Lilja stefnir til Nígeríu ásamt viðskiptasendinefnd Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 31. maí 2016 13:19 Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra tekur innflutningstakmarkanir hjá Nígeríu alvarlega enda hafa takmarkanirnar áhrif hér á landi. Vísir/Stefán Reglur Seðlabanka Nígeríu sem takmarka gjaldeyrisyfirfærslur vegna innflutnings til landsins hafa haft áhrif á útflutning þurrkaðra sjávarafurða hér á landi. Utanríkisráðherra hyggst halda til Nígeríu síðar í sumar til þess að finna lausn á málinu. Innflutningstakmarkanirnar hafa haft áhrif á fiskvinnslufyrirtæki hér á landi. Allt að tuttugu íslensk fyrirtæki reiða sig á útflutning þurrkaðra sjávarafurða á Afríkumarkað. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær svaraði Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra fyrirspurn Valgerðar Gunnarsdóttur þingmanns um það hvort og þá hvenær íslensk sendinefnd færi utan í því skyni að reyna að hafa jákvæð áhrif á viðskipti milli landanna. „Þetta er í rauninni mjög alvarlegt mál vegna þess að undir liggja 450–500 störf. Yfir 20 fyrirtæki á Íslandi hafa þessa starfsemi með höndum. Þessi starfsemi skapar tekjur inn í þjóðarbúið upp á 15–20 milljarða. Þetta eru því mikilvæg fyrirtæki, bæði fyrir Íslendinga og eins fyrir Nígeríubúa vegna þess að þessar afurðir skila inn til þeirra gríðarlega verðmætum próteingjöfum í fæðu fyrir nígeríska þjóð,“ sagði Valgerður en hún er þingmaður Sjálfstæðisflokks. Lilja sagði að um afar mikilvægt en á sama tíma erfitt mál væri að ræða. „Til að svara fyrstu spurningu hv. þingmanns er síðan í undirbúningi að utanríkisráðherra fari til Nígeríu með viðskiptasendinefnd til þess að ræða frekar þau vandamál sem uppi eru í viðskiptum landanna. Er stefnt að því að slík sendinefnd fari til Nígeríu síðar í sumar eða um leið og aðstæður leyfa. Fóru fulltrúar utanríkisráðuneytisins nýlega til Nígeríu til að undirbúa slíka heimsókn,“ sagði Lilja á þingi í gær. Fulltrúar utanríkisráðuneytisins fóru nýlega til Nígeríu til að undirbúa slíka heimsókn. Auk þessa hefur verið ræddur sá möguleiki að koma á vöruskiptum milli Íslands og Nígeríu með sjávarafurðir og olíu. Óljóst er hins vegar hvort það reynist raunhæfur möguleiki enn sem komið er. Lilja lýsti jafnframt forsögu málsins á Alþingi. „Forsaga málsins er sú að um mitt ár 2015 setti Seðlabanki Nígeríu reglur sem takmarka gjaldeyrisyfirfærslur vegna innflutnings til landsins á ýmsum vörutegundum, meðal annars sjávarafurðum. Voru reglurnar settar í ljósi þess gífurlega samdráttar sem orðið hefur á í gjaldeyristekjum þjóðarinnar vegna lækkandi olíuverðs, en langstærstur hluti af útflutningsverðmætum Nígeríu kemur frá olíuviðskiptum.“ Alþingi Tengdar fréttir Stærstu sjávarútvegsfyrirtækin högnuðust um 22 milljarða í fyrra Samherji, Síldarvinnslan og HB Grandi segja horfur á uppsjávarmarkaði erfiðar í kjölfar innflutningsbanns Rússa en tugmilljarða fjárfestingar eru fram undan hjá fyrirtækjunum. 29. ágúst 2015 07:00 Hefðu líklega fengið lægra verð fyrir makríl Lækkun olíuverðs hefur áhrif á verð sjávarafurða og kaupmáttur rúblunnar hefur hríðfallið gagnvart krónunni. 24. ágúst 2015 16:34 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Reglur Seðlabanka Nígeríu sem takmarka gjaldeyrisyfirfærslur vegna innflutnings til landsins hafa haft áhrif á útflutning þurrkaðra sjávarafurða hér á landi. Utanríkisráðherra hyggst halda til Nígeríu síðar í sumar til þess að finna lausn á málinu. Innflutningstakmarkanirnar hafa haft áhrif á fiskvinnslufyrirtæki hér á landi. Allt að tuttugu íslensk fyrirtæki reiða sig á útflutning þurrkaðra sjávarafurða á Afríkumarkað. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær svaraði Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra fyrirspurn Valgerðar Gunnarsdóttur þingmanns um það hvort og þá hvenær íslensk sendinefnd færi utan í því skyni að reyna að hafa jákvæð áhrif á viðskipti milli landanna. „Þetta er í rauninni mjög alvarlegt mál vegna þess að undir liggja 450–500 störf. Yfir 20 fyrirtæki á Íslandi hafa þessa starfsemi með höndum. Þessi starfsemi skapar tekjur inn í þjóðarbúið upp á 15–20 milljarða. Þetta eru því mikilvæg fyrirtæki, bæði fyrir Íslendinga og eins fyrir Nígeríubúa vegna þess að þessar afurðir skila inn til þeirra gríðarlega verðmætum próteingjöfum í fæðu fyrir nígeríska þjóð,“ sagði Valgerður en hún er þingmaður Sjálfstæðisflokks. Lilja sagði að um afar mikilvægt en á sama tíma erfitt mál væri að ræða. „Til að svara fyrstu spurningu hv. þingmanns er síðan í undirbúningi að utanríkisráðherra fari til Nígeríu með viðskiptasendinefnd til þess að ræða frekar þau vandamál sem uppi eru í viðskiptum landanna. Er stefnt að því að slík sendinefnd fari til Nígeríu síðar í sumar eða um leið og aðstæður leyfa. Fóru fulltrúar utanríkisráðuneytisins nýlega til Nígeríu til að undirbúa slíka heimsókn,“ sagði Lilja á þingi í gær. Fulltrúar utanríkisráðuneytisins fóru nýlega til Nígeríu til að undirbúa slíka heimsókn. Auk þessa hefur verið ræddur sá möguleiki að koma á vöruskiptum milli Íslands og Nígeríu með sjávarafurðir og olíu. Óljóst er hins vegar hvort það reynist raunhæfur möguleiki enn sem komið er. Lilja lýsti jafnframt forsögu málsins á Alþingi. „Forsaga málsins er sú að um mitt ár 2015 setti Seðlabanki Nígeríu reglur sem takmarka gjaldeyrisyfirfærslur vegna innflutnings til landsins á ýmsum vörutegundum, meðal annars sjávarafurðum. Voru reglurnar settar í ljósi þess gífurlega samdráttar sem orðið hefur á í gjaldeyristekjum þjóðarinnar vegna lækkandi olíuverðs, en langstærstur hluti af útflutningsverðmætum Nígeríu kemur frá olíuviðskiptum.“
Alþingi Tengdar fréttir Stærstu sjávarútvegsfyrirtækin högnuðust um 22 milljarða í fyrra Samherji, Síldarvinnslan og HB Grandi segja horfur á uppsjávarmarkaði erfiðar í kjölfar innflutningsbanns Rússa en tugmilljarða fjárfestingar eru fram undan hjá fyrirtækjunum. 29. ágúst 2015 07:00 Hefðu líklega fengið lægra verð fyrir makríl Lækkun olíuverðs hefur áhrif á verð sjávarafurða og kaupmáttur rúblunnar hefur hríðfallið gagnvart krónunni. 24. ágúst 2015 16:34 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Stærstu sjávarútvegsfyrirtækin högnuðust um 22 milljarða í fyrra Samherji, Síldarvinnslan og HB Grandi segja horfur á uppsjávarmarkaði erfiðar í kjölfar innflutningsbanns Rússa en tugmilljarða fjárfestingar eru fram undan hjá fyrirtækjunum. 29. ágúst 2015 07:00
Hefðu líklega fengið lægra verð fyrir makríl Lækkun olíuverðs hefur áhrif á verð sjávarafurða og kaupmáttur rúblunnar hefur hríðfallið gagnvart krónunni. 24. ágúst 2015 16:34