Leggja fram frumvarp um höftin á morgun Samúel Karl Ólason skrifar 16. ágúst 2016 18:16 Vísir/Hanna Frumvarp um losun fjármagnshafta verður lagt fram á Alþingi á morgun. Er því ætlað að auka frelsi einstaklinga og fyrirtækja til fjármagnshreyfinga til og frá landinu. Sigurður Ingi Jóhannesson forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og seðlabankastjórinn Már Guðmundsson kynntu í dag efni frumvarpsins. Frumvarpið er liður í því að losa fjármagnshöftin en samkvæmt tilkynningu frá Fjármálaráðuneytinu er um að ræða veigamikil skref í átt að fullri losun haftana. Frumvarpið er unnið í samræmi við ráðleggingar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins með efnahagslegan stöðugleika og almannahag að leiðarljósi. Þar kemur fram að í frumvarpinu er lagt til að við gildistöku frumvarpsins verði bein erlend fjárfesting innlendra aðila ótakmörkuð en hún verður háð staðfestingu Seðlabankans.Þá verði „fjárfesting í fjármálagerningum útgefnum í erlendum gjaldeyri, öðrum peningakröfum í erlendum gjaldeyri og fyrirfram- og uppgreiðsla erlendra lána verði frjáls upp að ákveðnu fjárhæðarmarki, að uppfylltum tilteknum skilyrðum.Einstaklingum muni þar að auki geta keypt eina fasteign erlendis á ári hverju óháð verði hennnar og tilefni kaupanna.Dregið verði úr skilaskyldu innlendra aðila á erlendum gjaldreyri. Skyldan verði afnumin vegna lántöku einstaklinga hjá erlendum aðilum til kaupa á fasteign eða farartæki eða til fjárfestinga erlendis.Ýmsar takmarkanir verði afnumdar eða rýmkaðar. Þar á meðal heimildi einstaklinga til kaupa á ferðagjaldeyri.Þá verði heimildir Seðlabankans til upplýsingaöflunar auknar „svo hann geti betur stuðlað að verðlags- og fjármálastöðugleika.“ Þann fyrsta janúar er gert ráð fyrir því að heimildir einstaklinga til að kaupa gjaldeyri verði rýmkaðar verulega. Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Frumvarp um losun fjármagnshafta verður lagt fram á Alþingi á morgun. Er því ætlað að auka frelsi einstaklinga og fyrirtækja til fjármagnshreyfinga til og frá landinu. Sigurður Ingi Jóhannesson forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og seðlabankastjórinn Már Guðmundsson kynntu í dag efni frumvarpsins. Frumvarpið er liður í því að losa fjármagnshöftin en samkvæmt tilkynningu frá Fjármálaráðuneytinu er um að ræða veigamikil skref í átt að fullri losun haftana. Frumvarpið er unnið í samræmi við ráðleggingar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins með efnahagslegan stöðugleika og almannahag að leiðarljósi. Þar kemur fram að í frumvarpinu er lagt til að við gildistöku frumvarpsins verði bein erlend fjárfesting innlendra aðila ótakmörkuð en hún verður háð staðfestingu Seðlabankans.Þá verði „fjárfesting í fjármálagerningum útgefnum í erlendum gjaldeyri, öðrum peningakröfum í erlendum gjaldeyri og fyrirfram- og uppgreiðsla erlendra lána verði frjáls upp að ákveðnu fjárhæðarmarki, að uppfylltum tilteknum skilyrðum.Einstaklingum muni þar að auki geta keypt eina fasteign erlendis á ári hverju óháð verði hennnar og tilefni kaupanna.Dregið verði úr skilaskyldu innlendra aðila á erlendum gjaldreyri. Skyldan verði afnumin vegna lántöku einstaklinga hjá erlendum aðilum til kaupa á fasteign eða farartæki eða til fjárfestinga erlendis.Ýmsar takmarkanir verði afnumdar eða rýmkaðar. Þar á meðal heimildi einstaklinga til kaupa á ferðagjaldeyri.Þá verði heimildir Seðlabankans til upplýsingaöflunar auknar „svo hann geti betur stuðlað að verðlags- og fjármálastöðugleika.“ Þann fyrsta janúar er gert ráð fyrir því að heimildir einstaklinga til að kaupa gjaldeyri verði rýmkaðar verulega.
Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent