginu almennt. Viðurkenning á að „það er í lagi að vera ekki í lagi“, það að koma að alvarlegum slysum, finna látinn einstakling, grafast í snjóflóði og svo framvegis í útkalli, getur haft áhrif á andlega líðan og það er í lagi að ræða það. Það er því ekki nóg að vera þjálfaður í aðferðum, tækjum og tólum heldur þarf björgunarsveitarfólk, eins og aðrir viðbragðsaðilar, að vera viðbúið þeim andlegu áhrifum sem vinna í streitutengdu umhverfi hefur. Við þurfum að þekkja áhrif streitu, þekkja eigin mörk og kunna að virkja bjargráðin okkar. Við viljum hafa góðan tilfinningalegan aðbúnað fyrir okkur og félagana, við viljum vera í lagi fyrir þig, fyrir okkur og okkar fjölskyldur. Slysavarnafélagið Landsbjörg er því stolt að sameinast öðrum viðbragðsaðilum; Neyðarlínu, Landssambandi lögreglumanna, Ríkislögreglustjóra, Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna, Landhelgisgæslu og Rauða krossi Íslands ásamt Háskólanum í Reykjavík og Sálfræðingunum Lynghálsi um ráðstefnuna „Sálrænn stuðningur við viðbragðsaðila í neyðarþjónustu“ á Hótel Nordica 2. til 4. nóvember næstkomandi. Ráðstefna sem skiptir okkur öll máli. Mamma, hvert ertu að fara, er útkall, ertu að fara í leit, vonandi finnurðu hann?… Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Klukkan er rúmlega ellefu að kvöldi til, íslenskt vetrarmyrkur umlykur bæinn, það ískrar í bárujárni sem blaktir í vindinum og regndropar berja á glugganum. Flestir eru á leið undir sæng þegar síminn pípir og ég lít á símann, það er útkall. Einhver er týndur og leit að hefjast, enginn veit hvort, hvar eða hvernig aðkoman verður, það hefur reynslan sýnt. Starf í björgunarsveit er mjög gefandi en um leið krefjandi. Allan ársins hring, hvort sem er að degi eða nóttu, erum við björgunarsveitarfólk tilbúið að koma öðrum til aðstoðar. Menn og konur á öllum aldri fara í gegnum margra mánaða þjálfun, leggja í kaup á búnaði, verja tíma í ferðir og fjáraflanir til að vera tilbúin fyrir þig, tilbúin að leggja sitt fram til samfélagsins þegar á þarf að halda. Umræða um mikilvægi sálræns stuðnings hefur aukist undanfarin ár á meðal viðbragðsaðila þ. á m. björgunarsveitarfólks, sem og í þjóðfélaginu almennt. Viðurkenning á að „það er í lagi að vera ekki í lagi“, það að koma að alvarlegum slysum, finna látinn einstakling, grafast í snjóflóði og svo framvegis í útkalli, getur haft áhrif á andlega líðan og það er í lagi að ræða það. Það er því ekki nóg að vera þjálfaður í aðferðum, tækjum og tólum heldur þarf björgunarsveitarfólk, eins og aðrir viðbragðsaðilar, að vera viðbúið þeim andlegu áhrifum sem vinna í streitutengdu umhverfi hefur. Við þurfum að þekkja áhrif streitu, þekkja eigin mörk og kunna að virkja bjargráðin okkar. Við viljum hafa góðan tilfinningalegan aðbúnað fyrir okkur og félagana, við viljum vera í lagi fyrir þig, fyrir okkur og okkar fjölskyldur. Slysavarnafélagið Landsbjörg er því stolt að sameinast öðrum viðbragðsaðilum; Neyðarlínu, Landssambandi lögreglumanna, Ríkislögreglustjóra, Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna, Landhelgisgæslu og Rauða krossi Íslands ásamt Háskólanum í Reykjavík og Sálfræðingunum Lynghálsi um ráðstefnuna „Sálrænn stuðningur við viðbragðsaðila í neyðarþjónustu“ á Hótel Nordica 2. til 4. nóvember næstkomandi. Ráðstefna sem skiptir okkur öll máli. Mamma, hvert ertu að fara, er útkall, ertu að fara í leit, vonandi finnurðu hann?…
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar