Það vilja allir að börnin þeirra hafi góða grunnskólakennara en... Gunnhildur Óskarsdóttir skrifar 29. september 2016 10:31 Það vilja allir að börnin þeirra hafi góða grunnskólakennara en það eru fáir sem hvetja börnin sín til að fara í grunnskólakennaranám. Þetta er dagsatt en hvernig stendur á þessu? Jú svörin sem fást við þessari spurningu eru gjarnan eitthvað á þessa leið: Kennarastarfið er svo illa launað; Það er svo erfitt; Kennaranámið er alltof langt; Hver heldurðu að leggi á sig 5 ára háskólanám fyrir þessi laun? Á sama tíma finnst okkur afar mikilvægt að börnin okkar hafi góða kennara. Kennara sem eru áhugasamir um starfið sitt og hugsi vel um börnin okkar þannig að þau fái að njóta sín í skólanum, hvert og eitt þeirra á sínum forsendum. Kennari barnanna okkar þarf líka að hafa góða þekkingu á inntaki námsgreina og leiðum í kennslu, byggja upp ríkulegt námsumhverfi og skapa góðan bekkjaranda þannig að börnunum líði vel í skólanum. Hann þarf að vera hlýr og glaður, áhugasamur og fróður og ýmislegt fleira mætti taka til. Í ákveðnum hverfum borgarinnar plönuðu pör jafnvel barneignir sem miðuðu við að ákveðnir kennarar eða kennarateymi myndu kenna börnunum í 1. bekk grunnskólans, eða a.m.k. reiknuðu út strax og ljóst var að von væri á barni hver eða hverjir væru líklegir til að kenna barninu. Foreldrunum fannst það skipta máli því góðir kennarar eru gulls ígildi og geta skipt sköpum fyrir einstaklinginn og haft áhrif á hvaða stefnu hann tekur í lífinu. Ég var sjálf 9 eða 10 ára þegar ég ákvað að verða grunnskólakennari. Það sem hafði áhrif á mig voru kennararnir mínir sem voru góðar og traustar fyrirmyndir. Ég naut mín í starfi sem grunnskólakennari og sem kennari kennaranema í Kennaraháskólanum og síðar Menntavísindasviði HÍ. Ég hef aldrei séð eftir því að hafa valið þennan mikilvæga starfsvettvang sem hefur verið í senn gefandi og ánægjulegur en einnig oft krefjandi. Það er ósköp eðlilegt því kennarastarfið er starf sem krefst mikillar fagmennsku og reynir á þekkingu, færni og skilning á nemandanum og nemendahópnum og einnig á námsefninu og að koma því til skila þannig að það veki áhuga nemenda. Ef við viljum að börnin okkar fái góða vel menntaða kennara verðum við sem samfélag að taka höndum saman og endurskoða afstöðu okkar til kennaramenntunar og til kennarastarfsins. Við þurfum að efla virðingu fyrir kennurum sem vel menntaðri fagstétt. Við verðum að fá fleiri nemendur í grunnskólakennaranám, en umsækjendum í grunnskólakennaranám hefur fækkað mjög mikið síðustu ár og ef fer sem horfir stefnir í kennaraskort í grunnskólum landsins á næstu árum og áratugum. Hvað gerum við þá? Framtíð barnanna okkar og samfélagsins alls er í húfi. Höfundur er deildarforseti Kennaradeildar Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Það vilja allir að börnin þeirra hafi góða grunnskólakennara en það eru fáir sem hvetja börnin sín til að fara í grunnskólakennaranám. Þetta er dagsatt en hvernig stendur á þessu? Jú svörin sem fást við þessari spurningu eru gjarnan eitthvað á þessa leið: Kennarastarfið er svo illa launað; Það er svo erfitt; Kennaranámið er alltof langt; Hver heldurðu að leggi á sig 5 ára háskólanám fyrir þessi laun? Á sama tíma finnst okkur afar mikilvægt að börnin okkar hafi góða kennara. Kennara sem eru áhugasamir um starfið sitt og hugsi vel um börnin okkar þannig að þau fái að njóta sín í skólanum, hvert og eitt þeirra á sínum forsendum. Kennari barnanna okkar þarf líka að hafa góða þekkingu á inntaki námsgreina og leiðum í kennslu, byggja upp ríkulegt námsumhverfi og skapa góðan bekkjaranda þannig að börnunum líði vel í skólanum. Hann þarf að vera hlýr og glaður, áhugasamur og fróður og ýmislegt fleira mætti taka til. Í ákveðnum hverfum borgarinnar plönuðu pör jafnvel barneignir sem miðuðu við að ákveðnir kennarar eða kennarateymi myndu kenna börnunum í 1. bekk grunnskólans, eða a.m.k. reiknuðu út strax og ljóst var að von væri á barni hver eða hverjir væru líklegir til að kenna barninu. Foreldrunum fannst það skipta máli því góðir kennarar eru gulls ígildi og geta skipt sköpum fyrir einstaklinginn og haft áhrif á hvaða stefnu hann tekur í lífinu. Ég var sjálf 9 eða 10 ára þegar ég ákvað að verða grunnskólakennari. Það sem hafði áhrif á mig voru kennararnir mínir sem voru góðar og traustar fyrirmyndir. Ég naut mín í starfi sem grunnskólakennari og sem kennari kennaranema í Kennaraháskólanum og síðar Menntavísindasviði HÍ. Ég hef aldrei séð eftir því að hafa valið þennan mikilvæga starfsvettvang sem hefur verið í senn gefandi og ánægjulegur en einnig oft krefjandi. Það er ósköp eðlilegt því kennarastarfið er starf sem krefst mikillar fagmennsku og reynir á þekkingu, færni og skilning á nemandanum og nemendahópnum og einnig á námsefninu og að koma því til skila þannig að það veki áhuga nemenda. Ef við viljum að börnin okkar fái góða vel menntaða kennara verðum við sem samfélag að taka höndum saman og endurskoða afstöðu okkar til kennaramenntunar og til kennarastarfsins. Við þurfum að efla virðingu fyrir kennurum sem vel menntaðri fagstétt. Við verðum að fá fleiri nemendur í grunnskólakennaranám, en umsækjendum í grunnskólakennaranám hefur fækkað mjög mikið síðustu ár og ef fer sem horfir stefnir í kennaraskort í grunnskólum landsins á næstu árum og áratugum. Hvað gerum við þá? Framtíð barnanna okkar og samfélagsins alls er í húfi. Höfundur er deildarforseti Kennaradeildar Háskóla Íslands
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun