Porsche 911 Turbo S bakar Jaguar F Type AWD Finnur Thorlacius skrifar 18. júlí 2016 16:55 Bílablaðið EVO efnir reglulega til einvígis milli bíla sem eru með krafta í kögglum og birtir á Youtube vefnum. Það nýjast frá þeim er athyglivert einvígi milli Porsche 911 Turbo S bíls og Jaguar F Type R AWD. Margir bílaframleiðendur halda að þeir eigi einhvern séns í bíla Porsche en flestir fara með skottið á milli lappanna eftir þær rimmur. Það á einnig við hér. Porsche 911 Turbo S bíllinn er svo fljótur að það þarf margfalt dýrari ofurbíla til að skáka honum. Hann er 572 hestöfl en Jaguar bíllinn 542 hestöfl, svo ekki munar miklu á aflinu, en það sem ríður baggamuninn er gripfesta Porsche bílsins og árangur Porsche manna að skila öllu aflinu í malbikið, auk frábærrar PDK-sjálfskiptingar bílsins. Hann er litlar 2,6 sekúndur í 100 km hraða, fer kvartmíluna á 10,5 sekúndum og hálfa mílu á 16,7 sekúndum. Jaguar bíllinn er 3,5 sekúndur í hundraðið þrátt fyrir svo til sama afl, er fjórhjóladrifinn eins og Porsche 911 Turbo S bíllinn en hann er þó sýnu þyngri. Sem fyrr er sjón sögu ríkari. Það þarf meira en þetta til að slá við Porsche 911 Turbo S. Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Innlent
Bílablaðið EVO efnir reglulega til einvígis milli bíla sem eru með krafta í kögglum og birtir á Youtube vefnum. Það nýjast frá þeim er athyglivert einvígi milli Porsche 911 Turbo S bíls og Jaguar F Type R AWD. Margir bílaframleiðendur halda að þeir eigi einhvern séns í bíla Porsche en flestir fara með skottið á milli lappanna eftir þær rimmur. Það á einnig við hér. Porsche 911 Turbo S bíllinn er svo fljótur að það þarf margfalt dýrari ofurbíla til að skáka honum. Hann er 572 hestöfl en Jaguar bíllinn 542 hestöfl, svo ekki munar miklu á aflinu, en það sem ríður baggamuninn er gripfesta Porsche bílsins og árangur Porsche manna að skila öllu aflinu í malbikið, auk frábærrar PDK-sjálfskiptingar bílsins. Hann er litlar 2,6 sekúndur í 100 km hraða, fer kvartmíluna á 10,5 sekúndum og hálfa mílu á 16,7 sekúndum. Jaguar bíllinn er 3,5 sekúndur í hundraðið þrátt fyrir svo til sama afl, er fjórhjóladrifinn eins og Porsche 911 Turbo S bíllinn en hann er þó sýnu þyngri. Sem fyrr er sjón sögu ríkari. Það þarf meira en þetta til að slá við Porsche 911 Turbo S.
Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Innlent