Tökum endilega umræðuna Ásmundur Jasmina Crnac skrifar 29. september 2016 20:00 Ég er búin að fá mig fullsadda af hugtakinu „tökum umræðu“ þar sem fólk leyfir sér að slíta hlutina úr samhengi í þekkingarleysi, eða gegn betri vitund er heimskulegt. Það að halda því fram að umræða geti snúist um að ráðast á einn samfélagshóp er ekkert annað en populismi af verstu gerð. Það er ekki í boði í vel upplýstu samfélagi að bera saman hælisleitanda og eldri borgara eða öryrkja. Það skýrir ekkert og bætir ekki umræðuna, frekar en samanburður á eplum og appelsínum. Sumir í okkar samfélagi hafa ítrekað sýnt andúð sína á múslimum, innflytjendum, hælisleitendum og flóttafólki, með þeim meintu rökum að við verðum að taka umræðuna og passa upp á kristileg gildi. Að ekki sé talað um þau furðulegu rök að það sé ekki hægt að hjálpa öðrum fyrr en við verðum búin að bæta kjör eldri borgara, öryrkja og þeirra 6000 barna sem búa við fátækt. Skoðum fyrst aðeins þessi kristilegu gildi. Síðast þegar ég vissi var kærleikur ein af helstu grunnstoðum Biblíunnar, og í flestum trúabrögðum ef því er að skipta. Það samrýmist ekki kristnum gildum um kærleika að fjalla um múslima með þeim hætti að það beri að setja alla sem koma til landsins, þeirrar trúar, í sérstaka skoðun. Það stenst raunar ekki mannréttindasáttmála heldur. Það samrýmist ekki sömu gildum að halda því fram að flóttamenn og hælisleitendur sem eru múslimatrúar, beri að senda aftur til stríðshrjáðra landa á þeirri forsendu einni að þeir séu múslimatrúar. Svo er “umræðan tekin” um það líka að hælisleitendur hafi hærri tekjur en eldri borgarar. Sem er beinlínis rangt þar sem útgjöld ríkisins vegna hælisleitenda renna til sveitarfélaga en ekki þeirra sjálfra. Sveitarfélög útvega þeim svo húsnæði og inneignarkort fyrir mat. Væri ekki nær að reyna að stytta biðtímann með því að afgreiða beiðnir þeirra um hæli aðeins hraðar? Eða leyfa hælisleitendum að vinna fyrir sér á meðan þeir bíða slíkrar úrlausnar? Íslendingar hagnast á því að hingað komi flóttamenn frá öðrum löndum. Þjóðin eldist hratt án þess að nýliðun sé jafn hröð enda hefur dregið úr barneignum. Það er því útlit fyrir að innan skamms tíma muni vanta yngra fólk til a sinna alls kyns störfum. Hvernig ætlum við að manna nauðsynlegar stöður í velferðarsamfélaginu Íslandi í náinni framtíð? Hér þarf að horfa til framtíðar og það þarf að marka stefnu í þessum málaflokki. Í Kanada hefur vel verið tekið á móti flóttafólki og þar eru mörg fjölmenningarsamfélög sem eru hrein fyrirmyndarsamfélög. Toronto er t.d. ein fjölmenningarlegasta borg heims. Glæpatíðni þar er áttunda minnst í heiminum og minnst í N-Ameríku. Með því að gera fólki kleift að verða strax hluti af samfélaginu, sem það vill, t.d. með þátttöku á vinnumarkaði, er mikill vandi leystur. Hvað varðar umræðuna um bætt kjör ellilífeyrisþega og öryrkja þá get ég fullyrt að þeir hópar fá ekki sjálfkrafa hærri tekjur þó við hættum að taka á móti flóttafólki eða hælisleitendum. Við erum rík þjóð og getum vel dreift gæðum með jafnari hætti á milli hópa í samfélaginu ef vilji stendur til þess. Munið þið kannski eins og ég eftir þingmanni sem hefur ítrekað viðhaft þennan furðulega samanburð á milli hælisleitenda og öryrkja? Þeim sama og hafði tækifæri til að samþykkja afturvirka leiðréttingu á laun öryrkja eins og sumir aðir hópar fengu, þ.á.m. hann sjálfur, en nýtti það ekki og sat hjá við atkvæðagreiðsluna eins og hugleysingi. Þingmanninum sem talar nú hæst um að berjast fyrir hagsmunum eldri borgara og öryrkja? Sjá fleiri en ég hræsnina sem felst í hinum meinta kærleika sem birtist í þessum málflutningi hans? Hræsnina sem felst í samanburðinum á fólki sem hann hefur svikið um leiðréttingu sem hann þáði sjálfur og fólki sem flýr óttaslegið í örvinglan frá stríðshrjáðum löndum til að geta boðið börnum sínum annað og meira en hungur, örbirgð og í mörgum tilvikum dauðann? Jasmina Crnac er stjórnmálafræðinemi sem skipar 4. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Kosningar 2016 Skoðun Jasmina Vajzović Crnac Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er búin að fá mig fullsadda af hugtakinu „tökum umræðu“ þar sem fólk leyfir sér að slíta hlutina úr samhengi í þekkingarleysi, eða gegn betri vitund er heimskulegt. Það að halda því fram að umræða geti snúist um að ráðast á einn samfélagshóp er ekkert annað en populismi af verstu gerð. Það er ekki í boði í vel upplýstu samfélagi að bera saman hælisleitanda og eldri borgara eða öryrkja. Það skýrir ekkert og bætir ekki umræðuna, frekar en samanburður á eplum og appelsínum. Sumir í okkar samfélagi hafa ítrekað sýnt andúð sína á múslimum, innflytjendum, hælisleitendum og flóttafólki, með þeim meintu rökum að við verðum að taka umræðuna og passa upp á kristileg gildi. Að ekki sé talað um þau furðulegu rök að það sé ekki hægt að hjálpa öðrum fyrr en við verðum búin að bæta kjör eldri borgara, öryrkja og þeirra 6000 barna sem búa við fátækt. Skoðum fyrst aðeins þessi kristilegu gildi. Síðast þegar ég vissi var kærleikur ein af helstu grunnstoðum Biblíunnar, og í flestum trúabrögðum ef því er að skipta. Það samrýmist ekki kristnum gildum um kærleika að fjalla um múslima með þeim hætti að það beri að setja alla sem koma til landsins, þeirrar trúar, í sérstaka skoðun. Það stenst raunar ekki mannréttindasáttmála heldur. Það samrýmist ekki sömu gildum að halda því fram að flóttamenn og hælisleitendur sem eru múslimatrúar, beri að senda aftur til stríðshrjáðra landa á þeirri forsendu einni að þeir séu múslimatrúar. Svo er “umræðan tekin” um það líka að hælisleitendur hafi hærri tekjur en eldri borgarar. Sem er beinlínis rangt þar sem útgjöld ríkisins vegna hælisleitenda renna til sveitarfélaga en ekki þeirra sjálfra. Sveitarfélög útvega þeim svo húsnæði og inneignarkort fyrir mat. Væri ekki nær að reyna að stytta biðtímann með því að afgreiða beiðnir þeirra um hæli aðeins hraðar? Eða leyfa hælisleitendum að vinna fyrir sér á meðan þeir bíða slíkrar úrlausnar? Íslendingar hagnast á því að hingað komi flóttamenn frá öðrum löndum. Þjóðin eldist hratt án þess að nýliðun sé jafn hröð enda hefur dregið úr barneignum. Það er því útlit fyrir að innan skamms tíma muni vanta yngra fólk til a sinna alls kyns störfum. Hvernig ætlum við að manna nauðsynlegar stöður í velferðarsamfélaginu Íslandi í náinni framtíð? Hér þarf að horfa til framtíðar og það þarf að marka stefnu í þessum málaflokki. Í Kanada hefur vel verið tekið á móti flóttafólki og þar eru mörg fjölmenningarsamfélög sem eru hrein fyrirmyndarsamfélög. Toronto er t.d. ein fjölmenningarlegasta borg heims. Glæpatíðni þar er áttunda minnst í heiminum og minnst í N-Ameríku. Með því að gera fólki kleift að verða strax hluti af samfélaginu, sem það vill, t.d. með þátttöku á vinnumarkaði, er mikill vandi leystur. Hvað varðar umræðuna um bætt kjör ellilífeyrisþega og öryrkja þá get ég fullyrt að þeir hópar fá ekki sjálfkrafa hærri tekjur þó við hættum að taka á móti flóttafólki eða hælisleitendum. Við erum rík þjóð og getum vel dreift gæðum með jafnari hætti á milli hópa í samfélaginu ef vilji stendur til þess. Munið þið kannski eins og ég eftir þingmanni sem hefur ítrekað viðhaft þennan furðulega samanburð á milli hælisleitenda og öryrkja? Þeim sama og hafði tækifæri til að samþykkja afturvirka leiðréttingu á laun öryrkja eins og sumir aðir hópar fengu, þ.á.m. hann sjálfur, en nýtti það ekki og sat hjá við atkvæðagreiðsluna eins og hugleysingi. Þingmanninum sem talar nú hæst um að berjast fyrir hagsmunum eldri borgara og öryrkja? Sjá fleiri en ég hræsnina sem felst í hinum meinta kærleika sem birtist í þessum málflutningi hans? Hræsnina sem felst í samanburðinum á fólki sem hann hefur svikið um leiðréttingu sem hann þáði sjálfur og fólki sem flýr óttaslegið í örvinglan frá stríðshrjáðum löndum til að geta boðið börnum sínum annað og meira en hungur, örbirgð og í mörgum tilvikum dauðann? Jasmina Crnac er stjórnmálafræðinemi sem skipar 4. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Suðurkjördæmi
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar