Körfubolti

Ginobili áfram hjá San Antonio þótt Duncan sé hættur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ginobili verður áfram hjá San Antonio.
Ginobili verður áfram hjá San Antonio. vísir/getty
Samkvæmt bandarískum fjölmiðlum hefur argentínski körfuboltamaðurinn Manu Ginóbili skrifað undir nýjan samning við San Antonio Spurs.

Samningurinn er til eins árs og gefur Ginóbili 14 milljónir dala í aðra hönd.

Ginóbili hefur leikið með San Antonio allan sinn feril í NBA en næsta tímabil verður hans fimmtánda með Texas-liðinu.

Ginóbili, Tony Parker og Tim Duncan mynduðu kjarnann í San Antonio-liðinu um langt árabil en sá síðarnefndi tilkynnti fyrr í vikunni að hann hefði lagt skóna á hilluna eftir 19 ára farsælan feril í NBA.

Ginóbili hefur fjórum sinnum orðið NBA-meistari með San Antonio, síðast árið 2014.

Hann var valinn besti sjötti leikmaður NBA-deildarinnar 2008 en það ár var hann einnig valinn í þriðja úrvalslið deildarinnar.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×