Hefðu líklega fengið lægra verð fyrir makríl Samúel Karl Ólason skrifar 24. ágúst 2015 16:34 Miðað við óbreytt verð í dölum hefðu Rússar þurft að greiða helmingi fleiri rúblur fyrir makrílinn. Vísir/Óskar Líklegt er að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hefðu fengið lægra verð fyrir makrílafurðir nú í sumar miðað við í fyrra. Það er að segja, væru Rússar ekki búnir að setja innflutningsbann á íslenskar sjávarafurðir. Kaupmáttur rússnesku rúblunnar hefur fallið um þriðjung gagnvart krónunni og 41 prósent gagnvart Bandaríkjadal það sem af er þriðja ársfjórðungi. Að mestu leyti má rekja það til lækkunar olíuverðs. Um 60 prósent af útflutningstekjum Rússlands koma frá útflutningi á hráolíu, bensíni og gasi. Miðað við óbreytt verð í dölum hefðu Rússar þurft að greiða helmingi fleiri rúblur fyrir makrílinn. Þetta kemur fram í Hagsjá Hagfræðideildar Landsbankans. „Miðað við sterka stöðu kaupenda á makrílmarkaði hefði veiking rúblunnar því að öllum líkindum haft í för með sér umtalsverða lækkun á afurðaverði hvort tveggja í krónum eða Bandaríkjadölum talið.“ Útflutningsverðmæti sjávarafurða var 244 milljarðar króna í fyrra og þar af fóru tæplega tíu prósent til Rússlands. Sé einungis litið til hlutdeildar í magni, keyptu Rússar um 18 prósent útflutnings íslenskra sjávarafurða. „Rússneski markaðurinn hefur orðið æ mikilvægari á síðustu árum en bæði útflutt magn og útflutt verðmæti hafa farið vaxandi sem hlutfall af heildarútflutningi íslenskra sjávarafurða.“ Sem dæmi um mikilvægi markaðarins í Rússlandi er bent á að 38 prósent útflutningsverðmætis makríls í fyrra fór til Rússlands. Þar á eftir var Holland með 21 prósent. Þó er líklegt að sú tala sé ýkt þar sem hluta makrílsins var umskipað þar. Þriðja landið er Nígería, en þar hefur heimsmarkaðsverð á olíu einnig komið niður á efnahagi og hefur innflutningshöftum verið komið á þess vegna. „Rússar eru ekki bara mikilvægir viðskiptavinir þegar kemur að makríl heldur hafa kaup þeirra á karfa, gulllaxi, síld og loðnu aukist töluvert á síðustu árum og eru Rússar með stærstu kaupendum þessara tegunda. Á síðasta ári keyptu Rússar 20 prósent af útflutningi á karfa, 44 prósent af gulllaxi, 26 prósent af loðnu og 42 prósent af síld.“ Tengdar fréttir Bannið er högg fyrir 300 í smábátaútgerð Aðeins 20 smábátar eru við makrílveiðar en margir bíða upp á von og óvon vegna viðskiptabanns Rússa á íslenskar vörur. Tífalt minna hefur fiskast og aflaverðmætið 300 milljónum minna en á sama tíma í fyrra. 22. ágúst 2015 07:00 Síldarvinnslan frestar arðgreiðslum vegna óvissu Ákvörðunin tekin á aðalfundi fyrirtækisins í dag. 19. ágúst 2015 15:37 Taldi sig hafa skýran stuðning ríkisstjórnar vegna þvingana Ekki fást skýr svör við því hvenær ríkisstjórnin ákvað að styðja áframhaldandi viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum. 18. ágúst 2015 19:45 „Þegar er búið að lemja þig svona mikið, þá ertu ekkert að kippa þér upp við smá högg“ Guðmundur Kristjánsson segir viðskiptabann Rússa ekki drepa útgerðirnar. Það sé sé pínulítið áfall miðað við veiðigjöldin 2012 og 2013. 18. ágúst 2015 15:33 Ólafur fundaði með sendiherra Rússa á Íslandi Ræddi mikilvægi þess að tryggja framhald farsælla viðskipta. 18. ágúst 2015 14:50 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Icelandic Seafood Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Icelandic Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Sjá meira
Líklegt er að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hefðu fengið lægra verð fyrir makrílafurðir nú í sumar miðað við í fyrra. Það er að segja, væru Rússar ekki búnir að setja innflutningsbann á íslenskar sjávarafurðir. Kaupmáttur rússnesku rúblunnar hefur fallið um þriðjung gagnvart krónunni og 41 prósent gagnvart Bandaríkjadal það sem af er þriðja ársfjórðungi. Að mestu leyti má rekja það til lækkunar olíuverðs. Um 60 prósent af útflutningstekjum Rússlands koma frá útflutningi á hráolíu, bensíni og gasi. Miðað við óbreytt verð í dölum hefðu Rússar þurft að greiða helmingi fleiri rúblur fyrir makrílinn. Þetta kemur fram í Hagsjá Hagfræðideildar Landsbankans. „Miðað við sterka stöðu kaupenda á makrílmarkaði hefði veiking rúblunnar því að öllum líkindum haft í för með sér umtalsverða lækkun á afurðaverði hvort tveggja í krónum eða Bandaríkjadölum talið.“ Útflutningsverðmæti sjávarafurða var 244 milljarðar króna í fyrra og þar af fóru tæplega tíu prósent til Rússlands. Sé einungis litið til hlutdeildar í magni, keyptu Rússar um 18 prósent útflutnings íslenskra sjávarafurða. „Rússneski markaðurinn hefur orðið æ mikilvægari á síðustu árum en bæði útflutt magn og útflutt verðmæti hafa farið vaxandi sem hlutfall af heildarútflutningi íslenskra sjávarafurða.“ Sem dæmi um mikilvægi markaðarins í Rússlandi er bent á að 38 prósent útflutningsverðmætis makríls í fyrra fór til Rússlands. Þar á eftir var Holland með 21 prósent. Þó er líklegt að sú tala sé ýkt þar sem hluta makrílsins var umskipað þar. Þriðja landið er Nígería, en þar hefur heimsmarkaðsverð á olíu einnig komið niður á efnahagi og hefur innflutningshöftum verið komið á þess vegna. „Rússar eru ekki bara mikilvægir viðskiptavinir þegar kemur að makríl heldur hafa kaup þeirra á karfa, gulllaxi, síld og loðnu aukist töluvert á síðustu árum og eru Rússar með stærstu kaupendum þessara tegunda. Á síðasta ári keyptu Rússar 20 prósent af útflutningi á karfa, 44 prósent af gulllaxi, 26 prósent af loðnu og 42 prósent af síld.“
Tengdar fréttir Bannið er högg fyrir 300 í smábátaútgerð Aðeins 20 smábátar eru við makrílveiðar en margir bíða upp á von og óvon vegna viðskiptabanns Rússa á íslenskar vörur. Tífalt minna hefur fiskast og aflaverðmætið 300 milljónum minna en á sama tíma í fyrra. 22. ágúst 2015 07:00 Síldarvinnslan frestar arðgreiðslum vegna óvissu Ákvörðunin tekin á aðalfundi fyrirtækisins í dag. 19. ágúst 2015 15:37 Taldi sig hafa skýran stuðning ríkisstjórnar vegna þvingana Ekki fást skýr svör við því hvenær ríkisstjórnin ákvað að styðja áframhaldandi viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum. 18. ágúst 2015 19:45 „Þegar er búið að lemja þig svona mikið, þá ertu ekkert að kippa þér upp við smá högg“ Guðmundur Kristjánsson segir viðskiptabann Rússa ekki drepa útgerðirnar. Það sé sé pínulítið áfall miðað við veiðigjöldin 2012 og 2013. 18. ágúst 2015 15:33 Ólafur fundaði með sendiherra Rússa á Íslandi Ræddi mikilvægi þess að tryggja framhald farsælla viðskipta. 18. ágúst 2015 14:50 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Icelandic Seafood Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Icelandic Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Sjá meira
Bannið er högg fyrir 300 í smábátaútgerð Aðeins 20 smábátar eru við makrílveiðar en margir bíða upp á von og óvon vegna viðskiptabanns Rússa á íslenskar vörur. Tífalt minna hefur fiskast og aflaverðmætið 300 milljónum minna en á sama tíma í fyrra. 22. ágúst 2015 07:00
Síldarvinnslan frestar arðgreiðslum vegna óvissu Ákvörðunin tekin á aðalfundi fyrirtækisins í dag. 19. ágúst 2015 15:37
Taldi sig hafa skýran stuðning ríkisstjórnar vegna þvingana Ekki fást skýr svör við því hvenær ríkisstjórnin ákvað að styðja áframhaldandi viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum. 18. ágúst 2015 19:45
„Þegar er búið að lemja þig svona mikið, þá ertu ekkert að kippa þér upp við smá högg“ Guðmundur Kristjánsson segir viðskiptabann Rússa ekki drepa útgerðirnar. Það sé sé pínulítið áfall miðað við veiðigjöldin 2012 og 2013. 18. ágúst 2015 15:33
Ólafur fundaði með sendiherra Rússa á Íslandi Ræddi mikilvægi þess að tryggja framhald farsælla viðskipta. 18. ágúst 2015 14:50