Aðeins er nú tekið við greiðslukortum um borð í vélum Icelandair og því ekki lengur hægt að greiða með reiðufé sé verslað um borð. Fáir hafa valið að borga með reiðufé segir upplýsingafulltrúi flugfélagsins.
„Þeir sem ferðast milli landa eru nánast undantekningalaust með debet- eða kreditkort og notkun seðla og myntar um borð er nú þegar mjög lítil,“ sagði Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við Túrista.
„Við höfum ekki getað tekið þetta skref til fulls fyrr en nú þegar tæknin opnar þessa möguleika gagnvart debetkortunum og við getum þannig fylgt þeirri þróun sem við sjáum hjá ýmsum stærri flugfélögum í kringum okkur,” segir Guðjón.
Nýjar sölutölvur um borð gera fólki kleyft að borga með bæði debet- og kreditkortum en einnig verður hægt að nýta vildarpunkta Icelandair sem greiðslu fyrir mat og tollfrjálsan varning.
Eingöngu greiðslukort hjá Icelandair
Tryggvi Páll Tryggvason skrifar

Mest lesið

Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu
Viðskipti innlent

Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð
Viðskipti innlent

Þorsteinn Már hættir hjá Samherja
Viðskipti innlent

Landsbankinn og Arion lækka vexti
Neytendur

Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife
Viðskipti innlent

Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér
Viðskipti innlent

Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa
Viðskipti innlent

Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum
Viðskipti erlent


Valgerður Hrund hættir hjá Sensa
Viðskipti innlent