Heima er best Sigþrúður Guðmundsdóttir skrifar 6. desember 2016 07:00 Drög að húsreglum barna sem vilja halda haus á ofbeldisheimilum byggðar á reynslusögum hundraða barna sem dvalið hafa í Kvennaathvarfinu.Heima er best að vera sem minnst, því að alls staðar, líka í myrkrinu á skólalóðinni, í ísköldu strætóskýli eða hlaupandi yfir Miklubrautina ertu öruggari en heima. Samt; heima er best að vera sem mest, því allt það hræðilega sem gerist þegar þú ert heima getur orðið ennþá hræðilegra þegar þú ert þar ekki og stundum er skárra að vita hvað er að gerast heima en að vita það ekki.Heima er best að muna, þegar hann öskrar „ég ætla að drepa þig, helvítis hóran þín“ að hann hefur oft öskrað það áður en hann hefur aldrei beinlínis drepið hana svo kannski sleppur það í þetta skipti líka. Ef þú gleymir þessu getur hent að þú farir að grenja eins og aumingi eða pissir í buxurnar og margir hafa lent í vandræðum fyrir minna.Heima er best, eða öllu heldur nauðsynlegt að hafa allar flóttaleiðir á hreinu í hverju einasta herbergi. Stundum liggur hún út, stundum inn á klósett og stundum inn í skáp eða undir rúm. Þú þarft líka að muna að þó það sé alltaf betra að fela sig með systkinum sínum þá er það ekki alltaf hægt og þó það sé hræðilegt að vera alein í öskrunum þá er það stundum lífsnauðsynlegt.Heima er best að hafa alla hluti á hreinu og pirra aldrei neinn. Hella aldrei niður mjólk, stilla sjónvarpið aldrei of hátt, fá aldrei lélega einkunn og segja aldrei ljót orð (allavega ekki þegar einhver heyrir til) eða gera neitt annað hættulegt. Ekki svo mikið af því að það komi í veg fyrir að eitthvað hræðilegt gerist heldur meira vegna þess að það hræðilega sem gerist er örlítið minna þér að kenna ef þú passar upp á allt.Heima er best að muna að orð eru í rauninni ekki neitt, þau eru bara hljóð en ekki hnífar eða grjóthnullungar eins og þér finnst þau samt vera þegar þau fljúga milli veggja í stofunni.Heima er best að taka þátt í gleðistundum með heilum hug, og jafnvel þó þið séuð ennþá hrædd eftir síðustu orrustu, sár eftir orðin sem féllu og leið yfir dótinu sem skemmdist. Takið samt þátt í gleðinni eins og ekkert hafi í skorist því mamma og pabbi eiga nógu bágt þó þau sitji ekki uppi með fúl og leiðinleg börn þegar allir eiga að vera glaðir.Heima er best að gera sér ekki of miklar vonir um að jólin verði gleðileg, að það verði haldið upp á afmælið þitt eða að þið komist heim úr útilegunni án þess að eitthvað komi upp á. Það er best að búast við sem minnstu þá verða vonbrigðin minni ef allt fer í klessu. Einmitt í dag eru þrjátíu og fjögur ár síðan Kvennaathvarfið var opnað og fyrsta konan flutti inn með syni sínum. Síðan þá hafa rúmlega þrjú þúsund og tvö hundruð börn dvalið í athvarfinu með mæðrum sínum þegar dvölin heima hefur verið þeim óbærileg vegna ofbeldis.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Drög að húsreglum barna sem vilja halda haus á ofbeldisheimilum byggðar á reynslusögum hundraða barna sem dvalið hafa í Kvennaathvarfinu.Heima er best að vera sem minnst, því að alls staðar, líka í myrkrinu á skólalóðinni, í ísköldu strætóskýli eða hlaupandi yfir Miklubrautina ertu öruggari en heima. Samt; heima er best að vera sem mest, því allt það hræðilega sem gerist þegar þú ert heima getur orðið ennþá hræðilegra þegar þú ert þar ekki og stundum er skárra að vita hvað er að gerast heima en að vita það ekki.Heima er best að muna, þegar hann öskrar „ég ætla að drepa þig, helvítis hóran þín“ að hann hefur oft öskrað það áður en hann hefur aldrei beinlínis drepið hana svo kannski sleppur það í þetta skipti líka. Ef þú gleymir þessu getur hent að þú farir að grenja eins og aumingi eða pissir í buxurnar og margir hafa lent í vandræðum fyrir minna.Heima er best, eða öllu heldur nauðsynlegt að hafa allar flóttaleiðir á hreinu í hverju einasta herbergi. Stundum liggur hún út, stundum inn á klósett og stundum inn í skáp eða undir rúm. Þú þarft líka að muna að þó það sé alltaf betra að fela sig með systkinum sínum þá er það ekki alltaf hægt og þó það sé hræðilegt að vera alein í öskrunum þá er það stundum lífsnauðsynlegt.Heima er best að hafa alla hluti á hreinu og pirra aldrei neinn. Hella aldrei niður mjólk, stilla sjónvarpið aldrei of hátt, fá aldrei lélega einkunn og segja aldrei ljót orð (allavega ekki þegar einhver heyrir til) eða gera neitt annað hættulegt. Ekki svo mikið af því að það komi í veg fyrir að eitthvað hræðilegt gerist heldur meira vegna þess að það hræðilega sem gerist er örlítið minna þér að kenna ef þú passar upp á allt.Heima er best að muna að orð eru í rauninni ekki neitt, þau eru bara hljóð en ekki hnífar eða grjóthnullungar eins og þér finnst þau samt vera þegar þau fljúga milli veggja í stofunni.Heima er best að taka þátt í gleðistundum með heilum hug, og jafnvel þó þið séuð ennþá hrædd eftir síðustu orrustu, sár eftir orðin sem féllu og leið yfir dótinu sem skemmdist. Takið samt þátt í gleðinni eins og ekkert hafi í skorist því mamma og pabbi eiga nógu bágt þó þau sitji ekki uppi með fúl og leiðinleg börn þegar allir eiga að vera glaðir.Heima er best að gera sér ekki of miklar vonir um að jólin verði gleðileg, að það verði haldið upp á afmælið þitt eða að þið komist heim úr útilegunni án þess að eitthvað komi upp á. Það er best að búast við sem minnstu þá verða vonbrigðin minni ef allt fer í klessu. Einmitt í dag eru þrjátíu og fjögur ár síðan Kvennaathvarfið var opnað og fyrsta konan flutti inn með syni sínum. Síðan þá hafa rúmlega þrjú þúsund og tvö hundruð börn dvalið í athvarfinu með mæðrum sínum þegar dvölin heima hefur verið þeim óbærileg vegna ofbeldis.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar