Norskt skipafélag í vanda: Milljarðalán íslensku bankanna í húfi ingvar haraldsson skrifar 7. janúar 2016 07:15 Leggja hefur þurft fjölmörgum norskum þjónustuskipum við olíuiðnaðinn vegna lágs olíuverðs. vísir/ap Havila Shipping, norskt skipafélag, sem Íslandsbanki og Arion banki hafa lánað jafnvirði 8 milljarða íslenskra króna, á í miklum rekstrarvandræðum. Fyrirtækið, sem sérhæfir sig í þjónustu við olíu- og gasvinnslu, tilkynnti á þriðjudaginn að það hefði komist að samkomulagi við lánardrottna sína um að lengja í lánum og seinka afborgunum. Í tilkynningunni kom fram að núverandi tekjur félagsins dygðu ekki til þess að greiða af öllum lánum þess og ekki væri útlit fyrir að markaðsaðstæður myndu lagast á næstunni. Samkomulagið ætti að tryggja félaginu nægt laust fé út árið 2018. Olíuþjónustuiðnaðurinn í Noregi og víðar hefur verið í djúpri kreppu frá því að olíuverð tók að falla sumarið 2014. Leggja hefur þurft fjölmörgum olíuþjónustuskipum. Í gær hafði tunna af Brent-hráolíu ekki verið ódýrari síðan árið 2004. Tunnan kostaði yfir 115 bandaríkjadali í júní 2014 en kostar nú undir 35 Bandaríkjadölum. Íslandsbanki lánaði fyrirtækinu 130 milljónir norskra króna í árslok 2013, sem voru þá jafnvirði um 2,5 milljarða íslenskra króna. Arion banki lánaði félaginu 300 milljónir norskra króna sumarið 2014 sem þá voru jafnvirði 5,5 milljarða íslenskra króna. Hlutabréf í Havila hafa lækkað um meira en 90 prósent frá því íslensku bankarnir lánaðu fyrirtækinu.Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka, segir bankann hluti af samkomulaginu Havila við lánadrottna.mynd/arion bankiHaraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka, sagði bankann hluta af samkomulaginu. Bankinn væri að liðka til í skilmálum eins og aðrir lánveitendur. Hann vísaði að öðru leyti í tilkynningu Havila. Íslandsbanki vísaði á sömu tilkynningu þegar viðbragða þar var leitað. Samkomulag Havila við lánardrottna felur í sér að lengt verði í lánum og afborgunum þeirra seinkað þannig að fyrirtækið muni borga 2,2 milljarða íslenskra króna í afborganir lána í stað 7,8 milljarða íslenskra króna á árunum 2016-2018 miðað við núverandi gengi. Samkomulagið er þó háð samþykki eigenda skuldabréfa sem Havila hefur gefið út og að 200 milljónir norskra króna, jafnvirði tæplega 3 milljarða íslenskra króna, af nýju hlutafé verði settar í félagið.Fyrrverandi stjórnarmaður í Fáfni eigandi HavilaHavila Shipping er að meirihluta í eigu Sævik-útgerðarfjölskyldunnar, sömu fjölskyldu og á meirihluta í Havyard, skipasmíðastöðinni sem byggt hefur skip íslenska félagsins Fáfnis Offshore og á hlut í Fáfni. Per Rolf Sævik, sem segja má að sé höfuð fjölskyldunnar, sat í stjórn Fáfnis þar til í nóvember á síðasta ári. Tengdar fréttir Telur Fáfni geta misst eina verkefni sitt eftir uppsögn Steingríms Bjarni Ármansson er ekki lengur stjórnarformaður Fáfnis en hann tók við starfinu síðasta sumar. 5. janúar 2016 08:00 Mest lesið Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Sjá meira
Havila Shipping, norskt skipafélag, sem Íslandsbanki og Arion banki hafa lánað jafnvirði 8 milljarða íslenskra króna, á í miklum rekstrarvandræðum. Fyrirtækið, sem sérhæfir sig í þjónustu við olíu- og gasvinnslu, tilkynnti á þriðjudaginn að það hefði komist að samkomulagi við lánardrottna sína um að lengja í lánum og seinka afborgunum. Í tilkynningunni kom fram að núverandi tekjur félagsins dygðu ekki til þess að greiða af öllum lánum þess og ekki væri útlit fyrir að markaðsaðstæður myndu lagast á næstunni. Samkomulagið ætti að tryggja félaginu nægt laust fé út árið 2018. Olíuþjónustuiðnaðurinn í Noregi og víðar hefur verið í djúpri kreppu frá því að olíuverð tók að falla sumarið 2014. Leggja hefur þurft fjölmörgum olíuþjónustuskipum. Í gær hafði tunna af Brent-hráolíu ekki verið ódýrari síðan árið 2004. Tunnan kostaði yfir 115 bandaríkjadali í júní 2014 en kostar nú undir 35 Bandaríkjadölum. Íslandsbanki lánaði fyrirtækinu 130 milljónir norskra króna í árslok 2013, sem voru þá jafnvirði um 2,5 milljarða íslenskra króna. Arion banki lánaði félaginu 300 milljónir norskra króna sumarið 2014 sem þá voru jafnvirði 5,5 milljarða íslenskra króna. Hlutabréf í Havila hafa lækkað um meira en 90 prósent frá því íslensku bankarnir lánaðu fyrirtækinu.Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka, segir bankann hluti af samkomulaginu Havila við lánadrottna.mynd/arion bankiHaraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka, sagði bankann hluta af samkomulaginu. Bankinn væri að liðka til í skilmálum eins og aðrir lánveitendur. Hann vísaði að öðru leyti í tilkynningu Havila. Íslandsbanki vísaði á sömu tilkynningu þegar viðbragða þar var leitað. Samkomulag Havila við lánardrottna felur í sér að lengt verði í lánum og afborgunum þeirra seinkað þannig að fyrirtækið muni borga 2,2 milljarða íslenskra króna í afborganir lána í stað 7,8 milljarða íslenskra króna á árunum 2016-2018 miðað við núverandi gengi. Samkomulagið er þó háð samþykki eigenda skuldabréfa sem Havila hefur gefið út og að 200 milljónir norskra króna, jafnvirði tæplega 3 milljarða íslenskra króna, af nýju hlutafé verði settar í félagið.Fyrrverandi stjórnarmaður í Fáfni eigandi HavilaHavila Shipping er að meirihluta í eigu Sævik-útgerðarfjölskyldunnar, sömu fjölskyldu og á meirihluta í Havyard, skipasmíðastöðinni sem byggt hefur skip íslenska félagsins Fáfnis Offshore og á hlut í Fáfni. Per Rolf Sævik, sem segja má að sé höfuð fjölskyldunnar, sat í stjórn Fáfnis þar til í nóvember á síðasta ári.
Tengdar fréttir Telur Fáfni geta misst eina verkefni sitt eftir uppsögn Steingríms Bjarni Ármansson er ekki lengur stjórnarformaður Fáfnis en hann tók við starfinu síðasta sumar. 5. janúar 2016 08:00 Mest lesið Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Sjá meira
Telur Fáfni geta misst eina verkefni sitt eftir uppsögn Steingríms Bjarni Ármansson er ekki lengur stjórnarformaður Fáfnis en hann tók við starfinu síðasta sumar. 5. janúar 2016 08:00
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent