Kanadabúar, og þá helst stuðningsmenn Toronto Raptors, eru brjálaðir út í Dwyane Wade, leikmann Miami Heat.
Wade þótti sýna þeim einstaka óvirðingu með því að halda áfram að hita upp og skjóta boltanum í körfuna á meðan kanadíski þjóðsöngurinn var leikinn fyrir leik Miami og Toronto.
Tímasetning þjóðsöngsins kom leikmönnum í opna skjöldu en þeir hættu samt allir að hita upp. Nema Wade sem sagði sönginn hafa truflað upphitunarrútínu hans.
„Þetta er rútína sem ég geri fyrir hvern leik og hef gert allan minn feril. Ég var ekki að reyna að sýna vanvirðingu. Ég er ekki þannig. Ef einhver heldur því fram að ég sé dóni þá þekkir sá hinn sami ekki Dwyane Wade,“ sagði Dwyane Wade.
Upphitunin skilaði sér hjá Wade því hann skoraði 38 stig í leiknum en það dugði ekki til sigurs því Raptors vann, 95-91.
Wade móðgaði Kanadabúa
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn

„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn


„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn

„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti


Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn

