Forsetinn lagði hornstein að stöðvarhúsi Þeistareykjavirkjunar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. september 2016 21:15 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands lagði í dag hornstein að Þeistareykjavirkjun en virkjunin er fyrsta jarðvarmavirkjunin sem Landsvirkjun reisir frá grunni. Athöfnin fór fram í stöðvarhúsinu og voru Bjarni Benediktsson fjármála-og efnahagsráðherra og Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar viðstaddir athöfnina. Framkvæmdir við virkjunina hófust í fyrra en hugmyndina að virkjuninni má rekja til ársins 2009. Í samtali við Stöð 2 í dag sagði Guðni að virkjunin væri mikið mannvirki sem vonandi myndi færa þjóðinni auð og farsæld. „Virkjanaframkvæmdir eru umdeildar á Íslandi en ég held og vona og þykist reyndar vita að hér hafi tekist vel til og sátt ríki um stöðvarhúsið,“ sagði Guðni. Fjármálaráðherra kvaðst sannfærður um að framkvæmdin verði þjóðinni allri til hagsbóta. „Það er frábært að koma hingað og fá að vera viðstaddur þegar hornsteinn er lagður að stöðvarhúsinu og við bindum miklar vonir við að þetta verkefni hér verði til heilla fyrir bæði mannlíf og atvinnulíf,“ sagði Bjarni. Í tilkynningu frá Landsvirkjun kemur fram að Landsvirkjun hafi komið að verkefninu árið 2005, „þegar fyrirtækið keypti tæplega þriðjungshlut í Þeistareykjum ehf. Landnýtingar- og verndaráætlun fyrir Þeistareykjasvæðið var unnin í samstarfi sveitarfélaga og orkufyrirtækja árið 2006. Við mótun hennar var haft víðtækt samráð við hagsmunaaðila. Í kjölfarið var unnið Svæðisskipulag háhitasvæða í Þingeyjarsýslum 2007–2025. Lögð var áhersla á að samþætta nýtingu og vernd þannig að tekið yrði tillit til náttúrufars og náttúruverndarsjónarmiða við virkjanaframkvæmdir og mannvirkjagerð. Árið 2008 var heildaraflgeta borhola á svæðinu orðin ríflega 45 MWraf og á næstu tveimur árum jók Landsvirkjun hlut sinn í félaginu upp í 97%. 2010 var mat á umhverfisáhrifum 200 MWraf virkjunar samþykkt og 2013 var Þeistareykjavirkjun raðað í nýtingarflokk rammaáætlunar. Árið 2014 sameinuðust Þeistareykir ehf. Landsvirkjun og í fyrravor hófust framkvæmdir við virkjunina.“ Í spilaranum hér að ofan má sjá frétt Stöðvar 2 um málið. Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands lagði í dag hornstein að Þeistareykjavirkjun en virkjunin er fyrsta jarðvarmavirkjunin sem Landsvirkjun reisir frá grunni. Athöfnin fór fram í stöðvarhúsinu og voru Bjarni Benediktsson fjármála-og efnahagsráðherra og Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar viðstaddir athöfnina. Framkvæmdir við virkjunina hófust í fyrra en hugmyndina að virkjuninni má rekja til ársins 2009. Í samtali við Stöð 2 í dag sagði Guðni að virkjunin væri mikið mannvirki sem vonandi myndi færa þjóðinni auð og farsæld. „Virkjanaframkvæmdir eru umdeildar á Íslandi en ég held og vona og þykist reyndar vita að hér hafi tekist vel til og sátt ríki um stöðvarhúsið,“ sagði Guðni. Fjármálaráðherra kvaðst sannfærður um að framkvæmdin verði þjóðinni allri til hagsbóta. „Það er frábært að koma hingað og fá að vera viðstaddur þegar hornsteinn er lagður að stöðvarhúsinu og við bindum miklar vonir við að þetta verkefni hér verði til heilla fyrir bæði mannlíf og atvinnulíf,“ sagði Bjarni. Í tilkynningu frá Landsvirkjun kemur fram að Landsvirkjun hafi komið að verkefninu árið 2005, „þegar fyrirtækið keypti tæplega þriðjungshlut í Þeistareykjum ehf. Landnýtingar- og verndaráætlun fyrir Þeistareykjasvæðið var unnin í samstarfi sveitarfélaga og orkufyrirtækja árið 2006. Við mótun hennar var haft víðtækt samráð við hagsmunaaðila. Í kjölfarið var unnið Svæðisskipulag háhitasvæða í Þingeyjarsýslum 2007–2025. Lögð var áhersla á að samþætta nýtingu og vernd þannig að tekið yrði tillit til náttúrufars og náttúruverndarsjónarmiða við virkjanaframkvæmdir og mannvirkjagerð. Árið 2008 var heildaraflgeta borhola á svæðinu orðin ríflega 45 MWraf og á næstu tveimur árum jók Landsvirkjun hlut sinn í félaginu upp í 97%. 2010 var mat á umhverfisáhrifum 200 MWraf virkjunar samþykkt og 2013 var Þeistareykjavirkjun raðað í nýtingarflokk rammaáætlunar. Árið 2014 sameinuðust Þeistareykir ehf. Landsvirkjun og í fyrravor hófust framkvæmdir við virkjunina.“ Í spilaranum hér að ofan má sjá frétt Stöðvar 2 um málið.
Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira