Viðskipti innlent

Þorvaldur Lúðvík segir upp sem framkvæmdastjóri AFE

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Þorvaldur Lúðvík við dómsuppkvaðningu í Stím-málinu í fyrra.
Þorvaldur Lúðvík við dómsuppkvaðningu í Stím-málinu í fyrra. vísir/anton brink
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. júní næstkomandi. Frá þessu er greint á vef AFE en þar segir að staðan verði auglýst á næstunni og að Þorvaldur verði félaginu innan handar þar til búið verður að ráða nýjan framkvæmdastjóra.

Þorvaldur fékk 18 mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur í Stím-málinu svokallaða í desember í fyrra. Í kjölfarið lýsti stjórn AFE því yfir að hún bæri fullt traust til Þorvaldar en í málinu var hann ákærður ásamt þeim Lárusi Welding og Jóhannesi Baldurssyni fyrir lánveitingar Glitnis til hlutabréfakaupa í Glitni og FL Group. Mennirnir neituðu allir sök en Lárus var dæmdur í fimm ára fangelsi og Jóhannes í tveggja ára fangelsi.

Á vefsíðu AFE er haft eftir Þorvaldi Lúðvík að hann hafi á undanförnum mánuðum tekið þátt í undirbúningi fyrirtækis í flugtengdri starfsemi:

„Nú lítur út fyrir að þetta geti orðið að veruleika og því rétt að hverfa á braut úr núverandi starfi til að einhenda mér í verkefni á nýjum vettvangi.“


Tengdar fréttir

Stjórn AFE ber enn traust til Þorvalds

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, núverandi framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélasgs Eyjafjarðar, var dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjvíkur í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×