Jákvæð áhrif af styttri vinnudegi Sæunn Gísladóttir skrifar 12. maí 2016 07:00 Sóley Tómasdóttir segir þörf á að meta áhrif styttri vinnuviku á skiptingu heimilisverka. vísir/Stefán Niðurstöður tilraunverkefnis um styttingu vinnuvikunnar hjá Reykjavíkurborg benda til þess að starfsmönnum hafi tekist að sinna verkefnum sínum til fulls þrátt fyrir fjórum til fimm klukkutímum styttri vinnuviku. Enginn aukakostnaður fylgdi tilrauninni fyrir utan bakvakt á föstudagseftirmiðdögum hjá Barnavernd. Niðurstöður benda til þess að með styttri vinnuviku sé andleg og líkamleg líðan starfsmanna betri, starfsánægja eykst og tíðni skammtímaveikinda lækkar. Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar og formaður stýrihóps um innleiðingu verkefnisins, segir tvímælalaust jákvæð áhrif af þessari tilraun. Hún segir æskilegt að halda áfram með verkefnið til að mæla hvort jákvæð áhrif vari. Frá 1. mars 2015 til 1. mars 2016 fór fram tilraun með styttingu vinnuviku í Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts og hjá Barnavernd; tveimur vinnustöðum þar sem álag var talið mikið. Hjá Barnavernd var vinnuvikan stytt um fjóra klukkutíma með því að loka eftir hádegi á föstudögum, þá tók bakvakt við. Hjá Þjónustumiðstöðinni var lokað klukkan þrjú í stað fjögur alla virka daga. „Við áttuðum okkur strax á því að það er mikilvægt að laga þetta að hverjum vinnustað fyrir sig,“ segir Sóley „Verkefnið hefur gengið snurðulaust fyrir sig. Það hafa verið mjög fáar hindranir í veginum. Báðir vinnustaðir tóku sínar daglegu venjur til gagngerrar skoðunar, þeir veltu fyrir sér tímastjórnun, lengd kaffipása, og funda. Niðurstöður og samtöl við fólk sem tók þátt benda til þess að fólk nýti tímann sem það er í vinnunni betur til vinnu,“ segir hún. Sóley segir að þó að þessar vísbendingar séu til staðar þá sé ýmislegt sem þörf sé á að skoða frekar, til dæmis hvort fólk sem vinni styttri vinnuviku sé að taka á sig auknar byrðar heima. „Niðurstöður tilraunarinnar verða formlega kynntar á málþingi í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan tvö í dag. Það væri gaman ef málþingið í dag yrði til að kveikja í almenna vinnumarkaðnum til að skoða þetta,“ segir Sóley Tómasdóttir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. maí. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Niðurstöður tilraunverkefnis um styttingu vinnuvikunnar hjá Reykjavíkurborg benda til þess að starfsmönnum hafi tekist að sinna verkefnum sínum til fulls þrátt fyrir fjórum til fimm klukkutímum styttri vinnuviku. Enginn aukakostnaður fylgdi tilrauninni fyrir utan bakvakt á föstudagseftirmiðdögum hjá Barnavernd. Niðurstöður benda til þess að með styttri vinnuviku sé andleg og líkamleg líðan starfsmanna betri, starfsánægja eykst og tíðni skammtímaveikinda lækkar. Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar og formaður stýrihóps um innleiðingu verkefnisins, segir tvímælalaust jákvæð áhrif af þessari tilraun. Hún segir æskilegt að halda áfram með verkefnið til að mæla hvort jákvæð áhrif vari. Frá 1. mars 2015 til 1. mars 2016 fór fram tilraun með styttingu vinnuviku í Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts og hjá Barnavernd; tveimur vinnustöðum þar sem álag var talið mikið. Hjá Barnavernd var vinnuvikan stytt um fjóra klukkutíma með því að loka eftir hádegi á föstudögum, þá tók bakvakt við. Hjá Þjónustumiðstöðinni var lokað klukkan þrjú í stað fjögur alla virka daga. „Við áttuðum okkur strax á því að það er mikilvægt að laga þetta að hverjum vinnustað fyrir sig,“ segir Sóley „Verkefnið hefur gengið snurðulaust fyrir sig. Það hafa verið mjög fáar hindranir í veginum. Báðir vinnustaðir tóku sínar daglegu venjur til gagngerrar skoðunar, þeir veltu fyrir sér tímastjórnun, lengd kaffipása, og funda. Niðurstöður og samtöl við fólk sem tók þátt benda til þess að fólk nýti tímann sem það er í vinnunni betur til vinnu,“ segir hún. Sóley segir að þó að þessar vísbendingar séu til staðar þá sé ýmislegt sem þörf sé á að skoða frekar, til dæmis hvort fólk sem vinni styttri vinnuviku sé að taka á sig auknar byrðar heima. „Niðurstöður tilraunarinnar verða formlega kynntar á málþingi í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan tvö í dag. Það væri gaman ef málþingið í dag yrði til að kveikja í almenna vinnumarkaðnum til að skoða þetta,“ segir Sóley Tómasdóttir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. maí.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira