Forsetinn lagði hornstein að stöðvarhúsi Þeistareykjavirkjunar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. september 2016 21:15 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands lagði í dag hornstein að Þeistareykjavirkjun en virkjunin er fyrsta jarðvarmavirkjunin sem Landsvirkjun reisir frá grunni. Athöfnin fór fram í stöðvarhúsinu og voru Bjarni Benediktsson fjármála-og efnahagsráðherra og Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar viðstaddir athöfnina. Framkvæmdir við virkjunina hófust í fyrra en hugmyndina að virkjuninni má rekja til ársins 2009. Í samtali við Stöð 2 í dag sagði Guðni að virkjunin væri mikið mannvirki sem vonandi myndi færa þjóðinni auð og farsæld. „Virkjanaframkvæmdir eru umdeildar á Íslandi en ég held og vona og þykist reyndar vita að hér hafi tekist vel til og sátt ríki um stöðvarhúsið,“ sagði Guðni. Fjármálaráðherra kvaðst sannfærður um að framkvæmdin verði þjóðinni allri til hagsbóta. „Það er frábært að koma hingað og fá að vera viðstaddur þegar hornsteinn er lagður að stöðvarhúsinu og við bindum miklar vonir við að þetta verkefni hér verði til heilla fyrir bæði mannlíf og atvinnulíf,“ sagði Bjarni. Í tilkynningu frá Landsvirkjun kemur fram að Landsvirkjun hafi komið að verkefninu árið 2005, „þegar fyrirtækið keypti tæplega þriðjungshlut í Þeistareykjum ehf. Landnýtingar- og verndaráætlun fyrir Þeistareykjasvæðið var unnin í samstarfi sveitarfélaga og orkufyrirtækja árið 2006. Við mótun hennar var haft víðtækt samráð við hagsmunaaðila. Í kjölfarið var unnið Svæðisskipulag háhitasvæða í Þingeyjarsýslum 2007–2025. Lögð var áhersla á að samþætta nýtingu og vernd þannig að tekið yrði tillit til náttúrufars og náttúruverndarsjónarmiða við virkjanaframkvæmdir og mannvirkjagerð. Árið 2008 var heildaraflgeta borhola á svæðinu orðin ríflega 45 MWraf og á næstu tveimur árum jók Landsvirkjun hlut sinn í félaginu upp í 97%. 2010 var mat á umhverfisáhrifum 200 MWraf virkjunar samþykkt og 2013 var Þeistareykjavirkjun raðað í nýtingarflokk rammaáætlunar. Árið 2014 sameinuðust Þeistareykir ehf. Landsvirkjun og í fyrravor hófust framkvæmdir við virkjunina.“ Í spilaranum hér að ofan má sjá frétt Stöðvar 2 um málið. Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands lagði í dag hornstein að Þeistareykjavirkjun en virkjunin er fyrsta jarðvarmavirkjunin sem Landsvirkjun reisir frá grunni. Athöfnin fór fram í stöðvarhúsinu og voru Bjarni Benediktsson fjármála-og efnahagsráðherra og Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar viðstaddir athöfnina. Framkvæmdir við virkjunina hófust í fyrra en hugmyndina að virkjuninni má rekja til ársins 2009. Í samtali við Stöð 2 í dag sagði Guðni að virkjunin væri mikið mannvirki sem vonandi myndi færa þjóðinni auð og farsæld. „Virkjanaframkvæmdir eru umdeildar á Íslandi en ég held og vona og þykist reyndar vita að hér hafi tekist vel til og sátt ríki um stöðvarhúsið,“ sagði Guðni. Fjármálaráðherra kvaðst sannfærður um að framkvæmdin verði þjóðinni allri til hagsbóta. „Það er frábært að koma hingað og fá að vera viðstaddur þegar hornsteinn er lagður að stöðvarhúsinu og við bindum miklar vonir við að þetta verkefni hér verði til heilla fyrir bæði mannlíf og atvinnulíf,“ sagði Bjarni. Í tilkynningu frá Landsvirkjun kemur fram að Landsvirkjun hafi komið að verkefninu árið 2005, „þegar fyrirtækið keypti tæplega þriðjungshlut í Þeistareykjum ehf. Landnýtingar- og verndaráætlun fyrir Þeistareykjasvæðið var unnin í samstarfi sveitarfélaga og orkufyrirtækja árið 2006. Við mótun hennar var haft víðtækt samráð við hagsmunaaðila. Í kjölfarið var unnið Svæðisskipulag háhitasvæða í Þingeyjarsýslum 2007–2025. Lögð var áhersla á að samþætta nýtingu og vernd þannig að tekið yrði tillit til náttúrufars og náttúruverndarsjónarmiða við virkjanaframkvæmdir og mannvirkjagerð. Árið 2008 var heildaraflgeta borhola á svæðinu orðin ríflega 45 MWraf og á næstu tveimur árum jók Landsvirkjun hlut sinn í félaginu upp í 97%. 2010 var mat á umhverfisáhrifum 200 MWraf virkjunar samþykkt og 2013 var Þeistareykjavirkjun raðað í nýtingarflokk rammaáætlunar. Árið 2014 sameinuðust Þeistareykir ehf. Landsvirkjun og í fyrravor hófust framkvæmdir við virkjunina.“ Í spilaranum hér að ofan má sjá frétt Stöðvar 2 um málið.
Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira