KR-ingar klikkuðu á titilleik í fyrsta sinn í 27 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2016 13:00 Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, talar við sína menn í gær. Vísir/Ernir KR-ingar náðu ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli í gærkvöldi því Haukar komu í DHL-höllina og minnkuðu muninn í 2-1 í úrslitaeinvígi liðanna í Domino´s deild karla í körfubolta. Haukar tryggðu sér framlengingu með þriggja stiga körfu Finns Atla Magnússonar á síðustu sekúndu leiksins og unnu síðan framlenginguna 9-7. Fyrir leikinn í gær voru KR-ingar búnir að vinna sjö leiki í röð þar sem þeir gátu tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn eða alla titilleiki sína frá 1989. Síðasta tap KR í titilleik á undan þessum var í oddaleik í Keflavík í úrslitaeinvíginu 1989 en Keflvíkingar unnu þá 17 stiga sigur, 89-72, og tryggðu sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. Árið eftir hefndu KR-ingar með 3-0 sigri á Keflavík í lokaúrslitunum og unnu þá fyrsta sigurinn af fyrrnefndum sjö þegar Keflvíkingar heimsóttu þá á Seltjarnarnesið 7. apríl 1990. Síðasti sigurleikurinn af þessum sjö kom síðan í fjórða leiknum á móti Tindastól í fyrra en sá var spilaður í Síkinu á Sauðárkróki. KR vann þann leik og þar með titilinn annað árið í röð. Fjórði leikur KR og Hauka fer fram á Ásvöllum í Hafnarfirði á fimmtudagskvöldið.Leikir þar sem KR hefur getað tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn:1989 89-72 tap fyrir Keflavík í þriðja leik (1-2)1990 80-73 sigur á Keflavík í þriðja leik (3-0)2000 83-63 sigur á Grindavík í fjórða leik (3-1)2007 83-81 sigur á Njarðvík í fjórða leik (3-1)2009 84-83 sigur á Grindavík í fimmta leik (3-2)2011 109-95 sigur á Stjörnunni í fjórða leik (3-1)2014 87-79 sigur á Grindavík í fjórða leik (3-1)2015 88-81 sigur á Tindastól í fjórða leik (3-1)2016 79-77 tap fyrir Haukum í þriðja leik (staðan er 2-1) Dominos-deild karla Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Sjá meira
KR-ingar náðu ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli í gærkvöldi því Haukar komu í DHL-höllina og minnkuðu muninn í 2-1 í úrslitaeinvígi liðanna í Domino´s deild karla í körfubolta. Haukar tryggðu sér framlengingu með þriggja stiga körfu Finns Atla Magnússonar á síðustu sekúndu leiksins og unnu síðan framlenginguna 9-7. Fyrir leikinn í gær voru KR-ingar búnir að vinna sjö leiki í röð þar sem þeir gátu tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn eða alla titilleiki sína frá 1989. Síðasta tap KR í titilleik á undan þessum var í oddaleik í Keflavík í úrslitaeinvíginu 1989 en Keflvíkingar unnu þá 17 stiga sigur, 89-72, og tryggðu sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. Árið eftir hefndu KR-ingar með 3-0 sigri á Keflavík í lokaúrslitunum og unnu þá fyrsta sigurinn af fyrrnefndum sjö þegar Keflvíkingar heimsóttu þá á Seltjarnarnesið 7. apríl 1990. Síðasti sigurleikurinn af þessum sjö kom síðan í fjórða leiknum á móti Tindastól í fyrra en sá var spilaður í Síkinu á Sauðárkróki. KR vann þann leik og þar með titilinn annað árið í röð. Fjórði leikur KR og Hauka fer fram á Ásvöllum í Hafnarfirði á fimmtudagskvöldið.Leikir þar sem KR hefur getað tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn:1989 89-72 tap fyrir Keflavík í þriðja leik (1-2)1990 80-73 sigur á Keflavík í þriðja leik (3-0)2000 83-63 sigur á Grindavík í fjórða leik (3-1)2007 83-81 sigur á Njarðvík í fjórða leik (3-1)2009 84-83 sigur á Grindavík í fimmta leik (3-2)2011 109-95 sigur á Stjörnunni í fjórða leik (3-1)2014 87-79 sigur á Grindavík í fjórða leik (3-1)2015 88-81 sigur á Tindastól í fjórða leik (3-1)2016 79-77 tap fyrir Haukum í þriðja leik (staðan er 2-1)
Dominos-deild karla Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Sjá meira