Fer ofan af klettum – myndskeið Finnur Thorlacius skrifar 7. janúar 2016 10:41 Ökumaður Subaru Forester XT bíls sendi nýverið frá sér myndskeið af því er hann ekur bíl sínum útaf þjóðvegi í Kaliforníu og ofan af klettum og endar tugum metrum neðar. Það skrítna er að honum varð ekki meint að ráði við þennan útafakstur en vill með myndskeiðsbirtingunni vara ökumenn við því að koma hratt út úr veggöngum og þekkja þá vegi vel sem aka skal hratt á. Ástæða þess að hann fór svo hratt um veggöngin var að hann vildi heyra vel það kraftalega hljóð sem þessi öflugi Subaru gefur frá sér innan í veggöngunum, en það kostaði hann þennan skemmtilega bíl, sem er gerónýtur. Á myndskeiðinu sést að gangandi vegfarandi reynir að koma til hans skilaboðum að minnka hraðann útúr göngunum þar sem afar kröpp vinstri beygja tekur við af þeim. Hann hafði þó ekki erindi sem erfiði og því fór sem fór. Segja má að ökumaðurinn hafi í raun verið heppinn með hvar hann fór útaf en hann vill meina að ef hann hefði farið nokkrum metrum fyrr eða seinna útaf hefði beðið hans bráður bani. Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent
Ökumaður Subaru Forester XT bíls sendi nýverið frá sér myndskeið af því er hann ekur bíl sínum útaf þjóðvegi í Kaliforníu og ofan af klettum og endar tugum metrum neðar. Það skrítna er að honum varð ekki meint að ráði við þennan útafakstur en vill með myndskeiðsbirtingunni vara ökumenn við því að koma hratt út úr veggöngum og þekkja þá vegi vel sem aka skal hratt á. Ástæða þess að hann fór svo hratt um veggöngin var að hann vildi heyra vel það kraftalega hljóð sem þessi öflugi Subaru gefur frá sér innan í veggöngunum, en það kostaði hann þennan skemmtilega bíl, sem er gerónýtur. Á myndskeiðinu sést að gangandi vegfarandi reynir að koma til hans skilaboðum að minnka hraðann útúr göngunum þar sem afar kröpp vinstri beygja tekur við af þeim. Hann hafði þó ekki erindi sem erfiði og því fór sem fór. Segja má að ökumaðurinn hafi í raun verið heppinn með hvar hann fór útaf en hann vill meina að ef hann hefði farið nokkrum metrum fyrr eða seinna útaf hefði beðið hans bráður bani.
Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent