Hefðu líklega fengið lægra verð fyrir makríl Samúel Karl Ólason skrifar 24. ágúst 2015 16:34 Miðað við óbreytt verð í dölum hefðu Rússar þurft að greiða helmingi fleiri rúblur fyrir makrílinn. Vísir/Óskar Líklegt er að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hefðu fengið lægra verð fyrir makrílafurðir nú í sumar miðað við í fyrra. Það er að segja, væru Rússar ekki búnir að setja innflutningsbann á íslenskar sjávarafurðir. Kaupmáttur rússnesku rúblunnar hefur fallið um þriðjung gagnvart krónunni og 41 prósent gagnvart Bandaríkjadal það sem af er þriðja ársfjórðungi. Að mestu leyti má rekja það til lækkunar olíuverðs. Um 60 prósent af útflutningstekjum Rússlands koma frá útflutningi á hráolíu, bensíni og gasi. Miðað við óbreytt verð í dölum hefðu Rússar þurft að greiða helmingi fleiri rúblur fyrir makrílinn. Þetta kemur fram í Hagsjá Hagfræðideildar Landsbankans. „Miðað við sterka stöðu kaupenda á makrílmarkaði hefði veiking rúblunnar því að öllum líkindum haft í för með sér umtalsverða lækkun á afurðaverði hvort tveggja í krónum eða Bandaríkjadölum talið.“ Útflutningsverðmæti sjávarafurða var 244 milljarðar króna í fyrra og þar af fóru tæplega tíu prósent til Rússlands. Sé einungis litið til hlutdeildar í magni, keyptu Rússar um 18 prósent útflutnings íslenskra sjávarafurða. „Rússneski markaðurinn hefur orðið æ mikilvægari á síðustu árum en bæði útflutt magn og útflutt verðmæti hafa farið vaxandi sem hlutfall af heildarútflutningi íslenskra sjávarafurða.“ Sem dæmi um mikilvægi markaðarins í Rússlandi er bent á að 38 prósent útflutningsverðmætis makríls í fyrra fór til Rússlands. Þar á eftir var Holland með 21 prósent. Þó er líklegt að sú tala sé ýkt þar sem hluta makrílsins var umskipað þar. Þriðja landið er Nígería, en þar hefur heimsmarkaðsverð á olíu einnig komið niður á efnahagi og hefur innflutningshöftum verið komið á þess vegna. „Rússar eru ekki bara mikilvægir viðskiptavinir þegar kemur að makríl heldur hafa kaup þeirra á karfa, gulllaxi, síld og loðnu aukist töluvert á síðustu árum og eru Rússar með stærstu kaupendum þessara tegunda. Á síðasta ári keyptu Rússar 20 prósent af útflutningi á karfa, 44 prósent af gulllaxi, 26 prósent af loðnu og 42 prósent af síld.“ Tengdar fréttir Bannið er högg fyrir 300 í smábátaútgerð Aðeins 20 smábátar eru við makrílveiðar en margir bíða upp á von og óvon vegna viðskiptabanns Rússa á íslenskar vörur. Tífalt minna hefur fiskast og aflaverðmætið 300 milljónum minna en á sama tíma í fyrra. 22. ágúst 2015 07:00 Síldarvinnslan frestar arðgreiðslum vegna óvissu Ákvörðunin tekin á aðalfundi fyrirtækisins í dag. 19. ágúst 2015 15:37 Taldi sig hafa skýran stuðning ríkisstjórnar vegna þvingana Ekki fást skýr svör við því hvenær ríkisstjórnin ákvað að styðja áframhaldandi viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum. 18. ágúst 2015 19:45 „Þegar er búið að lemja þig svona mikið, þá ertu ekkert að kippa þér upp við smá högg“ Guðmundur Kristjánsson segir viðskiptabann Rússa ekki drepa útgerðirnar. Það sé sé pínulítið áfall miðað við veiðigjöldin 2012 og 2013. 18. ágúst 2015 15:33 Ólafur fundaði með sendiherra Rússa á Íslandi Ræddi mikilvægi þess að tryggja framhald farsælla viðskipta. 18. ágúst 2015 14:50 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Líklegt er að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hefðu fengið lægra verð fyrir makrílafurðir nú í sumar miðað við í fyrra. Það er að segja, væru Rússar ekki búnir að setja innflutningsbann á íslenskar sjávarafurðir. Kaupmáttur rússnesku rúblunnar hefur fallið um þriðjung gagnvart krónunni og 41 prósent gagnvart Bandaríkjadal það sem af er þriðja ársfjórðungi. Að mestu leyti má rekja það til lækkunar olíuverðs. Um 60 prósent af útflutningstekjum Rússlands koma frá útflutningi á hráolíu, bensíni og gasi. Miðað við óbreytt verð í dölum hefðu Rússar þurft að greiða helmingi fleiri rúblur fyrir makrílinn. Þetta kemur fram í Hagsjá Hagfræðideildar Landsbankans. „Miðað við sterka stöðu kaupenda á makrílmarkaði hefði veiking rúblunnar því að öllum líkindum haft í för með sér umtalsverða lækkun á afurðaverði hvort tveggja í krónum eða Bandaríkjadölum talið.“ Útflutningsverðmæti sjávarafurða var 244 milljarðar króna í fyrra og þar af fóru tæplega tíu prósent til Rússlands. Sé einungis litið til hlutdeildar í magni, keyptu Rússar um 18 prósent útflutnings íslenskra sjávarafurða. „Rússneski markaðurinn hefur orðið æ mikilvægari á síðustu árum en bæði útflutt magn og útflutt verðmæti hafa farið vaxandi sem hlutfall af heildarútflutningi íslenskra sjávarafurða.“ Sem dæmi um mikilvægi markaðarins í Rússlandi er bent á að 38 prósent útflutningsverðmætis makríls í fyrra fór til Rússlands. Þar á eftir var Holland með 21 prósent. Þó er líklegt að sú tala sé ýkt þar sem hluta makrílsins var umskipað þar. Þriðja landið er Nígería, en þar hefur heimsmarkaðsverð á olíu einnig komið niður á efnahagi og hefur innflutningshöftum verið komið á þess vegna. „Rússar eru ekki bara mikilvægir viðskiptavinir þegar kemur að makríl heldur hafa kaup þeirra á karfa, gulllaxi, síld og loðnu aukist töluvert á síðustu árum og eru Rússar með stærstu kaupendum þessara tegunda. Á síðasta ári keyptu Rússar 20 prósent af útflutningi á karfa, 44 prósent af gulllaxi, 26 prósent af loðnu og 42 prósent af síld.“
Tengdar fréttir Bannið er högg fyrir 300 í smábátaútgerð Aðeins 20 smábátar eru við makrílveiðar en margir bíða upp á von og óvon vegna viðskiptabanns Rússa á íslenskar vörur. Tífalt minna hefur fiskast og aflaverðmætið 300 milljónum minna en á sama tíma í fyrra. 22. ágúst 2015 07:00 Síldarvinnslan frestar arðgreiðslum vegna óvissu Ákvörðunin tekin á aðalfundi fyrirtækisins í dag. 19. ágúst 2015 15:37 Taldi sig hafa skýran stuðning ríkisstjórnar vegna þvingana Ekki fást skýr svör við því hvenær ríkisstjórnin ákvað að styðja áframhaldandi viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum. 18. ágúst 2015 19:45 „Þegar er búið að lemja þig svona mikið, þá ertu ekkert að kippa þér upp við smá högg“ Guðmundur Kristjánsson segir viðskiptabann Rússa ekki drepa útgerðirnar. Það sé sé pínulítið áfall miðað við veiðigjöldin 2012 og 2013. 18. ágúst 2015 15:33 Ólafur fundaði með sendiherra Rússa á Íslandi Ræddi mikilvægi þess að tryggja framhald farsælla viðskipta. 18. ágúst 2015 14:50 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Bannið er högg fyrir 300 í smábátaútgerð Aðeins 20 smábátar eru við makrílveiðar en margir bíða upp á von og óvon vegna viðskiptabanns Rússa á íslenskar vörur. Tífalt minna hefur fiskast og aflaverðmætið 300 milljónum minna en á sama tíma í fyrra. 22. ágúst 2015 07:00
Síldarvinnslan frestar arðgreiðslum vegna óvissu Ákvörðunin tekin á aðalfundi fyrirtækisins í dag. 19. ágúst 2015 15:37
Taldi sig hafa skýran stuðning ríkisstjórnar vegna þvingana Ekki fást skýr svör við því hvenær ríkisstjórnin ákvað að styðja áframhaldandi viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum. 18. ágúst 2015 19:45
„Þegar er búið að lemja þig svona mikið, þá ertu ekkert að kippa þér upp við smá högg“ Guðmundur Kristjánsson segir viðskiptabann Rússa ekki drepa útgerðirnar. Það sé sé pínulítið áfall miðað við veiðigjöldin 2012 og 2013. 18. ágúst 2015 15:33
Ólafur fundaði með sendiherra Rússa á Íslandi Ræddi mikilvægi þess að tryggja framhald farsælla viðskipta. 18. ágúst 2015 14:50