Norskt skipafélag í vanda: Milljarðalán íslensku bankanna í húfi ingvar haraldsson skrifar 7. janúar 2016 07:15 Leggja hefur þurft fjölmörgum norskum þjónustuskipum við olíuiðnaðinn vegna lágs olíuverðs. vísir/ap Havila Shipping, norskt skipafélag, sem Íslandsbanki og Arion banki hafa lánað jafnvirði 8 milljarða íslenskra króna, á í miklum rekstrarvandræðum. Fyrirtækið, sem sérhæfir sig í þjónustu við olíu- og gasvinnslu, tilkynnti á þriðjudaginn að það hefði komist að samkomulagi við lánardrottna sína um að lengja í lánum og seinka afborgunum. Í tilkynningunni kom fram að núverandi tekjur félagsins dygðu ekki til þess að greiða af öllum lánum þess og ekki væri útlit fyrir að markaðsaðstæður myndu lagast á næstunni. Samkomulagið ætti að tryggja félaginu nægt laust fé út árið 2018. Olíuþjónustuiðnaðurinn í Noregi og víðar hefur verið í djúpri kreppu frá því að olíuverð tók að falla sumarið 2014. Leggja hefur þurft fjölmörgum olíuþjónustuskipum. Í gær hafði tunna af Brent-hráolíu ekki verið ódýrari síðan árið 2004. Tunnan kostaði yfir 115 bandaríkjadali í júní 2014 en kostar nú undir 35 Bandaríkjadölum. Íslandsbanki lánaði fyrirtækinu 130 milljónir norskra króna í árslok 2013, sem voru þá jafnvirði um 2,5 milljarða íslenskra króna. Arion banki lánaði félaginu 300 milljónir norskra króna sumarið 2014 sem þá voru jafnvirði 5,5 milljarða íslenskra króna. Hlutabréf í Havila hafa lækkað um meira en 90 prósent frá því íslensku bankarnir lánaðu fyrirtækinu.Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka, segir bankann hluti af samkomulaginu Havila við lánadrottna.mynd/arion bankiHaraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka, sagði bankann hluta af samkomulaginu. Bankinn væri að liðka til í skilmálum eins og aðrir lánveitendur. Hann vísaði að öðru leyti í tilkynningu Havila. Íslandsbanki vísaði á sömu tilkynningu þegar viðbragða þar var leitað. Samkomulag Havila við lánardrottna felur í sér að lengt verði í lánum og afborgunum þeirra seinkað þannig að fyrirtækið muni borga 2,2 milljarða íslenskra króna í afborganir lána í stað 7,8 milljarða íslenskra króna á árunum 2016-2018 miðað við núverandi gengi. Samkomulagið er þó háð samþykki eigenda skuldabréfa sem Havila hefur gefið út og að 200 milljónir norskra króna, jafnvirði tæplega 3 milljarða íslenskra króna, af nýju hlutafé verði settar í félagið.Fyrrverandi stjórnarmaður í Fáfni eigandi HavilaHavila Shipping er að meirihluta í eigu Sævik-útgerðarfjölskyldunnar, sömu fjölskyldu og á meirihluta í Havyard, skipasmíðastöðinni sem byggt hefur skip íslenska félagsins Fáfnis Offshore og á hlut í Fáfni. Per Rolf Sævik, sem segja má að sé höfuð fjölskyldunnar, sat í stjórn Fáfnis þar til í nóvember á síðasta ári. Tengdar fréttir Telur Fáfni geta misst eina verkefni sitt eftir uppsögn Steingríms Bjarni Ármansson er ekki lengur stjórnarformaður Fáfnis en hann tók við starfinu síðasta sumar. 5. janúar 2016 08:00 Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Sjá meira
Havila Shipping, norskt skipafélag, sem Íslandsbanki og Arion banki hafa lánað jafnvirði 8 milljarða íslenskra króna, á í miklum rekstrarvandræðum. Fyrirtækið, sem sérhæfir sig í þjónustu við olíu- og gasvinnslu, tilkynnti á þriðjudaginn að það hefði komist að samkomulagi við lánardrottna sína um að lengja í lánum og seinka afborgunum. Í tilkynningunni kom fram að núverandi tekjur félagsins dygðu ekki til þess að greiða af öllum lánum þess og ekki væri útlit fyrir að markaðsaðstæður myndu lagast á næstunni. Samkomulagið ætti að tryggja félaginu nægt laust fé út árið 2018. Olíuþjónustuiðnaðurinn í Noregi og víðar hefur verið í djúpri kreppu frá því að olíuverð tók að falla sumarið 2014. Leggja hefur þurft fjölmörgum olíuþjónustuskipum. Í gær hafði tunna af Brent-hráolíu ekki verið ódýrari síðan árið 2004. Tunnan kostaði yfir 115 bandaríkjadali í júní 2014 en kostar nú undir 35 Bandaríkjadölum. Íslandsbanki lánaði fyrirtækinu 130 milljónir norskra króna í árslok 2013, sem voru þá jafnvirði um 2,5 milljarða íslenskra króna. Arion banki lánaði félaginu 300 milljónir norskra króna sumarið 2014 sem þá voru jafnvirði 5,5 milljarða íslenskra króna. Hlutabréf í Havila hafa lækkað um meira en 90 prósent frá því íslensku bankarnir lánaðu fyrirtækinu.Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka, segir bankann hluti af samkomulaginu Havila við lánadrottna.mynd/arion bankiHaraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka, sagði bankann hluta af samkomulaginu. Bankinn væri að liðka til í skilmálum eins og aðrir lánveitendur. Hann vísaði að öðru leyti í tilkynningu Havila. Íslandsbanki vísaði á sömu tilkynningu þegar viðbragða þar var leitað. Samkomulag Havila við lánardrottna felur í sér að lengt verði í lánum og afborgunum þeirra seinkað þannig að fyrirtækið muni borga 2,2 milljarða íslenskra króna í afborganir lána í stað 7,8 milljarða íslenskra króna á árunum 2016-2018 miðað við núverandi gengi. Samkomulagið er þó háð samþykki eigenda skuldabréfa sem Havila hefur gefið út og að 200 milljónir norskra króna, jafnvirði tæplega 3 milljarða íslenskra króna, af nýju hlutafé verði settar í félagið.Fyrrverandi stjórnarmaður í Fáfni eigandi HavilaHavila Shipping er að meirihluta í eigu Sævik-útgerðarfjölskyldunnar, sömu fjölskyldu og á meirihluta í Havyard, skipasmíðastöðinni sem byggt hefur skip íslenska félagsins Fáfnis Offshore og á hlut í Fáfni. Per Rolf Sævik, sem segja má að sé höfuð fjölskyldunnar, sat í stjórn Fáfnis þar til í nóvember á síðasta ári.
Tengdar fréttir Telur Fáfni geta misst eina verkefni sitt eftir uppsögn Steingríms Bjarni Ármansson er ekki lengur stjórnarformaður Fáfnis en hann tók við starfinu síðasta sumar. 5. janúar 2016 08:00 Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Sjá meira
Telur Fáfni geta misst eina verkefni sitt eftir uppsögn Steingríms Bjarni Ármansson er ekki lengur stjórnarformaður Fáfnis en hann tók við starfinu síðasta sumar. 5. janúar 2016 08:00